Ullarskortur yfirvofandi vegna flóðanna í Ástralíu 18. janúar 2011 14:02 Ullarskortur er yfirvofandi í heiminum vegna flóðanna í vestanverðri Ástralíu. Flóðin í Queensland ásamt flóðum og þurrkum á öðrum sauðfjárræktarsvæðum landsins gera það að verkum að yfirvöld hafa dregið verulega úr áætlunum um ullarframleiðsluna í ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að samhliða því að ullarframleiðslan hafi dregist saman hefur eftirspurn eftir ull farið vaxandi í Evrópu. Því séu allar líkur á ullarskorti á mörkuðum. Sem dæmi um hve framleiðslan hefur dregist mikið saman í Ástralíu á undanförnum árum, vegna óhagstæðra veður- og náttúruskilyrða, má nefna að veturinn 2004 til 2005 framleiddu Ástralir 475 milljón kílóa af ull. Í vetur er hinsvegar áætlað að framleiðslan verði 335 milljón kíló. Ástralía er stærsti framleiðandi heimsins á ull fyrir fataiðnaðinn. Andre Strydom forstjóri Cape Wools í Suður Afríku segir að reikna megi með því að Ástralir verði tvö til fjögur ár að ná framleiðslu sinni upp að nýju. Samhliða yfirvofandi skorti á ull hefur verð hennar hækkað töluvert og nemur nú 10.17 dollurum eða um 1.180 kr. fyrir kílóið. Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Ullarskortur er yfirvofandi í heiminum vegna flóðanna í vestanverðri Ástralíu. Flóðin í Queensland ásamt flóðum og þurrkum á öðrum sauðfjárræktarsvæðum landsins gera það að verkum að yfirvöld hafa dregið verulega úr áætlunum um ullarframleiðsluna í ár. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að samhliða því að ullarframleiðslan hafi dregist saman hefur eftirspurn eftir ull farið vaxandi í Evrópu. Því séu allar líkur á ullarskorti á mörkuðum. Sem dæmi um hve framleiðslan hefur dregist mikið saman í Ástralíu á undanförnum árum, vegna óhagstæðra veður- og náttúruskilyrða, má nefna að veturinn 2004 til 2005 framleiddu Ástralir 475 milljón kílóa af ull. Í vetur er hinsvegar áætlað að framleiðslan verði 335 milljón kíló. Ástralía er stærsti framleiðandi heimsins á ull fyrir fataiðnaðinn. Andre Strydom forstjóri Cape Wools í Suður Afríku segir að reikna megi með því að Ástralir verði tvö til fjögur ár að ná framleiðslu sinni upp að nýju. Samhliða yfirvofandi skorti á ull hefur verð hennar hækkað töluvert og nemur nú 10.17 dollurum eða um 1.180 kr. fyrir kílóið.
Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira