Menning

Stórvirki sem lýsir óhugnanlegum heimi

Skáldsagan Útlaginn eftir Danann Jakob Ejersbo kemur út í íslenskri þýðingu Páls Baldvins Baldvinssonar í dag. Bókin er fyrsti hluti þríleiks sem hampað var sem tímamótaverki þegar hann kom út 2009, tæpu ári eftir að höfundurinn lést.

Menning

Leitar að því sem brennur á samfélaginu

Cry Havoc er titillinn á listgjörningi sem Eva Ísleifsdóttir stendur fyrir. Fólk getur sent Evu tillögur að húsum og byggingum sem það vill sjá eyðilögð og Eva "kveikir í þeim“ á táknrænan hátt. Flestir sem hafa sent inn tillögur vilja kveikja í opinberum

Menning

21 þúsund miðar seldir á Mary Poppins

Æfingar standa nú sem hæst á Mary Poppins sem frumsýnd verður á Stóra sviðinu á föstudaginn næsta. Sýningin er sú viðamesta og flóknasta sem Borgarleikhúsið hefur nokkru sinni ráðist í – mannmörg og krefjandi dans og söngatriði, hraðar og stórar sviðskiptingar, háskaleg flugatriði og ótal tæknibrellur.

Menning

Sin Fang á vefsíðu Conan

Vefsíða grínistans og spjallþáttastjórnandans Conan O'Brien, Team Coco, hvatti lesendur sína í gær til þess að streyma nýjustu plötu íslensku sveitarinnar Sin Fang.

Menning

Fékk afsökunarbeiðni símleiðis

Edduverðlaunahátíðin fór fram í Hörpunni á laugardag og á meðal verðlaunahafa voru Elísabet Rónaldsdóttir og Sverrir Kristjánsson sem hlutu Edduna fyrir klippingu ársins. Steindi jr. og Saga Garðarsdóttir afhentu Elísabetu verðlaunin en mörgum þótti hegðun þeirra á meðan á þakkarræðu Elísabetar stóð heldur ósæmileg.

Menning

Steindi kossaóður á Eddunni

Bergsteinn Björgúlfsson sigraði í flokknum Kvikmyndataka ársins á Eddunni um helgina sem fram fór í Eldborgarsal Hörpu fyrir kvikmyndina Djúpið. Sonur hans tók á móti verðlaununum og eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði áttu Steindi jr og Saga Garðarsdóttir í erfiðleikum með að halda aftur af sér þegar kom að kossum og faðmlögum. Bergsteinn var einnig tilnefndur fyrir í þessum flokki fyrir myndina Djúpið. Þá voru í sama flokki tilnefndir Arnar Þórisson, Pressa 3, G. Magni Ágústsson, ÍKS, Wallander Before the Frost og Karl Óskarsson, Sailcloth.

Menning

María Birta: Ég bjóst ekki við þessu

"Ég vil byrja á að þakka akademíunni fyrir þennan brjálaða heiður.." sagði María Birta Bjarnadóttir þegar hún var valin leikkona ársins í aukahlutverki fyrir leikinn í myndinni Svartur á leik á Eddunni sem fram fór við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu um helgina. Einnig voru tilnefndar leikkonurnar Arndís Hrönn Egilsdóttir, Pressa 3 og Þorbjörg Helga Þorgilsdóttir, Djúpið.

Menning

Glamúr og glæsileiki á Eddunni

Edduverðlaunin fóru fram við hátíðlega athöfn í Eldborgarsal Hörpu í gærkvöldi. Gestir voru prúðbúnir í sannkölluðu spariskapi eins og sjá má á myndunum sem Daníel Rúnarsson tók. Stöð 2 sýndi beint frá afhendingunni sem þótti heppnast einstaklega vel.

Menning

Leikstjóri Prince Avalanche fékk Silfurbjörninn

Bandaríski leikstjórinn David Gordon Green hlaut í gær Silfurbjörninn á kvikmyndahátíðinni í Berlin fyrir kvikmyndina Prince Avalanche. Myndin er endurgerð á íslensku kvikmyndinni Á annan veg eða „Either Way" eins og hún var titluð á ensku.

Menning

Bestu myndirnar verðlaunaðar

Meira en 50 ljósmyndarar hlutu verðlaun í hinni árlegu myndakeppni World Press Photo þetta árið. Ljósmynd frá útför tveggja ungra barna á Gasa þótti besta fréttaljósmynd ársins 2012.

Menning

Ford aftur í Stjörnustríð

Harrison Ford mun endurtaka hlutverk sitt sem Han Solo úr Stjörnustríðsmyndunum í nýjustu kvikmynd seríunnar. Vefsíðan Latino Review greinir frá.

Menning

Hryllingsmynd Barða á toppnum

Kvikmyndin Would You Rather, sem tónlistamaðurinn Barði Jóhannsson, oftast kenndur við Bang Gang, samdi tónlistina í ásamt Daniel Hunt úr hljómsveitinni Ladytron, virðist hitta í mark. Myndin er í toppsæti lista iTunes í Bandaríkjunum yfir mest seldu hryllingsmyndirnar þessa helgi og í sæti númer 32 á heildarlistanum yfir allar kvikmyndir.

Menning

Gera súrrealíska handboltamynd

Fatahönnuðurinn Guðmundur Hallgrímsson, eða Mundi Vondi eins og hann er kallaður, og leikarinn og fyrrverandi handboltakappinn Vigfús Þormar Gunnarsson stefna á að frumsýna nýja stuttmynd næstu helgi.

Menning