Skoðun

Líf­laus fjöl­breyti­leiki

Bergvin Oddsson skrifar

Nú í dymbilvikunni fór fram stjórnarkjör Heimdalls, félags ungra Sjálfstæðismanna í Reykjavík. Ég óska ný kjörnum formanni Júlíusi Viggó Ólafssyni sem sigraði með naumindum til hamingju með kjörið.

Skoðun

Lög­varinn réttur og við­varandi of­beldi

Aníta Runólfsdóttir skrifar

Samþykkt var á Alþingi árið 2018 breytingu á barnalögum nr. 76/2003. Í 10. gr. viðkomandi laga segir að stefnandi faðernismáls getur verið barnið sjálft, móðir þess eða maður sem telur sig föður barns að undanskyldu hafi barnið verið getið með gjafasæði eins og lýst er í 4.mgr. 6.gr.

Skoðun

Falskur tónn sleginn í Ár­borg

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Fyrir ári síðan eða í lok sl. kjörtímabils var samþykkt á bæjarstjórnarfundi að ganga til samstarfs við KPMG um árangurstjórnun í fjármálum sveitarfélagsins. Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins kusu gegn tillögunni og óskuðu eftir frestun málsins. Nú kveður við annan tón, sem betur fer.

Skoðun

Íslensk matvara á páskum 2024

Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar

Formaður Viðreisnar er framsýn kona og hugsar til framtíðar, þar viljum við öll vera. Hún undirstrikar það í grein sinni á Vísi í gær. Viðreisn horfir stíft til Evrópusambandsins þar sem sólin virðist skína skærar og verndartollar eru ekki til, eða hvað?

Skoðun

Hver verður kross­festur næst?

Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar

Í einstöku blíðviðri í febrúar hélt ég spenntur á fyrirlestur í Lögbergi. Það er ekki á hverjum degi sem Gísli Guðjónsson réttarsálfræðingur miðlar af þekkingu sinni og reynslu inn í þjóðarháskólann.

Skoðun

Að greina gervi­greind

Þórhallur Magnússon skrifar

Mikið hefur verið rætt og ritað um háskólana á síðustu vikum og hefur hugvísindafólk minnt á stöðu þeirra sem sjálfstæðar stofnanir sem hafa það hlutverk að þróa nýja þekkingu í gegnum rannsóknarstarf. Má ætla að hér sé verið að bregðast við nýjum áherslum háskólaráðherra á STEAM greinarnar, þ.e. vísindi, tækni, verkfræði, listir og stærðfræði, og tengingu þeirra við atvinnulífið.

Skoðun

Á­skoranir máls­vara Gyðinga

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Undanfarin fjögur ár hafa pistlar mínir birst með reglulegu millibili hér í skoðanadálkinum. Ég hef valið mér ýmis viðfangsefni en aðallega hef ég þó reynt að rétta hlut Gyðinga og Ísraels í umræðunni sem hefur oft verið óvægin í þeirra garð.

Skoðun

Gömul saga og ný

Guðbrandur Einarsson skrifar

Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hin fyrri settist að völdum 30. nóvember 2017. Það tók hins vegar bara tvö ár fyrir þessa ríkisstjórn að keyra ríkissjóð í halla og það varð henni til happs að alheimsfaraldur skyldi skella á og hægt var að dæla fjármunum úr ríkissjóði út og suður. Kjósendur fyrirgáfu það fljótt og vel, það var jú Covid.

Skoðun

Liðskiptiaðgerðir og réttindi sjúklinga

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Á dögunum bárust fréttir af því að Sjúkratryggingar Íslands höfðu samið um framkvæmd liðskiptiaðgerða við tvö einkarekin fyrirtæki á sviði heilbrigðisþjónustu. Um er að ræða fyrirtækin Klíníkina við Ármúla og Cosan slf. sem aðsetur hefur í Handlæknastöðinni Glæsibæ.

Skoðun

Opið bréf til íslensks almennings

Ragnar Erling Hermannsson skrifar

Kæru Íslendingar og samlandar. Mig langar að hefja þetta bréf á því að óska öllum gleðilegrar hátíðar. Það er von mín að flestir séu að eiga ánægjulegar stundir í faðmi fjölskyldu og ástvina. Það eru lífsgæði sem ég óska öllum og samgleðst innilega fyrir hönd ykkar að eiga í hlý hús að venda og í faðm þeirra sem elska ykkur. 

Skoðun

Norður-Írar á varðbergi yfir páskana

Helgi Steinar Gunnlaugsson skrifar

Í gær voru liðin 25 ár frá því að föstudagssáttmálinn var undirritaður á Norður-Írlandi. Friðarsáttmálinn, sem kenndur er við föstudaginn langa (e. The Good Friday Agreement), var undirritaður árið 1998 og batt hann enda á þriggja áratuga löngu stríði milli írskra kaþólska þjóðernissinna og breska mótmælendur sem varð 3.600 manns að bana.

Skoðun

Einokunarlausir páskar 2024

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Það fylgir því sérstök blanda af undrun með vott af skelfingu að borga fyrir mat á Íslandi. Verndartollar eru hærri hér en í þeim löndum sem við berum okkur saman við, sem aftur veldur því að matarkarfan hér er dýrari en annars staðar. Með verndartollum komast fyrirtæki eins og Mjólkursamsalan í einokunarstöðu þar sem innflutt mjólkur- og undanrennuduft, sem notað er í alls konar matvælaframleiðslu, verður margfalt dýrara. Til viðbótar hefur fyrirtækið sérstaka undanþágu frá almennum samkeppnisreglum; hentugleikar sem öðrum atvinnurekendum býðst reyndar ekki.

Skoðun

Andinn & efnið

Árni Már Jensson skrifar

Er það ekki verðugt umhugsunarefni að á lægsta tímapunkti mannlegrar tilveru verður efnisheimurinn að engu í huga mannsins?

Skoðun

Edda Falak áfrýjar til Landsréttar

Sahara Rós Ívarsdóttir skrifar

Nú á dögunum var dæmt í máli móður sem kærði Eddu Falak fyrir brot á friðhelgi einkalífs síns. Brotið fólst í því að spila hljóðupptöku af samskiptum móðurinnar við dóttur sína í þættinum Eigin konur undir stjórn Eddu. Þegar fyrirsögn fréttarinnar um málið, „Edda Falak braut lög“, birtist í fjölmiðlum sáu eflaust margir enn eitt tækifærið til að hjóla í Eddu. Þó hefur þetta mál að mínu mati lítið sem ekkert með Eddu Falak að gera og snýst raunverulega um meint ofbeldi móður í garð barns síns. Ég trúi að margir deili reynslu konunnar og óttist að fá kæru skyldu þeir stíga fram með sína sögu og einmitt þess vegna er mikilvægt að vekja athygli á kærumáli umræddrar móður.

Skoðun

Hvers á kerling að gjalda?

Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar

Tungumálið er ekki eingöngu samansafn orða til að gera sig skiljanlega(n). Það endurspeglar viðhorf og felur í sér vald. Taka má sem dæmi þau ólíku viðhorf til Nató sem felast í því að kalla það annars vegar hernaðarbandalag og hins vegar varnarbandalag eða jafnvel friðarbandalag.

Skoðun

Ein róttæk hugmynd um breytt páskafrí

Jón Þorvaldur Heiðarsson skrifar

Ég legg til að við gerum róttæka breytingu á fríinu sem við fáum um páska. Þar eru nokkur atriði sem valda. Í fyrsta lagi stappar það nærri brjálæði hvernig tímasetning páska er ákveðin. Þeir geta verið einhversstaða í glugga sem er víðari en heill mánuður. Hugsið ykkur ef jólin væru einversstaðar á bilinu 10. des til 10. jan, mismunandi ár hvert. Mismunandi tímasetning páska er óhentug fyrir margt í þjóðlífinu. Skólastarf á vorönn er t.d. erfiðara en ella vegna síbreytilegra páska frá ári til árs.

Skoðun

Þing­for­seti fer í blóra við lög um þing­sköp – Hvað er til ráða?

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Baráttan um birtingu greinargerðar setts ríkisendurskoðanda um Lindarhvol hefur nú staðið í á fimmta ár. Jafnlengi hefur greinarhöfundur barist fyrir birtingu hennar á tvennum vígstöðvum þ.e. í forsætisnefnd með aðstoð hluta af fulltrúum stjórnarandstöðunnar og lengst af einn í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd.

Skoðun

Fordómar af gáleysi

Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar

Flest gerum við okkur far um að koma vel fram við annað fólk og sýna hvert öðru virðingu. Samfélagsgerðin og þær upplýsingar sem við höfum fengið úr umhverfinu allt okkar líf ýta þó oft undir rótgróin fordómafull viðhorf gagnvart ákveðnum hópum samfélagsins, sem við þurfum sífellt að vera meðvituð um og berjast á móti. Samfélagsmiðlar eru þar sannarlega ekki undanskildir.

Skoðun

Langþráð úttekt á tryggingamarkaði

Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar

Neytendasamtökin fögnuðu nýverið 70 ára afmæli, eða þann 23. mars síðastliðinn. Í tilefni af þeim tímamótum afhenti Lilja Dögg Alfreðsdóttir menningar- og viðskiptaráðherra, sem jafnframt er ráðherra neytendamála, Neytendasamtökunum veglegan styrk til að styðja við ítarlega úttekt á tryggingamarkaði hér á landi.

Skoðun

Kulnun - stýrir orðfærið ástandinu?

Snædís Eva Sigurðardóttir og Sigrún Ása Þórðardóttir skrifa

Kulnunarhugtakið hefur verið fólki hugleikið um nokkurt skeið og var meðal annars valið orð ársins árið 2018. Í orðfæri Íslendinga hingað til hefur það vísað til þess ástands og líðan þeirra sem hafa þurft á veikindaleyfi að halda í kjölfar mikils álags í langan tíma.

Skoðun

Betur gert, flokkað og merkt!

Hugrún Geirsdóttir skrifar

Nú flokkar þú úrganginn þinn á einfaldan og skilvirkan hátt. Nú borgar þú lægra gjald fyrir úrganginn þinn með því að draga úr magni hans og flokka betur. Nú flokkar þú eftir sömu flokkunarmerkingum hvort sem þú ert á Kópaskeri eða í Kópavogi. Það á að vera létt að gera betur í flokkun og endurvinnslu og með innleiðingu á hringrásarlögunum mun það verða einfaldara. Ekki seinna (umhverfis)vænna!

Skoðun

Um gróða dagvöruverslana

Andrés Magnússon skrifar

Umræðan um ofurgróða fyrirtækja í dagvöruverslun er ekki ný af nálinni. Sú umræða hefur sprottið upp með reglubundnum hætti svo lengi sem undirritaður hefur fylgst með, sem er orðinn drjúgur tími. Ýmsir hafa þar lagt orð í belg, en fullyrða má að sá aðili sem hefur haft sig mest frammi á þessu sviði er verðlagseftirlit ASÍ.

Skoðun

Elskum öll!

Margrét Tryggvadóttir skrifar

Heimurinn sem við búum í er dásamlegur á svo margan hátt. En hann getur líka verið flókinn og erfiður, þrátt fyrir alla þá tækni og þægindi sem við njótum í daglegu lífi. Við vitum að tækni getur auðveldað líf fólks og fyrirtækja og skapað aukin verðmæti. En við þurfum að kunna að umgangast tæknina og passa að hún stjórni okkur ekki, ýti ekki undir fordóma eða hafi slæm áhrif á líðan okkar.

Skoðun

Hvað eiga Ís­land, Mó­sambík og Kongó sam­eigin­legt?

Gunnar Úlfarsson skrifar

Ísland framleiðir mest af raforku í heimi miðað við íbúafjölda. Framkvæmdastjóri Landverndar birti nýverið grein sem dregur upp dökka mynd af stöðu orkumála á Íslandi. Af skrifunum að dæma mætti telja að um sé að ræða svartan blett á safni „höfðatöluheimsmeta“ Íslands en svo er ekki.

Skoðun

Sjálf­­stæðis­­flokkurinn er skað­ræðis­­skepna - Fyrst hænu­skref, svo net­sala á­fengis

Jón Snorri Ásgeirsson skrifar

Sjálfstæðisflokkurinn hefur stefnt að því afar lengi að sala áfengis verði tekin úr höndum hins opinbera og afhent einkaaðilum. Eins og allir sjá hefur áhugi hans og ákefð magnast mikið þótt á undangengnum áratugum hafi sífellt komið betur og betur í ljós hvernig stóraukið framboð sem hlýst af slíkum ráðstöfunum leiðir af sér vaxandi áfengisböl og ýmsan annan óskunda.

Skoðun

Orkan í orkuskiptum

Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar

Orkuþörf í tengslum við fyrirhuguð og nauðsynleg orkuskipti á Íslandi hefur mikið verið í umræðunni undanfarið. Ný orkuþörf tengist þó ekki bara orkuskiptum enda er eitt sem er sameiginlegt allri nýrri uppbyggingu, hvort sem hún tengist íbúðarhúsnæði eða atvinnulífi, en það er að öll uppbygging þarf einfaldlega rafmagn.

Skoðun

Evrópumeistarar með yfirdrátt

Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar

„Vandi okkar er sá að við höfum dálítið tapað trú fólks á að við náum verðbólgunni niður. Það verður að breytast“, sagði fjármálaráðherra þegar hann kynnti fjármálaáætlun sína í síðustu viku. Nú þegar áætlunin hefur verið kynnt blasir við að staðan er óbreytt.

Skoðun

Fjár­mála­á­ætlun án fram­tíðar­sýnar fyrir ís­lensku­kennslu

Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Langstærsta áskorun íslenskunnar um þessar mundir og á næstu árum er mikil fjölgun íbúa með annað móðurmál en íslensku. Í haust varð töluverð umræða um nauðsyn þess að efla kennslu í íslensku sem öðru máli og þá lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni að það hefði „alls ekki verið nóg gert í því að styðja við íslenskukennslu fyrir útlendinga“.

Skoðun