Skoðun

Lengra en Strikið

Pawel Bartoszek skrifar

Það er stefna okkar í Viðreisn að færa göngugötuna ofar, upp fyrir Vitastíg og alla leið upp að Barónsstíg. Það ætlum við að gera á næsta kjörtímabili.

Skoðun

Menningar­sögu fargað í Hafnar­firði?

Árni Matthíasson og Árni Áskelsson skrifa

Þó margt sé vel gert í Hafnarfirði þá situr iðulega það á hakanum sem ekki er hægt að verðmerkja eða reikna út i krónum og aurum. Þar á meðal eru menningarmál, til að mynda staða leikfélaganna í Hafnarfirði: Leikfélags Hafnarfjarðar, sem er á hrakhólum, og Gaflaraleikhússins, sem verður brátt á hrakhólum, ef svo fer sem horfir.

Skoðun

Fækkar konum í bæjar­stjórn Hafnar­fjarðar?

Orri Björnsson skrifar

Það er áhugavert að skoða framboðslista flokkanna í Hafnarfirði. Það fyrsta sem vekur athygli er að aðeins ein kona er oddviti flokks, það er Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri og leiðtogi okkar Sjálfstæðismanna.

Skoðun

Foreldraútilokun - falið vandamál?

Róbert Bragason skrifar

Flestir foreldrar geta verið sammála um það að samverustundir með börnunum eru eitthvað það mikilvægasta sem þeir eiga. Hvort sem það eru kósí-kvöld í sófanum, fjallaferðir, sumarfrí á Kanarí, nú eða bara aðstoð við heimalærdóm, þá eru þetta stundirnar þar sem tengslin eflast og dýrmætar minningar verða til. En það eru ekki allir foreldrar svo heppnir að geta gengið að slíku vísu.

Skoðun

Engan þarf að öfunda

Gísli Rafn Ólafsson skrifar

Spilling getur tekið á sig ýmsar birtingarmyndir – sumar ljósar, aðrar lúmskar. Það er spilling þegar löggæslufólk tekur við mútum, eins og tíðkast sumsstaðar í heiminum. Lögreglan stöðvar bílinn þinn og segir að þú hafir brotið umferðarlög – en að þú getir sloppið við að fara fyrir dómara ef þú borgar smávægilega “sekt” sem lögreglumaðurinn stingur svo í vasann.

Skoðun

Er heita vatnið hjá Selfossveitum að klárast?

Tómas Ellert Tómasson skrifar

Stutta svarið við spurningunni er nei. Þó svo svarið við spurningunni sé nei, að þá er nú reynt að skapa hávaðaumræðu um stöðu orkuöflunar Selfossveitna og framboð á heitu vatni sem er í engum takti við raunveruleikann

Skoðun

Bætum nætur­lífið í mið­bænum

Kolbrún Baldursdóttir skrifar

Í grein minni sem birtist í Morgunblaðinu 20. apríl sl. sagði ég frá því að árið 2018 lagði Flokkur fólksins fram tillögu um að borgin tryggði eftirlit með framkvæmd reglugerðar um hávaðamengun í borginni og að henni yrði fylgt til hins ýtrasta.

Skoðun

Sterkari saman

Jóhanna M. Þorvaldsdóttir skrifar

Það eru ekki mörg sveitarfélög sem geta státað sig af því að hafa námsframboð á öllum skólastigum. Sveitarfélagið okkar, Borgarbyggð, býr svo vel að hafa fimm leikskóla, tvo grunnskóla, menntaskóla og tvo háskóla. Innra starf hvers skóla er einstakt þar sem þeir hafa í gegnum tíðina mótað eigin áherslur hver fyrir sig og í samstarfi við aðra.

Skoðun

Ferskir vindar fyrir Garða­bæ með Við­reisn

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Við í Viðreisn viljum sjá Garðabæ vaxa sem sanngjarnt samfélag. En hvað er sanngjarnt? Fyrir sveitarfélag sem stendur fjárhagslega vel, líkt og Garðabær, er sanngjarnt að öll lögbundin þjónusta sé framúrskarandi.

Skoðun

Einka­væðingin „stór­kost­legt tæki­færi“

Stefán Már Gunnlaugsson skrifar

Þegar meirihluti Sjálfstæðis-og Framsóknarflokks í Hafnarfirði seldi 15.42% hlut Hafnarfjarðarbæjar í HS veitum seinni hluta árs 2020, þá sagði bæjarstjórinn, Rósa Guðbjartsdóttir, að þetta væri „stórkostlegt tækifæri“ og ekki síst vegna þess að flestir Hafnfirðingar væru svo illa upplýstir, að þeir vissu ekki einu sinni, að bærinn ætti þennan hlut.

Skoðun

Lítil skref fara langt í um­hverfis­málum

Daníel Leó Ólason skrifar

Öll þekkjum við orðið umræðuna um loftslagsmál betur en handabakið á okkur og mikilvægi þess að við leggjum öll okkar af mörkum. Við vitum hversu áríðandi það er að bíða ekki til morguns heldur byrja strax í dag.

Skoðun

Fjarðabyggð fyrir öll

Kamilla Borg Hjálmarsdóttir skrifar

Notendastýrð persónuleg aðstoð er byggð á hugmyndafræðinni um sjálfstætt líf en sú hugmyndafræði gengur út á sjálfsákvörðunarrétt, jöfn tækifæri alls fólks og sjálfsvirðingu. NPA byggir einnig á mannréttindum fatlaðs fólks og réttindum þeirra til þess að lifa sjálfstæðu lífi í samfélaginu.

Skoðun

Auka­at­riðin og aðal­at­riðin

Páll Magnússon skrifar

Mér þótti athyglisvert að lesa hér á Vísi að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hefði sagt þetta á Sprengisandi í gærmorgun: „Páll Magnússon veður fram á ritvöllinn og segist hafa heyrt í manni sem skráði sig fyrir bréfum og seldi þau daginn eftir. Hvernig stendur á því að blaðamenn flytja svona vitleysu umbúðalaust og fleyta þessu áfram í umræðuna þegar allir vita að í fyrsta lagi var uppgjörsdagur á mánudegi og útboðið fór fram á þriðjudegi? Það gat enginn selt daginn eftir.“

Skoðun

Um­ferðar­stjórnun með gervi­greind

Gunnar Sær Ragnarsson skrifar

Umferðin á höfuðborgarsvæðinu er löngu sprungin. Við höfum öll upplifað hefðbundna umferðarhnúta, og þeim tímum dagsins sem þeir myndast fjölgar. Ómarkvissa núverandi umferðarstjórnunar á höfuðborgarsvæðinu sýnir sig nú á fleiri tímum en einungis kringum átta til hálf tíu á morgnana og klukkan fjögur til hálf sex á daginn.

Skoðun

Að breyta Reykja­vík

Geir Finnsson skrifar

Fátt finnst okkur frambjóðendum skemmtilegra en að tala um breytingar. Hugsanlega er það vegna þess að flestir eiga sér draum um betra líf og því auðvelt að ná til fólks og ræða um jákvæðar nýjungar, án þess endilega að fara út í einhver smáatriði varðandi það sem maður vill breyta og hvernig.

Skoðun

Á­fram menning og listir á Akur­eyri

Elsa María Guðmundsdóttir skrifar

Lífsgæði íbúa Akureyrar eru meðal annars mæld í aðgengi íbúa að fjölbreyttri menningu og listum. Í samfélaginu tengir menning okkur saman og listin, í sínum ótalmörgu myndum, þroskar okkur og nærir sem manneskjur. Styðjandi umgjörð um þessa þætti er verðugt verkefni og hlutverk sveitarfélaga stórt.

Skoðun

Má bjóða þér til Tenerife?

Hildur Björnsdóttir skrifar

Flestir geta verið sammála um að grunnþjónustu í okkar frábæru borg er ábótavant. Leikskólapláss eru af skornum skammti, ástand skólahúsnæðis ófullnægjandi, þrifum og snjómokstri ábótavant og borgarstjóra hefur meira að segja tekist að skerða þjónustustig Strætó.

Skoðun

Þörf á vandaðri stjórn­sýslu í Hvera­gerði

Njörður Sigurðsson og Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir skrifa

Þegar hugtakið stjórnsýsla sveitarfélags er notað er oftast átt við alla þá starfsemi sem sveitarfélag sinnir. Um stjórnsýslu sveitarfélaga, og í raun ríkis líka, gilda tilteknar reglur sem er að finna í gildandi lögum en um hana gilda líka siðareglur kjörinna fulltrúa og ýmsar óskrifaðar reglur sem þarf að taka tillit til við úrvinnslu verkefna sveitarfélaga.

Skoðun

Kol­efnis­hlut­laus Kópa­vogur

Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Loftslagsbreytingar af manna völdum eru raunverulegar, og hlýnun jarðar er eitt stærsta vandamál nútímans og framtíðarinnar. Þjóðir heims hafa flestar sammælst um að bregðast við og þar megum við ekki láta okkar eftir liggja.

Skoðun

Ís­landi fórnað í stundar­brjál­æði?

Ástþór Magnússon skrifar

Í nýlegri grein á erlendum vefmiðli velta menn því fyrir sér hvar sé öruggast að vera þegar kjarnorkustyrjöld brýst út. Ég segi „þegar” en ekki „ef” því frá því að skýrsla Olof Palme um kjarnorkuafvopnun kom út 1982 hafa sérfræðingar sagt að með núverandi varnarmálastefnu byggða á kjarnorkuvopnum sé það aðeins spurning um tíma hvenær einhver ýti á skothnappinn.

Skoðun

Borgarbúar skulu fá fyrsta flokks hjólastíga

Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar

Of oft þarf ég að grípa inn í tilvik þar sem mér finnst vanta upp á grænan metnað við skipulagsframkvæmdir í borginni hvort sem það er í skipulags- og samgönguráði eða borgarráði, þar sem ég sit fyrir hönd Pírata. Þó liggi fyrir metnaðarfull stefna er framkvæmdin ekki alltaf í takt við þá stefnu.

Skoðun

Aðgerðastefna gegn rasisma og fordómum fyrir réttlátara samfélag

Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar

Það er sorgleg staðreynd að á Íslandi grasseri fordómar og rasismi. Slíkir fordómar og hatur hafa mikil og neikvæð áhrif á stóran hóp fólks á Íslandi. Það er ekki bara ógagnlegt að afneita vandamálinu og gaslýsa fólk sem upplifir slíka fordóma, heldur er það einnig særandi, skaðlegt og stór hluti vandamálsins.

Skoðun

Þú skuldar 3.056.402 kr

Magnús Benediktsson skrifar

Já þú last þetta rétt. Hver og einn íbúi í Reykjavík skuldar 3.056.402 krónur samkvæmt nýjasta ársreikningi Reykjavíkurborgar. Í upphafi kjörtímabilsins 2018 námu skuldir Reykjavíkurborgar (A og B hluti) 300 milljörðum en nú hefur þessi tala aukist um 107 milljarða og stendur því heildarskuld Reykjavíkurborgar í 400 milljörðum. Sem samsvarar 3.056.402 á hvern íbúa í Reykjavík.

Skoðun

Valkvæður skortur á þekkingu

Kristinn Karl Brynjarsson skrifar

Það er athyglisvert að sjá hversu sumir stjórnarandstöðuþingmenn eru tilbúnir að ganga langt og jafnvel opinbera fákunnáttu sína, valkvætt eða ekki, vegna þess að formenn stjórnarflokkanna tilkynntu á dögunum að til stæði að leggja niður Bankasýslu ríkisins.

Skoðun

Fjar­skipti yfir far­síma í sveitum og þétt­býli Ís­lands

Jón Frímann Jónsson skrifar

Ég er áhugamaður um fjarskipti og hef verið í mörg ár. Þar á meðal fjarskipti sem fara um farsíma. Á Íslandi er staðan áhugaverð, miðað við nágrannalöndin. Þar sem fyrirtækin á Íslandi sem bjóða farsímaþjónustu virðast hafa þá stefnu að bjóða nýja þjónustu seint og illa. Þetta hefur lagast mikið undanfarin ár frá því sem þetta var áður.

Skoðun

Kópavogur er vinur minn

Gunnar Jónsson skrifar

Ég er Kópavogsbúi, fæddist á fæðingarheimili í bænum, bjó þar og sótti skóla þar til kom að háskólanámi. Þá fluttist ég til Reykjavíkur og svo til Bandaríkjanna í nokkur ár að því loknu. En ég vissi að það voru hliðarspor. Húsið mitt með stórum staf gat ég aldrei byggt annarstaðar en í Kópavogi.

Skoðun

Til hvers að kjósa Framsókn?

Ólafur Kr. Guðmundsson skrifar

Á síðasta kjörtímabili 2014 - 2018 áttu Framsókn og flugvallarvinir 2 borgarfulltrúa í Reykjavík. Það byggðist á einarðri kostningabaráttu fyrir áframhaldandi veru Reykjavíkurflugvallar í Vatnsmýri.

Skoðun