Viðskipti erlent

Bandaríkin eru á leið í fjárhagslegt járnbrautarslys

Hagfræðingurinn Nouriel Roubini segir að hagkerfi Bandaríkjanna sé á leiðinni í fjárhagslegt járnbrautarslys. Þetta kemur fram í grein sem Roubini skrifar í Financial Times í dag. Hagfræðingurinn er þekktur undir viðurnefninu dr. Doom en hann sá m.a. fyrir fjármálakreppuna árið 2007.

Viðskipti erlent

Minnsta atvinnuleysi í Þýskalandi í 19 ár

Atvinnuleysi hefur ekki verið minna í Þýskaland síðan árið 1991. Tölurnar um atvinnuleysi í Þýskalandi verða gerðar opinberar á morgun. Ursula von der Leyen atvinnumálaráðherra landsins er hinsvegar svo ánægð með stöðuna að hún greindi frá tölunum á blaðamannafundi í dag.

Viðskipti erlent

GlaxoSmithKline fær risasekt vegna sölu gallaðra lyfja

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithKline hefur fengið á sig samtals 750 milljón dollara, eða 84 milljarða kr. sekt og skaðabætur í Bandaríkjunum vegna sölu á m.a. menguðu barnakremi og óvirku þunglyndislyfi. Salan á þessum lyfjum stóð árum saman þótt yfirstjórn GlaxoSmithKline væri kunnugt um vandamálin tengd þeim.

Viðskipti erlent

Kínverjar í viðræðum um kaup á Elkem

Ríkisrekna kínverska efnagerðin China National BlueStar á nú í viðræðum við Orkla í Noregi um möguleg kaup á Elkem sem m.a. rekur járnblendiverksmiðjuna á Grundartanga. Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group mun styðja við bakið á Kínverjunum.

Viðskipti erlent

Nordea hagnast vel á Pandóru

Nordea bankinn skilaði ágætu uppgjöri fyrir þriðja ársfjórðung ársins. Nordea hagnaðist vel á markaðsskráningu skartgripaframleiðandans Pandóru en 30% af tekjum bankans í Danmörku stafa af hagnaðinum frá Pandóru.

Viðskipti erlent

Gullspákaupmenn hegða sér eins og merðir á spítti

Gulleignir fjárfesta og spákaupmanna eru orðnar á stærð við gullforða Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Peter Warren forstjóri fjárfestingarsjóðsins Warren Capital segir að þetta sé staða sem geti skapað mikinn óróleika á markaðinum þar sem margir af spákaupmönnunum hegði sér eins og merðir á spítti.

Viðskipti erlent

Látnar stjörnur moka inn seðlum

Sænski rithöfundurinn Stieg Larsson er nýtt nafn á topp tíu lista Forbes í ár yfir þær látnu stjörnur sem haldið hafa áfram að moka inn hvað mestum seðlum eftir andlát sitt. Michael Jackson heldur toppsætinu á þessum lista eins og raunar flestir áttu von á.

Viðskipti erlent

Samkeppniseftirlitið í Sviss rannsakar BMW

Samkeppniseftirlitið í Sviss hefur hafið rannsókn á bílaframleiðandanum BMW. Eftirlitið telur að BMW hafi komið í veg fyrir sölu á BMW bifreiðum til svissneskra ríkisborgara sem búsettir eru á EES svæðinu þar með talið Íslandi.

Viðskipti erlent

Þúsundir milljarða á dauðum reikningum í Danmörku

Danskar lífeyriskrónur gufa upp á reikningum sem hvorki er borgað inn á eða út af. Reiknað er með að um 500 milljarðar danskra kr. eða um 10.000 milljarðar kr. liggi inni á þessum „dauðu“ lífeyrissjóðsreikningum eins og það er orðað í dönskum fjölmiðlum í morgun.

Viðskipti erlent

LVMH kaupir 14% hlut í Hermes

Franska lúxusvörukeðjan LVMH ætlar að kaupa um 14% hlut í Hermes veskjaframleiðandanum á 1,45 milljónir evra. LVMH ætlar samt hvorki að reyna yfirtöku á fyrirtækinu né hafa áhrif á rekstur þess, eftir því sem Reuters fréttastofan fullyrðir.

Viðskipti erlent

Sex.com slegið á tæpar 1500 milljónir

Sex.com, sem er jafnan álitið vera á meðal verðmætustu léna í heiminum, var nýlega slegið á 13 milljónir bandaríkjadala á uppboði. Upphæðin nemur tæplega 1500 milljónum króna. Eigandi lénsins, fyrirtækið Escom LLC, er gjaldþrota. Það var fyrirtækið Clover Holdings Ltd sem var hæstbjóðandi í lénið. Escom keypti lénið á 14 milljónir bandaríkjadala árið 2006, að því er ABC fréttastofan greinir frá.

Viðskipti erlent

Hamborgarar gáfu vel af sér

Hagnaður McDonald's hamborgarakeðjunnar jókst á þriðja ársfjórðungi. Ástæðan er rakin til breytinga á matseðli McDonalds í Bandaríkjunum og lengri opnunartíma í Evrópu.

Viðskipti erlent