Skoðun

Orka, lofts­lag og náttúra

Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar

Orðræðan í samfélaginu um orkumál hefur tekið breytingum á undanförnum misserum. Hún gengur sífellt meira út á að það eina sem þurfi til að ná árangri í loftslagsmálum sé aukin orkuöflun, í miklu mæli og helst án tafar. Þessu er ég ósammála enda um mikla einföldun að ræða. Loftslagsmál ná til mun fleiri þátta en orkuöflunar, auk þess sem taka þarf ríkt tillit til bæði faglegra sjónarmiða og náttúruverndar við alla orkuöflun.

Skoðun

Vor­leysingar vitundarinnar á ævi­kvöldinu

Matthildur Björnsdóttir skrifar

Móttökutæki reynslu í líkama okkar eru mun flóknari, en lengi var talið. Ég man ekki eftir að talað væri um undirvitundina. Hvað þá að það væru fleiri en ein slík víruð þarna inni, eins og vitað er í dag. Og Carl Jung vissi fyrir löngu. Rök-hyggju-deild heilans var séð sem það eina mikilvæga.

Skoðun

Nærandi ferða­þjónusta

Hildur Guðbjörg Kristjánsdóttir skrifar

Nærandi ferðaþjónusta (e. Regenerative tourism) hefur verið áberandi í umræðunni síðustu ár um heim allan. Hugtakið fjallar í stuttu máli um að ferðaþjónustufyrirtæki og gestir þeirra hafi jákvæð áhrif á nærumhverfi sitt og náttúru.

Skoðun

Boð­skapur frá for­seta­fram­bjóðanda

Ásdís Rán Gunnarsdóttir skrifar

Það hafa kannski margir klórað sér í hausnum yfir þátttöku minni í forsetakosningunum þar sem ég stíg nú eins og landkönnuður á nýjum slóðum og tek með mér ný og fersk sjónarhorn, smá húmor og djúpstæða trú á mátt hins ómögulega.

Skoðun

Opin­ber um­ræða fyrir hvern?

Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Helgi Áss Grétarsson, lögfræðingur og borgarfulltrúi, stígur á þessum bjarta mánudagsmorgni fram á ritvöllinn til þess að ræða hormónabælandi meðferðir sem trans börn og ungmenni geta fengið af hálfu heilbrigðiskerfisins. Í þetta sinn er það á grundvelli Cass review, sem er skýrsla sem unnin var í Bretlandi og birt fyrir helgi.

Skoðun

„Þetta reddast!“

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn í borgarstjórn lagði nýverið til að hefja grunnskólann árinu fyrr til að stoppa í starfsmannaveltugat leikskólanna. Mér finnst sú forsenda vera veik stoð fyrir grundvallarbreytingu á skólakerfinu þó markmiðið sé verðugt.

Skoðun

Er fatlað fólk í geymslunni þinni?

Kjartan Þór Ingason skrifar

Dót og glingur í geymslum landsmanna er eflaust jafn fjölbreytt og fjölskyldur í landinu eru margar. Ég ætla þó að vera svo djarfur að fullyrða að í öllum geymslum má finna að minnsta kosti einn hlut sem ekki hefur litið dagsins ljós í mörg ár þrátt fyrir ítrekuð loforð um úrbætur, t.d. ketilbjöllurnar sem voru keyptar á covid tímanum.

Skoðun

Virkjum fé­lagsauð Fjarða­byggðar

Birgir Jónsson og Þórdís Mjöll Benediktsdóttir skrifa

Sveitarfélög eiga að vera það stjórnvald sem stendur fólki næst. Við sem störfum að sveitarstjórnarmálum í Fjarðabyggð sem telur meira en fimm þúsund íbúa leitum sífellt leiða til virkrar lýðræðislegar þátttöku og nýtingar félagsauðs til að styrkja samfélag til góðra verka.

Skoðun

Fast­eigna­skattur í Reykja­vík fer með himin­skautum

Pétur Kristjánsson skrifar

Eftir enn eina stökkbreytinguna á fasteignagjöldum Reykjavíkurborgar aflaði ég mér upplýsinga um þróun fasteignaskatts og fasteignamats á húseign minni að Skógarseli 25 og bar saman við þróun verðlags. Ég setti þetta upp í excel-skjal svo skoða mætti þetta skilmerkilega síðastliðin 14 ár.

Skoðun

Sam­kennd og skóla­starf

Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar

Hvernig ætli samkennd geti stuðlað að betri líðan og námsárangri hjá börnum? Í nútímaskólastarfi er einstaklingsmiðuð nálgun mikilvæg til að börn þroskist og dafni. Öll erum við ólík og við tökumst á við þær áskoranir sem koma upp í daglegu lífi á mismunandi hátt. Það má ekki gleyma því þegar kemur að börnum.

Skoðun

Vinnu­markaður án að­greiningar, útópía nú­tíma­stefnu

Erica do Carmo Ólason skrifar

Nýlega sendi Múlalundur frá sér tilkynningu um breytingar á rekstri sem felast m.a. í því að öllum starfsmönnum með skerta starfsgetu verði sagt upp. Ástæða þessara breytinga var sögð vera stefna Sameinuðu þjóðanna um að vinnumarkaður eigi að vera staður án aðgreiningar og allir þurfi að fá tækifæri til þess að starfa á almennum vinnumarkaði óháð færni.

Skoðun

Ég er á­nægð að vera hætt með Rapyd

Ragnheiður Jóna Grétarsdóttir Leví skrifar

Ég rek ferðaþjónustufyrirtækið Mývatn Tours í Mývatnssveit ásamt manninum mínum. Við vorum með samning við Rapyd um færsluhirðingu þangað til við heyrðum að stofnandi og forstjóri Rapyd á heimsvísu hefði lýst yfir stuðningi við árásirnar á Gaza.

Skoðun

For­dæmi Katrínar

Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Tveir forsetar lýðveldisins voru þingmenn þegar þeir buðu sig fram til að gegna embættinu og höfðu auk þess báðir verið ráðherrar áður, þeir Ólafur Ragnar Grímsson og Ásgeir Ásgeirsson. Hvorugur þeirra sagði af sér þingmennsku fyrr en fyrir lá að þeir hefðu náð kjöri.

Skoðun

Ruglið kringum Bjarna Ben

Birgir Dýrfjörð skrifar

Í kosningum til Alþingis árið 2021 voru rúmlega 203 þúsund kjósendur. Af þeim 203 þús. voru 166 þús. yfirlýstir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins, sem var þá eins og nú undir forustu Bjarna Benediktssonar. Þeir kusu allir aðra flokka.

Skoðun

Er í lagi að nota kyn­hormóna­bælandi lyfja­með­ferð fyrir börn og ung­menni?

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Er kynhormónabælandi lyfjameðferð, sem notuð er til að meðhöndla börn og ungmenni með kynama, afturkræf? Svarið við þessari spurningu skiptir máli hér á landi en á árunum 2011–2022 fengu 55 börn á Íslandi meðferð af þessu tagi, sbr. til dæmis umfjöllun á mbl.is hinn 25. mars síðastliðinn (Börnum í transteymi BUGL hefur fjölgað umtalsvert).

Skoðun

Eirkatlar og steypa

Sigurlín Bjarney Gísladóttir skrifar

Á 17. öld var mikil þörf fyrir eirkatla og það þótti sérstaklega gott að elda mat í þessum kötlum. Þeir voru hins vegar dýrir og efnameiri einstaklingar byrjuðu að leigja katlana sína út til þeirra sem höfðu minna á milli handanna. 

Skoðun

Ó­aftur­kræf mis­tök

Auður Axelsdóttir skrifar

Að undanförnu hafa borist fréttir af því að Múlalundi verði lokað. Múlalundur er starfræktur á vegum SÍBS á lóð Reykjalundar í Mosfellsbæ og er m.a. vinnustaður fyrir einstaklinga með skerta starfsorku. Hjá Múlalundi eru framleiddar vörur sem flest okkar nota í daglega lífinu. Áform um að loka þessum vinnustað eru afar sorleg að mínu mati og í raun hef ég áhyggjur af því að hér sé verið að gera óafturkræf mistök.

Skoðun

Blekkingin um af­skipta­leysi ráð­herra af rekstri Lands­bankans

Stefán Ólafsson skrifar

Bankasýslan var sett á stofn til að tryggja aðskilnað stjórnmála frá rekstrarákvörðunum banka í eigu ríkisins í kjölfar bankahrunsins 2008 (svokallað "armslengdar-fyrirkomulag"). Þetta var hugsað þannig að bankar í eigu ríkisins væru einfaldlega reknir á sömu forsendum og einkabankar og ættu að standa sig í samkeppninni á bankamarkaðinum - án afskipta stjórnmálamanna.

Skoðun

Frelsið er yndis­legt

Birgir Birgisson skrifar

Það er fátt betra fyrir manneskjuna en finna það á áþreifanlegan hátt að hún njóti frelsis. Það eru fáir hlutir sem veita þessi frelsistilfinningu betur en gott reiðhjól. Sérstaklega þegar börn eiga í hlut. Að verða sjálfbær í því að komast á milli staða, skreppa í heimsókn til vinanna, fara í landkönnun um hverfið sitt og næsta nágrenni og jafnvel út í villta náttúru er líklega stærsta stökk í persónufrelsi sem ung börn geta upplifað. Á fallegum sumardegi er einfaldlega fátt betra en góður hjólatúr.

Skoðun

Mælum með fjöl­breytni

Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar

Áttu eftir að mæla með til forseta? Íhugaðu hvaða vald þú hefur í hendi þér.

Skoðun

Dánar­að­stoð: Hvers vegna skilar Lækna­fé­lag Ís­lands auðu?

Ingrid Kuhlman,Bjarni Jónsson,Sylviane Lecoulte,Steinar Harðarson,Veturliði Þór Stefánsson og Íris Davíðsdóttir skrifa

Miðvikudaginn 27. mars sl. var dánaraðstoð umfjöllunarefnið í Pallborðinu á Vísi. Gestir þáttarins voru Steinunn Þórðardóttir, formaður Læknafélags Íslands, Henry Alexander Henrysson siðfræðingur og Ingrid Kuhlman, formaður Lífsvirðingar.

Skoðun

Mann­réttinda­brot

Hjördís Ýrr Skúladóttir skrifar

Góði guð, móðir jörð, æðri máttur eða hver sem öllu ræður.

Skoðun

Raf­orku­öryggi til fram­tíðar

Hafsteinn Gunnarsson skrifar

Öruggt raforkuframboð og flutningskerfi um landið er undirstaða fyrir öruggum rekstri fyrirtækja, stofnanna, landbúnaðar og orkuskiptum næstu ára. Bæði á landsbyggðinni og höfuðborgarsvæðinu.

Skoðun

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar?

Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir og Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifa

Mun Bjark­ey Ol­sen Gunnars­dóttir banna hval­veiðar eða gefa út nýtt leyfi?Staðan í dag er sú að Matvælastofnun sem sektaði Hval hf. fyrir brot á dýravelferðarlögum þegar 30 mínútur liðu milli skota á langreyði september í fyrra vinnur nú að skýrslu um veiðarnar á síðasta ári. Væntanlega verður hún gefin út fljótlega.

Skoðun

Aug­lýst er eftir endur­reisn fram­halds­skólans

Guðjón Hreinn Hauksson skrifar

Hann var ansi góður þátturinn um málefni framhaldsskólans á Torginu á Rúv í gærkvöldi. Formaður Félags framhaldsskólakennara er vissulega eyðilagður yfir að hafa ekki getað mætt til leiks en formaður Kennarasambandsins leysti verkefnið afskaplega vel fyrir hönd framhaldsskólans.

Skoðun