Viðskipti erlent

Ofsahræðsla meðal fjárfesta vegna stöðu Grikklands

Mikil ofsahræðsla greip um sig meðal fjárfesta á alþjóðamörkuðum í gærdag vegna stöðunnar í Grikklandi. Vextir á 2ja ára ríkisskuldabréfum Grikkja fóru yfir 10% og vextir á bréfum til 10 ár fóru yfir 9%. Fáir fást til að kaupa þessi bréf en allir vilja kaupa tryggingar á þau.

Viðskipti erlent

Eldgosið hraðar einkavæðingu í Svíþjóð

Eldgosið á Eyjafjallajökla hefur flýtt fyrir einkavæðingu járnbrauta í Svíþjóð. Líkt og víða annars staðar lág flug niðri í nokkra daga vegna eldgossins hér á landi og olli það miklum truflunum og auknu álagi á lestakerfi Svíþjóðar. Til stóð að einokun ríkisins á helstu leiðum yrði afnumin í haust en vegna flugbannsins hefur sænska ríkisstjórnin ákveðið að flýta ferlinu.

Viðskipti erlent

IATA telur fimm flugfélög í gjaldþrotahættu

Alþjóðasamtök flugfélaga, IATA, telja að a.m.k. fimm evrópsk flugfélög séu nú í hættu á að verða gjaldþrota. Ástæðan er sú gífurlega röskun á flugi um norðanverða Evrópu á síðustu dögum vegna öskunnar frá Eyjafjallajökli.

Viðskipti erlent

Aðstoðin við Grikkland talin of lítil og of sein

Fulltrúi Þýskalands í stjórn Evrópska Seðlabankans viðraði í gær áhyggjur sínar af því að þær 30 milljarðar evra sem ESB ætlar að leggja til í aðgerðapakkann til handa Grikklandi sé alltof lítið, 80 milljarðar evra væru nær lagi. Sérfræðingar á markaði hafa tekið undir þessi sjónarmið.

Viðskipti erlent

ESB íhugar að leyfa ríkisstyrki til flugfélaga

Framkvæmdastjórn ESB íhugar nú að líta framhjá regluverki sambandsins um ríkisaðstoð og leyfa ríkisstyrki til flugfélaga. Þetta yrði gert á svipaðan hátt og haustið 2001 þegar miklar truflanir urðu á flugsamgöngum í kjölfar hryðjuverkaárásarinnar 11. september það ár.

Viðskipti erlent

Askan gæti kæft allan hagvöxt í Evrópu á þessu ári

Efnahagsleg áhrif öskunnar úr gosinu í Eyjafjallajökli gætu orðið víðtæk í Evrópu. Hagfræðingar telja að ef gosið stendur mánuðum saman muni það valda samdrætti í hagvexti um 1-2% í álfunni. Áður en gosið hófst var því spáð að hagöxtur í Evrópu yrði á bilinu 1-1,5% í ár.

Viðskipti erlent

Dýrasta teppi sögunnar selt á 1,2 milljarða

Sjaldgæft persneskt teppi frá 16. öld var selt á uppboði hjá Christie´s í London í gærdag fyrir rúmlega 6 milljónir punda eða um 1,2 milljarða kr. Teppið er þar með það dýrsta í sögunni en það var slegið að lokið á tuttuguföldu matsverði þess.

Viðskipti erlent

Askan úr Eyjafjallajökli fyllti hótel í Kaupmannahöfn

Nær öll hótel í Kaupmannahöfn voru yfirfull af gestum í nótt vegna öskunnar úr Eyjafjallajökli. Gestirnir voru flugfarþegar sem eru strandaglópar í borginni þar sem allt flug til og frá Danmörku leggur niðri. Svipuð staða hefur eflaust verið upp á teningnum í fleiri stórborgum um norðanverða Evrópu.

Viðskipti erlent

Öskufallið hækkar heimsmarkaðsverð á olíu

Búið er að loka fyrir alla þyrluflugsumferð á olíuvinnslusvæðunum í Norðursjó og meðfram ströndum Noregs vegna öskufallsins frá gosinu í Eyjafjallajökli. Norska olíuöryggisráðið er nú að meta stöðuna en fyrir liggur að ef draga verður úr olíuframleiðslu á svæðinu muni slíkt hækka heimsmarkaðsverð á olíu.

Viðskipti erlent

Össur: Sigurjón er „hvapholda í andliti“

Konráð Jónsson, lögfræðingur, framkvæmdi tilraun til að staðreyna hvort hægt væri að gleypa hálfan snúð í einum bita eins og Sigurjón Þ. Árnason á að hafa gert samkvæmt vitnisburði Össurar Skarphéðinssonar. Konráð komst að því að þetta væri ómögulegt og ritaði Össuri bréf í kjölfarið. Össur svaraði Konráð, gerir athugasemdir við aðferðafræði hans og segist standa við orð sín sem vitnað er til í skýrslunni.

Viðskipti erlent

Töluvert dregur úr tapi Alcoa

Bandaríski álrisinn Alcoa, sem er móðurfélag Fjarðaráls, skilaði þokkalegu uppgjöri fyrir fyrsta ársfjórðung ársins en töluvert dró úr tapi félagsins frá sama tímabili í fyrra. Tapið í ár nemur 201 milljónum dollara en var 497 milljónir dollara í fyrra.

Viðskipti erlent