Prófsteinninn Katrín Harðardóttir skrifar 7. maí 2024 14:01 Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Átök í Ísrael og Palestínu Mest lesið Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Íslenska þjóðin stendur með þjóðarmorði og aðskilnaðarstefnu Ísrael, sem er framhald af 19. aldar nýlendustefnu vestrænna ríkja. Það er ákvörðun núverandi ríkisstjórnar. Þessi ríkisstjórn hefur einnig ákveðið fyrir hönd þjóðarinnar að taka sem minnstan þátt í að hjálpa fólki á flótta í heiminum, sem nú í maí er áætlað að nái 110 milljónum, samkvæmt Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna. Yfir helmingur þessa fjölda er á flótta í eigin landi en þau lönd sem taka á móti hvað flestu fólki eru aðallega lág- og millitekjulönd, ekki lönd eins og Ísland sem er í 13. sæti á WorldData-listanum yfir ríkustu lönd heims. Fullyrðing hér í upphafi er sett fram vegna þeirrar staðreyndar að ríkisstjórnin hefur ekki enn fordæmt yfirstandandi þjóðarmorð í Palestínu og skirrist við að standa með sjálfsögðum mannréttindum. Palestína er prófsteinn á mannréttindi á heimsvísu. Í um þrjátíu ár, eða síðan bundinn var endir á aðskilnaðarstefnuna í Suður-Afríku, hefur Palestína verið síðasta vígi heimsvaldastefnunnar, síðasta ríkið sem er undirokað af öðru landi með bein tengsl við vestrænar þjóðir. Vissulega eru til ógnarstjórnir sem brjóta mannréttindi, en samsekt hins vestræna heims með mannréttindabrotum Ísraelsríkis felst í afneitun þeirra á sjálfsákvörðunarrétti palestínsku þjóðarinnar og mannréttindum hennar, í bráðum heila öld. Þess vegna er hér um prófstein að ræða. Ef hinn vestræni heimur fellur á þessu prófi með því að standa ekki við skuldbindingar sínar gagnvart alþjóðlegum friðarsáttmálum, er lítil von til þess að yfirvöld og stjórnir framtíðar muni finna hvatningu til að taka mannréttindi alvarlega innan eigin landamæra. Hægt er að rekja slóð mannréttindabrota Ísraelsríkis allt til stofnunar þess 1948, sem er einnig fæðingarár Mannréttindayfirlýsingar Sameinuðu Þjóðanna. Á sama tíma og þetta nýja ríki færði sig upp á skaftið í ofbeldi og yfirgangi efldist og styrktist sjálf yfirlýsingin og varð ein helsta skrautfjöður vestrænna ríkja eftir seinna stríð. En aukin áhrif mannréttindayfirlýsingarinnar höfðu samt lítil áhrif á afneitun sömu ríkja á palestínskum sjálfsákvörðunarrétti. Það er prófsteinninn. Prófsteinninn er vestrænna ríkja að takast á við því það hefur sýnt sig að hvorki lög né réttur komi málinu við. Miklu heldur er það val vestrænna ríkja um að horfa undan og leyfa herskárri nýlenduhyggju að grassera óáreitt. Alþjóðadómstólinn má sín lítils gagnvart neitunarvaldi BNA í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna, en þjóðir heims hafa val um að vera samsekar með þjóðarmorði. Fólkið sem þjóðirnar býr hefur líka val, val um að taka ekki þátt í opinberum tvískinnungi evrópskra sjónvarpsstöðva, val um að sniðganga vörur frá hernámsþjóðum, val um að taka vel á móti stríðshrjáðum þolendum yfirlýstrar heimsvaldastefnu Íslands, val um að kjósa forseta sem skirrist ekki undan ábyrgð, val um að standa með mannréttindum. Íslensk yfirvöld og íslensk þjóð þurfa að hætta þessum undirlægjuhætti hjálendunnar og taka skýra afstöðu gegn nýlendu- og aðskilnaðarstefnu Ísraelsríkis. Þau þurfa líka að taka ábyrgð á núverandi utanríkisstefnu sinni og hætta að koma fram við flóttafólk eins og glæpamenn. Ætlum við að vera þessi margumtalaða þjóð meðal þjóða eða bara enn eitt smáríkið sem lætur berast um úti á rúmsjó úreltra alþjóðastjórnmála? Er það frelsið og manndáðin best? Ef lesendur hafa áhuga á að fræðast betur um hvernig Palestína er prófsteinn á almenn mannréttindi vísar greinarhöfundur á eftirfarandi grein:The Question of Palestine as a Litmus Test, On Human Rights and Root Causes eftir Nimer Sultany. Höfundur er þýðandi.
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein Skoðun
Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson Skoðun