Börnin okkar Hlédís Sveinsdóttir skrifar 7. maí 2024 13:01 „Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Eurovision Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
„Það þarf heilt þorp til að ala upp barn“ er ekki gripið úr lausu lofti. Allir foreldrar þurfa að treysta á að náunginn komi vel fram við börn. Við erum með kennara, þjálfara og allskonar fagaðila sem koma að umönnun barna okkar. Svo erum við með fólk á förnum vegi sem grípa inn í og aðstoða, leiðbeina og hjálpa börnum ef þess gerist þörf. Börn eru lítil og saklaus að læra á heiminn. Brjóti einhver gegn þessum óskrifaða sáttmála um að vernda og verja öll börn lítum við það mun alvarlegri augun en þegar brotið er gegn fullorðnum. Lítil birtingarmynd þessa óskrifaða sáttmála samfélaga er mjög sýnileg til dæmis í hótel görðum þar sem blandaður hópur fólks er saman komin. Þessi sammannlega hegðun skín í gegn hjá öllum þjóðum og öllum trúarbrögðum. Hrasi barn á sundlaugarbakka bregðast aðilar í kring umsvifalaust við. Allir tilbúnir að hjálpa. Það þarf ekki einu sinni að vera fall, það er nóg að börn missi bolta út fyrir leiksvæði og eldri hjón með þreyttar mjaðmir leggja lykkju á leið sína til að sparka bolta til baka. Fólk veltir ekki fyrir sér hvaða barni það er að hjálpa, hverra þjóðar eða hverrar trúar. Börn eru börn. Það er sammannlegt með okkur að hjálpa börnum umsvifalaust. Þannig samfélagi og þannig heimi er gott að tilheyra. Það er því óskiljanlegt að í dag, á tímum þjóðarmorðs hvar 16.000 börn hafa verið myrt sé ennþá fólk sem er til í að láta eins og ekkert sé. Gott fólk sem án efa myndi hlaupa til á förnum vegi og aðstoða börn í neyð velur að meðtaka ekki kaldrifjuð morð á 70 börnum á dag. Þó hefur það haft meira en hálft ár til þess. Sama fólk velur að fagna lífinu með gerandanum í söng partý og hvítþvo gerandann í leiðinni. Upphaflega var boðið í umrætt Evrópskt söngpartýi til að sameinast í nafni friðar eftir seinni heimsstyrjöld. Síðar var fleirum boðið og í dag er stærsti kostunaraðilinn frá landi sem ekki er í Evrópu og stjórnvöld þess lands hafa gerst brotlegt við alþjóðalög, ástunda aðskilnaðarstefnu og er í þessum skrifuðu orðum að fremja þjóðarmorð. Og talandi um börn. Börn heimsins í dag munu þroskast og eflaust velta fyrir sér hvernig heimurinn gat horft aðgerðarlaus á eina þjóð sprengja, skjóta, brenna, svelta og kremja sextánþúsund börn til dauða. Hvernig heimurinn umbar ekki aðeins gerandann heldur fagnaði friði með honum í einum stærsta sjónvarpsmenningaviðburði Evrópu. Hvítþvotturinn er fólgin í áhorfi okkar. Ertu viss um að þínu barni langi að taka þátt? Höfundur hefur dvalið í Ísrael og Palestínu, hefur skrifað BA- ritgerð um málefni Palestínu/Ísraels og hefur lært sögu Vestur-Asíu við Christ college í Bangalore.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar