Menning

Heimslist og nýlunda Gunnlaugs

Hann var einstakur á sinn hátt, segir Harpa Þórsdóttir, safnstjóri Listasafns Íslands, um málarann Gunnlaug Blöndal en nafn hans hefur undanfarið verið á allra vörum.

Menning

Baltasar snýr aftur í Þjóðleikhúsið

Þjóðleikhúsið og Baltasar Kormákur leggja nú drög að því að sviðsetja Villiöndina eftir Henrik Ibsen, en fyrirhugað er að frumsýna verkið næsta leikár. Um er að ræða fyrstu leikstjórn Baltasars á sviði í á níunda ár.

Menning

Níræð leirlistakona heldur sýningu í Reykjavík

Sigríður Laufey Guðmundsdóttir sem varð níræð í vor hefur skapað leirlistaverk síðan hún útskrifaðist úr Myndlista og Handíðaskóla Íslands 1984 eftir að hafa lokið námi í bæði vefnaðardeild og keramíkdeild.

Menning

Einar leitar að öðrum verkefnum

Einar Kárason segir að ekkert verk sé væntanlegt úr hans smiðju fyrst engin voru listamannalaunin í ár. Nú þurfi hann að finna sér annað að gera.

Menning

Bubbi feginn að enginn eigi að leika hann

Leikhússtjóri Borgarleikhússins kynnti í dag nýjan söngleik sem hefur hvorki verið skrifaður né leikstjóri og leikarar ákveðnir en verður frumsýndur á næsta ári . Söngleikurinn byggir á lögum Bubba Morthens sem er hæstánægður með framtakið en segir að væri hann ennþá pönkari væri hann alfarið á móti því.

Menning

Nútíminn með augum Sjóns árið 1989

Fyrir 30 árum frumsýndi leikfélag MR verkið Tóm ást eftir Sjón. Verkið gerðist í fjarlægri framtíð, nánar tiltekið árið 2019, og fjallar um ungan geimprins sem lendir hér í borg og leitar að ástinni.

Menning

Leiðin er nýtt bræðralag Tryggva og Sveinbjarnar

Bræðurnir Sveinbjörn I. Baldvinsson skáld og Tryggvi M. Baldvinsson tónskáld starfa hvor á sínum vettvangi á menningarsviðinu. Stundum leggja þeir þó saman krafta sína og úr verða listaverk. Lagið Leiðin er dæmi um slíkt.

Menning

Lotta fer á nagladekk

Leikhópurinn Lotta frumsýnir Rauðhettu í Tjarnarbíói síðasta dag jóla, klukkan 13. Leikhópurinn verður á þessum nýja vetrarheimavelli út mánuðinn en svo tekur landsbyggðin við. Hópurinn stefnir á að heimsækja yfir 20 staði á landinu.

Menning

Framandi heimur 2019

Árið 1984 var bandaríski vísindasagnahöfundurinn Isaac Asimov beðinn um framtíðarspá sína fyrir árið 2019. Hann taldi réttilega að könnun sólkerfisins yrði þá langt komin.

Menning

Nýjasta viðbótin í listaflóru landsins

Postprent er nýr vettvangur fyrir unga listamenn sem vinna í hvers kyns prentmiðlum. Síðan var opnuð formlega fyrir jól í beinni útsendingu á 101 útvarpi og áhuginn hefur verið mikill síðan.

Menning