Hvers vegna tollar á innfluttar landbúnaðarvörur? Ágústa Ágústsdóttir,Eiríkur Svavarsson,Gunnar Bragi Sveinsson,Heiðbrá Ólafsdóttir,Jakob Frímann Magnússon,Þorsteinn Sæmundsson Stundum og of oft heyrast raddir um að afnema eigi alla tolla á innflutt matvæli m.a. í nafni samkeppninnar sem þar af leiði af sér ódýrari matvæli fyrir neytendur. Í fámennu landi eins og Íslandi hefur það hins vegar sýnt sig að samkeppninni hefur ekki tekist að tryggja betri kjör (matvöru-, banka- og tryggingamarkaður t.d.). Skoðun 26.3.2025 09:01
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kæra borgarstjórn,Í síðustu viku hófst áræðnilota í Hjallastefnunni. Áræðnilotan er síðasta lotan af sex í okkar kynjanámskrá. Þá reynir á áræðni, kjark og framkvæmdargleði. Í þeirri lotu hvetjum við börnin til þess að taka frumkvæði, standa fyrir máli sínu og hafa áhrif á umhverfið sitt. Þau æfa sig í að stíga út fyrir þægindarrammann, finna kjarkinn sinn og takast á við ýmsan ótta með hvatningu frá kennurum og samnemendum. Skoðun 26.3.2025 08:32
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Kæra borgarstjórn, Í leik- og grunnskólum Hjallastefnunnar í Reykjavík hefur á undanförnum árum vaxið og dafnað einstakt samfélag sem borgin getur verið stolt af. Skoðun 26.3.2025 08:02
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Kvótakerfið var bundið í lög árið 1983. Framsal á kvóta var gefið frjálst nokkrum árum síðar og heimild til að veðsetja þann kvóta, sem úthlutað hafði verið án endurgjalds, fyrir bankalánum var gefin árið 1997. Skoðun 25.3.2025 13:16
Tesluvandinn Nú hefur það breyst á síðustu mánuðum og árum að Tesla er ekki lengur bara eitthvað bílafyrirtæki. Stærsti eigandi þess og helsti talsmaður, Elon Musk, hefur stigið inn á svið stjórnmála og mannréttindamála með svo afgerandi hætti að það er ekki lengur hægt að líta á fyrirtækin sem hann byggir sín auðæfi á sem bara venjuleg fyrirtæki á markaði. Skoðun 25.3.2025 12:32
Við viljum jafnan rétt foreldra Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir,Bryndís Haraldsdóttir,Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Börn, foreldrar og starfsfólk Hjallastefnunnar í Reykjavík kalla eftir ákvörðun á fimmtudag! Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Háskóli Íslands stendur frammi fyrir stórum áskorunum sem kalla á rektor með skýra framtíðarsýn og djúpan skilning á háskólasamfélaginu. Ég tel Silju Báru vera þá manneskju sem skólinn þarf. Skoðun 25.3.2025 12:32
Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Líkt og flestir sem ná langt í rannsóknum býr Magnús Karl yfir óbilandi löngun til að skilja sem best hvað hefur áhrif á starfsemi lífvera og gangvirki samfélagsins. Hann gerði árs hlé á námi sínu sem læknanemi til að leggja stund á grunnrannsóknir á rannsóknarstofu. Skoðun 25.3.2025 12:02
Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Nú standa yfir rektorskosningar við HÍ – atkvæðisbærir eru starfsfólk skólans og nemendur. Komið er fram í aðra umferð og þetta orðið einvígi! Það er jákvætt að í stærsta akademíska samfélagi þjóðarinnar velji þegnar þess sér leiðtoga/þjón/forystusauð eða ær. Skoðun 25.3.2025 11:31
Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Í tilefni Minningardagsins, sem haldinn er til heiðurs og minningar um þau sem hafa látist vegna fíknisjúkdómsins, sest ég niður og skrifa hugrenningar mínar. Skoðun 25.3.2025 11:01
Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ísraelsríki hefur fengið að komast upp með stórfelld brot á alþjóðalögum í áratugi. Það er kominn tími til þess að framfylgja alþjóðalögum og úrskurðum alþjóðlegra dómstóla. Það er kominn tími til að íslenska ríkið framfylgi vilja þjóðarinnar um mannréttindi og réttlæti fyrir Palestínu. Skoðun 25.3.2025 10:32
Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Flokkur fólksins hefur verið sá flokkur sem hefur einna mest barist fyrir verndun og velferð dýra. Matvælastofnun gegnir eftirliti með þessum málaflokki. Alloft birtast sláandi fregnir og myndir af dýraníði og gera má því skóna að það viðgangist meira en fólk heldur. Á þessari stundu vitum við auðvitað ekki neitt um hversu mörg dýr búa við óviðunandi aðstæður. Skoðun 25.3.2025 10:00
Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Um íslenska lögsögu sjást stundum á vappi skip í laumi siglandi í kringum innviðina okkar. Þau gera þetta til að senda skilaboð. Skilaboð um að þau geti það. Þessi sami rússneski skuggafloti hefur nú þegar valdið skemmdum á sæstrengjum í Eystrasaltinu. Skoðun 25.3.2025 09:32
Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Endurtekið hafa stjórnmálaflokkkar á síðustu árum talað fjálglega um að bæta geðheilbrigðisþjónustuna. Í því sambandi hefur endurtekið verið rætt um andlega heilsu ungmenna, sem höndla ekki að takast á við nám eða störf. Skoðun 25.3.2025 09:00
Sjáðu Gaza Hörmungarnar í Gaza eru linnulausar. Ekkert sem ég geri hér á ritvellinum mun breyta því. Eða hvað? Ég held að hvert gramm sem lagt er á vogarskálar þeirra mannréttindabrota og stríðsódæða sem nú standa yfir fyrir botni Miðjarðarhafs skipti máli. Skoðun 25.3.2025 08:31
Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Ísland hefur skýra framtíðarsýn. Við viljum vera þekkt fyrir hugvit. Fyrir skapandi greinar. Skoðun 25.3.2025 08:02
Að vinna með fólki en ekki fyrir það Síðasta áratuginn hefur Rauði krossinn veitt þúsundum umsækjenda um alþjóðlega vernd sálfélagslegan stuðning meðan beðið er eftir niðurstöðu í þeirra málum. Skoðun 25.3.2025 07:31
Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Afríska máltækið „Það þarf þorp til að ala upp barn“ hefur á síðustu áratugum rutt sér til rúms í vestrænni umræðu um uppeldi og samfélagsábyrgð. Máltækið varpar ljósi á það hvernig samfélagið ber ábyrgð á velferð barna – ekki bara foreldrarnir sjálfir. Skoðun 25.3.2025 07:03
Magnús Karl er okkar rektor Á næstu dögum ganga um 17 þúsund nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands að kjörborðinu og kjósa nýjan rektor í annarri umferð rektorskosninga þar sem nú er valið á milli tveggja öflugra frambjóðenda. Magnús Karl Magnússon hefur að okkar mati afar skýrar og raunhæfar hugmyndir um framþróun Háskóla Íslands, og ekki síst um hlutverk hans sem flaggskips vísinda og menningar þjóðarinnar. Skoðun 24.3.2025 21:01
Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Þegar þessi grein er skrifuð eru liðnir fjórir dagar síðan fréttastofa RÚV birti fyrst slúðurfréttir um Ásthildi Lóu Þórsdóttur, þá barnamálaráðherra. Þessar fréttir voru í mikilvægum atriðum svo illa undirbyggðar að ljóst er að fréttafólk RÚV hafði ekki reynt að staðfesta sannleiksgildi þeirra með óyggjandi hætti, þótt um væri að ræða gríðarlega alvarleg mál. Skoðun 24.3.2025 15:31
Barn síns tíma? Umræða síðastliðna daga um kynferðislegt samband 22ja ára konu við 16 ára gamlan dreng er góð áminning um að réttarvernd barna á Íslandi er verulega ábótavant. Á meðan hluti þjóðarinnar keppist við að afsaka athæfið undir formerkjum tíðarandans 1989 má skynja að mörgum þykir ekkert athugavert við kynferðislegt samband fullorðinna við unglinga. Eða hvað? Var þetta ekki bara þá? Skoðun 24.3.2025 14:30
Óþolandi ástand Nýlega fjallaði ég um þann mikla mun sem greiddur er fyrir uppsjávarfisk m.a. kolmunna, loðnu og makríl sem veiddur er á sömu slóðum á sama tíma, sem seldur er til tengdra aðila á Íslandi annars vegar og hins vegar í Færeyjum. Þetta lága verð hér á landi hefur bein áhrif á laun sjómanna, veiðigjöldin, hafnargjöld og útsvar sveitarfélaga svo eitthvað sé tínt til. Skoðun 24.3.2025 14:00
Merkið stendur þó maðurinn falli Í upphafi ofsóknanna á Ásthildi Lóu Þórsdóttur vakti ég athygli á að gjörningur hennar braut ekki nein lög í landinu, - það var aldrei neitt afbrot, níðið var bara rætinn uppspuni um ekki neitt. Skoðun 24.3.2025 13:30
Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Lífið sem döff einstaklingur felur oft í sér áskoranir, en aðgengi að táknmálstúlka getur snúið við þessari mynd. Þegar við fáum ekki túlkaþjónustu verður veruleiki okkar einangraður. Skoðun 24.3.2025 13:01