Goldman Sachs hættir við Facebooksölu 18. janúar 2011 09:41 Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt. Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Bankinn Goldman Sachs er hættur við að bjóða efnuðum bandarískum viðskiptavinum sínum hlutdeild í 1,5 milljarða dollara fjárfestingu í Facebook. Ástæðan er sú gífurlega fjölmiðlaumfjöllun sem nýleg 500 milljón dollara kaup Goldman Sachs og rússnesks félags hafa valdið. Financial Times fjallar um málið og þar er vitnað í tilkynningu frá Goldman Sachs um að fjölmiðlaumfjöllunin stríði gegn lögum um verðbréfaviðskipti í Bandaríkjunum þar sem um einkasölu á hlutum í Facebook er að ræða. Þótt bandarískir viðskiptavinir bankans missi þannig af þessu tækifæri, og eru víst síður en svo hrifnir af því, mun Goldman Sachs bjóða viðskiptavinum sínum í öðrum löndum hlutdeild í fjárfestingunni. Þessi ákvöðrun Goldman Sachs vekur furðu margra. Financial Times ræðir við Harvey Pitt fyrrum forstjóra bandaríska fjármálaeftirlitsins um málið. Pitt segir að það hafi verið fyrirsjáanlegt að kaup Goldman Sachs á hlut í Facebook myndu vekja mikla athygli fjölmiðla. Því var betur heima setið en af stað farið með tilboðið til viðskiptavinanna. Málið muni örugglega skaða samband bankans við viðskiptavini sína að mati Pitt.
Mest lesið Sefur í tjaldi í hverjum mánuði Atvinnulíf Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira