Menning

Bít-skáld liðkaði fyrir Ameríkuútgáfu

„Hún verður gefin út hjá forlagi sem nefnist New American Press og er ekki langt frá Chicago. Þetta er tíu til fimmtán ára gamalt forlag sem gefur út bókmenntir og tímarit. Þeir ætla að gera vel úr þessu og það kemur jafnvel til greina að ég fari út, lesi upp og áriti,“ segir rithöfundurinn Ólafur Gunnarsson. Smásagnasafn hans, Meistaraverkið, verður gefið út í Bandaríkjunum á næsta ári.

Menning

Einvalalið listamanna á styrktartónleikum

Styrktartónleikar Kirkjukórs Lágafellssóknar, Jólaljós, verða í Guðríðarkirkju á sunnudaginn. Allur ágóði rennur til þriggja eftirlifandi barna Hönnu Lilju Valsdóttur sem lést af barnsförum í sumar.

Menning

Söngveisla í Iðnó

Íslenski sönglistahópurinn kemur fram í Iðnó á degi íslenskrar tungu, næstkomandi miðvikudag. Dagskrá hópsins er tileinkuð ljóðskáldunum Jónasi Hallgrímssyni og Tómasi Guðmundssyni. Á efnisskránni verða lög eins og Dagný, Tondeleió, Enn syngur vornóttin, Fagra veröld, Smávinir fagrir, Sáuð þið hana systur mína, Ég leitaði blárra blóma og fleira í þessum dúr.

Menning

Ég held að það blundi illska í öllum

Glæsir eftir Ármann Jakobsson er ein umtalaðasta skáldsaga haustsins og hefur höfundinum verið hrósað í hástert fyrir frumleg efnistök og frásagnaraðferð. Sjálfur gefur hann lítið fyrir hugmyndina um frumleika en telur aftur á móti að það sem er satt um tíundu öld sé líka satt um okkar tíma.

Menning

Grét yfir bókarskrifunum

Steinunn Sigurðardóttir hélt að hún gæti aldrei skrifað bók um kynferðisbrot. Svo kom söguefnið í bókinni Jójó til hennar og þá varð ekki aftur snúið.

Menning

Ameríka sýnir Óttari áhuga

„Þetta er lítið framleiðslufyrirtæki sem frétti af bókinni í gegnum sameiginlega vinkonu, Rut Hermannsdóttur sjónvarpsframleiðanda. En það er ekkert fast í hendi,“ segir Óttar Martin Norðfjörð rithöfundur.

Menning

Sveinn Dúa fagnar sönglagaplötu

„Tónleikarnir verða góðir, platan verður flutt eins og hún kemur fyrir. Og svo verður auðvitað Sigríður Thorlacius með okkur, en það er einn dúett á plötunni með okkur. Ég er mjög ánægður með útkomuna og viðtökurnar,“ segir tenórinn Sveinn Dúa Hjörleifsson sem fagnar útkomu fyrstu einsöngsplötu sinnar með útgáfutónleikum í Salnum í Kópavogi á sunnudagskvöld klukkan 20.

Menning

Eftir lokin frumsýnt í Tjarnarbíói

Á morgun verður leikritið Eftir lokin eftir Dennis Kelly frumsýnt í Tjarnarbíói. Eftir lokin segir frá tveimur einstaklingum, Markúsi og Lísu, vinnufélögum sem eru innilokuð í sprengjubyrgi eftir kjarnorkuárás. Samskipti þeirra einkennast af togstreitu og spennu og ástandið er eldfimt.

Menning

Einar Áskell er strákurinn minn

Heilmikil tíðindi eru fólgin í útgáfu nýjustu bókarinnar um Einar Áskel, litla strákinn sem stór hluti Íslendinga hefur tekið ástfóstri við í gegnum tíðina, en í henni er minnst á móður drengsins í fyrsta sinn. Kjartan Guðmundsson spjallaði við Sigrúnu Árnadóttur þýðanda sem hefur þýtt bækurnar um Einar Áskel frá árinu 1980.

Menning

Ég man þig slær í gegn í Þýskalandi

Spennusagan Ég man þig eftir Yrsu Sigurðardóttur er nú í fimmtu viku á þýska kiljulistanum en bókin hefur setið þar frá því að hún kom út í lok september. Bókin situr í 23. sæti listans og hefur aldrei farið hærra. Listinn mun birtast í vikuritinu Spiegel næstkomandi mánudag. Hrollvekja Yrsu virðist því leggjast jafn vel í Þjóðverja og Íslendinga, en bókin hefur verið samfleytt á metsölulista Eymundssonar frá því að hún kom út fyrir tæpu ári.

Menning

Hátt í tíu þúsund miðar bókaðir

Töfraflautan var frumsýnd af Íslensku óperunni í Eldborg í Hörpu um helgina. Margir færustu söngvarar þjóðarinnar ljá ævintýrinu rödd sína. Um er að ræða eina stærstu óperuperlu heims, Töfraflautuna eftir W. A. Mozart. Leikstjórn verksins er í höndum Ágústu Skúladóttur og Daníel Bjarnason er hljómsveitastjóri uppsetningarinnar, sem er sú fimmta hér á landi á þessu meistaraverki Mozarts.

Menning

Ótrúlegar vinsældir Gamlingjans

"Þetta er einsdæmi og þetta er met,“ segir Erla Björg Gunnarsdóttir, kynningarstýra Forlagsins. Bókin Gamlinginn sem skreið út um gluggann og hvarf, eftir sænska rithöfundinn Jonas Jonasson, hefur slegið í gegn á Íslandi. Bókin hefur fengið góða umsögn gagnrýnenda og hjá Forlaginu muna menn ekki eftir annarri eins sölu. Þriðja prentun er komin í verslanir en ekki eru nema þrjár vikur liðnar síðan bókin kom út. Erla Björg segir að alls hafi sjö þúsund bækur selst út af lager Forlagsins og samtals hafa 8.500 eintök nú verið prentuð.

Menning

Fagna Reykjavik Rocks

Haldið verður útgáfuteiti í dag til að fagna útgáfu bókarinnar Reykjavik Rocks. Bókin er kynningarrit í léttum dúr um Reykjavík vorra daga og meðal helstu höfunda efnis í bókinni eru Hallgrímur Helgason, Örn Úlfar Sævarsson og Jón Atli Jónasson.

Menning

Sögur sem þarf að segja

Tryggvi Gunnarsson er höfundur og leikstjóri Glámu, leikrits sem frumsýnt var í Norðurpólnum fyrir helgi. Hann segir hið óvænta leika stórt hlutverk í sýningunni. Þrír vinir koma saman á síðsumarkvöldi til að skemmta sér.

Menning

Andblær liðinna ára

Laugardaginn 15 október halda Sardas strengjakvartett og söngkonan Agnes Amalía sópran tónleika undir yfirskriftinni Andblær liðinna ára.

Menning

Baráttan erfiða um orðsporið

Bjarni Bjarnason rithöfundur hefur sent frá sér níundu skáldsögu sína, Mannorð. Sögupersónan er maður sem snýr aftur til Íslands eftir hátt flug í útrásinni.

Menning

Keppt í teikningu

Listasafn Reykjavíkur efnir til teiknisamkeppni, þar sem grunnskólanemum í 7. bekk og á unglingastigi og almenningi, 16 ára og eldri, er boðið að taka þátt. Efnt er til samkeppninnar í tilefni af því að safnið hefur að undanförnu staðið fyrir sýningum þar sem teikningin er í forgrunni.

Menning

Tók mér þann tíma sem ég þurfti

Fyrsta bók Ólafs Jóhanns Ólafssonar í fimm ár kemur út í nóvember. Sögusviðið er Toscana-sveitin á Ítalíu undir lok seinni heimstyrjaldarinnar en hún hefur lengi verið Ólafi hugleikinn eftir að hann fór þangað ungur drengur. Freyr Gígja Gunnarsson ræddi við rithöfundinn og aðstoðarforstjóra Time Warner um bókina sem fékk að malla í dágóðan tíma.

Menning

Með ofnæmi fyrir myndefninu

Brynhildur Bolladóttir, laganemi og listamaður, opnar sína fyrstu ljósmyndasýningu í Kaffistofu nemendagalleríi í kvöld. Sýningin stendur aðeins yfir þetta eina kvöld. Brynhildur hefur starfað sem bréfberi síðustu sumur og í gegnum starfið kynntist hún fjölda katta sem búsettir eru í Norðurmýrinni.

Menning

Rýnt í kaflaskipti listarinnar

Hvað gerist þegar eitt skeið í listum víkur fyrir öðru? Þeirri spurningu leitast Jón Proppé við að svara á sýningunni Ný list verður til á Kjarvalsstöðum.

Menning

Um handhafa sannleikans

Svartur hundur prestsins, fyrsta leikverk Auðar Övu Ólafsdóttur verður frumsýnt í Þjóðleikhúsinu annað kvöld. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri segir höfundinn hafa sérstæða sýn á veruleikann og lag á að bregða á hann óvenjulegu ljósi.

Menning

Stórstjarna stjórnar í Hörpu

Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar leikur í Hörpu á sunnudag og eru tónleikarnir liður í ferð sveitarinnar um Norðurlönd. Þetta er í fyrsta sinn sem sinfóníuhljómsveitin leikur hér á landi.

Menning

Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar í Hörpu

Næstkomandi sunnudag fá Íslendingar einstakt tækifæri til að upplifa tónlistarflutning á heimsvísu þegar Sinfóníuhljómsveit Gautaborgar spilar í Eldborgarsalnum í Hörpu undir stjórn Gustavo Dudamel.

Menning

Dauðinn var daglegt brauð

Salvadorinn Horacio Castellanos Moya er einn umdeildasti rithöfundur Rómönsku Ameríku í seinni tíð. Hann býður töfraraunsæinu birginn og dregur upp óvægna mynd af þyrnum stráðri sögu álfunnar.

Menning

Íslendingar hafa eytt 900 milljónum í Harry Potter

Íslendingar hafa keypt Harry Potter-bækur, mynddiska og bíómiða fyrir 900 milljónir íslenskra króna. Þá er ekki tekið með í reikninginn tölvuleikirnir og þær ótalmörgu skólatöskur, pennaveski og jafnvel boltar sem hafa selst eins og heitar lummur í leik- og ritfangaverslunum landsins. Síðustu forvöð eru að sjá síðustu Harry Potter-myndina, Harry Potter og Dauðadjásnin 2, í bíó um þessar mundir.

Menning

Listin í Auðbrekku

Menning og listir lifa góðu lífi í Kópavogi og í Auðbrekku hafa listamenn úr ýmsum áttum komið sér fyrir.

Menning