Skoðun

Fréttamynd

Þegar sam­hengi breytist – og orð­ræðan með

Bogi Ragnarsson

Í febrúar á síðasta ári var fjallað ítarlega um biðlaun fyrrverandi formanns VR, Ragnars Þórs Ingólfssonar. Þar kom fram að í ráðningarsamningi VR hefði verið kveðið á um að hann ætti rétt á sex mánaða biðlaunum eftir starfslok.

Skoðun

Fréttir í tímaröð

Fréttamynd

Íþróttaskuld

Þegar ég sat við morgunverðarborðið með kaffibollann minn á næstsíðasta degi síðasta árs þá rak ég augun í stutta forsíðufrétt í Morgunblaðinu varðandi kvikmyndagerð á Íslandi. Fyrirsögnin var “Endurgreiðslur aldrei verið hærri” . Það fyrsta sem kom upp í hugann var, vel gert íslenskur kvikmyndaiðnaður!

Skoðun
Fréttamynd

Ný kyn­slóð

Alla ævi hef ég gert grín að frambjóðendum. Þegar venjulegt fólk gengur til liðs við þennan þjóðflokk verður það umsvifalaust 30% hressara, fer út að hlaupa strategískt á móti umferð á Sæbraut á álagstímum, setur upp pottaplan í mismunandi sundlaugum og mætir í Bónus á annatíma í stað þess að Wolta eins og venjulegt fólk.

Skoðun
Fréttamynd

Manst þú eftir hverfinu þínu?

Breiðholtið í kringum 1980 var algjör draumastaður til að búa á. Að minnsta kosti ef maður var sjö ára með grasgrænu á buxunum og mamma kallaði af svölunum í Suðurhólunum að það væri kominn kvöldmatur. Ég held það hafi verið gaman hjá fullorðna fólkinu líka.

Skoðun
Fréttamynd

Málið of stórt fyrir þjóðina

Málið varðandi bókun 35 við EES-samninginn er of stórt til þess að afstaða almennings hafi áhrif á áform ríkisstjórnarinna um að koma frumvarpi um það í gegnum Alþingi. Þetta var haft eftir Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur, utanríkisráðherra og formanni Viðreisnar, í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins 7. janúar síðastliðinn. 

Skoðun
Fréttamynd

Sjálf­stæðis­flokkurinn yfir­gefur okkur

Sjálfstæðisflokkurinn hefur verið burðarvirkið í íslenskri pólitík á mínu lífskeiði. Hann hefur lengst af verið eini hægri flokkur landsins og í mínu tilfelli eini valkosturinn fyrir mínar pólitísku skoðanir. Ég hef því alltaf verið sjálfstæðismaður og alltaf kosið flokkinn.

Skoðun
Fréttamynd

„Múslimahjörðin“ að taka yfir Ís­land?

„Ótti er ekki í elskunni“ ritar höfundur Fyrsta bréfs Jóhannesar hins almenna er hann talar um kærleika Drottins sem opinberaður er í Jesú Kristi. Í bréfinu, sem er að finna í Nýja testamentinu, er gríska orðið φόβος (fóbos) þýtt sem ótti.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum hjartað í boltanum

Nú styttist óðum í Evrópumót karla í handbolta og enn á ný sendum við íslenskt landslið til leiks á stærsta sviðinu. Það er ekki sjálfgefið, en það er orðinn hluti af sterkri og ómissandi hefð.

Skoðun
Fréttamynd

Ára­móta­heit sem endast

Áramótin vekja gjarnan upp hugsanir um markmiðasetningu, breytingar og nýtt upphaf. Það streyma inn tilboðin og áskriftir í gegnum miðlana og auglýsingar allt í kringum okkur, sem gefa til kynna að nú sé tími til kominn að gera breytingar og bæta sig.

Skoðun
Fréttamynd

Vernd hvala er þjóðaröryggis­mál

Þann 22. janúar verður mál tveggja hafverndarkvenna, Anahita Babaei og Elissa Phillips, tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Þar verða þær ákærðar fyrir að klifra upp í mastur tveggja hvalveiðiskipa í september 2023 og koma tímabundið í veg fyrir dráp langreyða.

Skoðun
Fréttamynd

Tíma­bært að koma böndum á gjald­skyldu­frum­skóginn

Stöðum þar sem innheimt eru bílastæðagjöld hefur fjölgað ört undanfarin ár. Samhliða hefur þeim fyrirtækjum fjölgað sem bjóða upp á tæknilegar lausnir og þjónustu við gjaldtökuna og á sama tíma höfum við ítrekað heyrt frá neytendum sem kvarta yfir viðskiptaháttum á gjaldskyldum bílastæðum, skorti á upplýsingum, merkingum og handahófskenndri framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Upp­gjöf í barnamálum

Það er ljóst að breytingar í leikskólakerfinu eru óumflýjanlegar. En áður en rætt er um gjaldskrár, opnunartíma eða skipulagsbreytingar þurfum við að staldra við og spyrja okkur: Hvert erum við eiginlega að stefna sem samfélag?

Skoðun
Fréttamynd

Að óttast að það verði sem orðið er

Sagt hefur verið að það sem við óttumst mest hafi nú þegar gerst. Það má túlka þessa setningu á marga vegu, en þessa dagana hefur hún komið upp í hugann í tengslum við umræðuna um yfirlýst áform ríkisstjórnar Bandaríkjanna um að yfirtaka Grænland.

Skoðun
Fréttamynd

Börnin okkar eiga betra skilið en ó­kunnugar af­leysingar

Mannekluvandi leikskóla Reykjavíkurborgar hefur nú verið viðvarandi í fjölda ára. Viðbrögð borgarinnar við vandanum eru afskaplega aum en innan borgarinnar er starfandi svokölluð afleysingastofa með starfsfólk sem stekkur inn í þau störf sem þarf að leysa.

Skoðun
Fréttamynd

Að nýta at­vinnu­stefnu til að móta hag­vöxt

Evrópa stendur á tímamótum í efnahagsmálum. Sú skipan sem mótaði fjóra áratugi alþjóðaviðskipta og fjárfestinga eftir lok kalda stríðsins er að riðlast. Bandaríkin, sem áður voru helsti málsvari svokallaðra frjálsra markaða, hörfa nú inn í verndarhyggju, beita tollum sem pólitísku vopni og krefjast þess að bandamenn velji sér lið.

Skoðun
Fréttamynd

Villi er allt sem þarf

Fram undan er mikilvægt prófkjör í Reykjanesbæ þar sem Sjálfstæðisflokkurinn velur sér nýjan oddvita, leiðtoga sem á að leiða flokkinn og bæinn inn í framtíðina. Fyrir mig sem ungan mann í Reykjanesbæ er valið skýrt: Ég kýs Vilhjálm Árnason til að leiða okkur sem bæjarstjóri inn í nýja tíma.

Skoðun
Fréttamynd

At­vinnu­þátt­taka eldra fólks og sjálfbærni

Hugtakið sjálfbærni er oftast notað yfir auðlindir náttúrunnar. En sjálfbærni snýst líka um fólkið sem býr í landinu, um samfélagsgerðina, heilsu og vellíðan og hvernig við búum að og nýtum mannauðinn sem við eigum.

Skoðun
Fréttamynd

Manna­sættir

Það var sagt um Steingrím Hermannsson fyrrverandi forsætisráðherra að hann væri „mannasættir.“ Þetta þykir mér fallega sagt. Í rauninni má segja að betri ummæli um stjórnmálamann séu vandfundinn. Í orðinu fellst nefnilega kjarninn lýðræðisfyrirkomulaginu sem okkur öllum er svo kært.

Skoðun