Viðskipti erlent

LVMH kaupir 14% hlut í Hermes

Franska lúxusvörukeðjan LVMH ætlar að kaupa um 14% hlut í Hermes veskjaframleiðandanum á 1,45 milljónir evra. LVMH ætlar samt hvorki að reyna yfirtöku á fyrirtækinu né hafa áhrif á rekstur þess, eftir því sem Reuters fréttastofan fullyrðir.

Viðskipti erlent

Sex.com slegið á tæpar 1500 milljónir

Sex.com, sem er jafnan álitið vera á meðal verðmætustu léna í heiminum, var nýlega slegið á 13 milljónir bandaríkjadala á uppboði. Upphæðin nemur tæplega 1500 milljónum króna. Eigandi lénsins, fyrirtækið Escom LLC, er gjaldþrota. Það var fyrirtækið Clover Holdings Ltd sem var hæstbjóðandi í lénið. Escom keypti lénið á 14 milljónir bandaríkjadala árið 2006, að því er ABC fréttastofan greinir frá.

Viðskipti erlent

Hamborgarar gáfu vel af sér

Hagnaður McDonald's hamborgarakeðjunnar jókst á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er rakin til breytinga á matseðli McDonalds í Bandaríkjunum og lengri opnunartíma í Evrópu.

Viðskipti erlent

Skorið niður hjá hirð drottningar

Elísabet II, drottning Breta, má sætta sig við frystingu launa á næsta ári og árið 2012 er gert ráð fyrir að framlög breska ríkisins til hirðarinnar allrar verði skorin niður um 14% árið eftir. Þetta kemur fram á norska viðskiptavefnum e24.

Viðskipti erlent

Mesta eignaaukning hjá vogunarsjóðum í þrjú ár

Á þriðja ársfjórðungi ársins hafa vogunarsjóðir séð fram á mestu aukningu á eignum undir þeirra stjórn á síðustu þremur árum. Að meðaltali jukust eignir vogunarsjóða heimsins um rúm 5% á ársfjórðungnum. Í heildina nemur aukningin 120 milljörðum dollara eða ríflega 13.000 milljörðum kr.

Viðskipti erlent

SFO hefur lokið rannsókn á JJB Sports og Sports Direct

Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar eða Serious Fraud Office (SFO) hefur lokið rannsókn sinni á viðskiptum JJB Sports og Sports Direct. SFO ákvað að gefa ekki út ákærur en segir í tilkynningu að rannsókn á einstaklingum sem tengdust þessum viðskiptum og fyrirtækjum haldi áfram.

Viðskipti erlent

Ríkasti maður Indlands fluttur í hús á 27 hæðum

Mukesh Ambani, ríkasti maður Indlands, flutti í dag nýtt hús ásamt fjölskyldu sinni. Ekki er um hefðbundið einbýlishús að ræða því nýja húsið er á 27 hæðum og á þakinu er ekki einn heldur þrír þyrlupallar. Húsið er metið á 630 milljónir punda eða jafnvirði um 111 milljarða íslenskra króna.

Viðskipti erlent