Kaupþing semur við Tchenguiz 23. júní 2010 20:26 Breski fjárfestirinn Robert Tchenguiz. Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. Skilanefnd stefndi Tchenguiz og krafði hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða króna á síðasta ári. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield verslunarkeðjunni sem skilanefndin taldi að hefði átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. „Annars vegar er um að ræða mál Isis Investment Limited gegn Kaupþingi, fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem rekið hefur verið fyrir dómstólum í Englandi og Wales. Hins vegar er um að ræða mál Kaupþings gegn fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem verið hefur til meðferðar hjá dómstólum á Bresku Jómfrúareyjunum," segir á vef skilanefndar Kaupþings. Skilmálar samkomulagsins eru trúnaðarmál milli aðila fyrir utan eftirfarandi: - fjármunir sem deilt hefur verið um, og eru tilkomnir vegna sölu á Somerfield verslunarkeðjunni til Co-operative Ventures Limited, verði leystir úr haldi fjárvörsluaðila á Bresku Jómfrúareyjunum og tilheyrandi hluti að lokum greiddur til skiptastjóra Oscatello Investment Limited, - um endanlegt uppgjör er að ræða á milli Kaupþings og fjárvörsluaðila TDT vegna allra krafna sem hafðar voru uppi af þeirra hálfu í þessum tilteknu málum og á hvorugur aðila kröfu á hinn vegna þessara mála, - fjárvörsluaðilar TDT falla frá tilkalli til þessara eigna. Munu þeir enn fremur afturkalla lýstar kröfur sínar sem þær varða. „Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða fyrir Kaupþing og telur skilanefnd að hagsmunum Kaupþings og þar með kröfuhafa bankans sé best borgið með samkomulaginu," segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings. Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Skilanefnd Kaupþings og Tchenguiz Discretionary Trust, fjárfestingarfélag breska fjárfestisins Robert Tchenguiz, og fleiri aðilar hafa náð samkomulagi vegna tveggja dómsmála. Skilanefnd stefndi Tchenguiz og krafði hann um 180 milljónir punda eða um 35 milljarða króna á síðasta ári. Upphæðin er afrakstur af sölunni á hlut Tchenguiz í Somerfield verslunarkeðjunni sem skilanefndin taldi að hefði átt að renna til bankans en ekki í vasa Tchenguiz. „Annars vegar er um að ræða mál Isis Investment Limited gegn Kaupþingi, fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem rekið hefur verið fyrir dómstólum í Englandi og Wales. Hins vegar er um að ræða mál Kaupþings gegn fjárvörsluaðilum TDT og fleirum sem verið hefur til meðferðar hjá dómstólum á Bresku Jómfrúareyjunum," segir á vef skilanefndar Kaupþings. Skilmálar samkomulagsins eru trúnaðarmál milli aðila fyrir utan eftirfarandi: - fjármunir sem deilt hefur verið um, og eru tilkomnir vegna sölu á Somerfield verslunarkeðjunni til Co-operative Ventures Limited, verði leystir úr haldi fjárvörsluaðila á Bresku Jómfrúareyjunum og tilheyrandi hluti að lokum greiddur til skiptastjóra Oscatello Investment Limited, - um endanlegt uppgjör er að ræða á milli Kaupþings og fjárvörsluaðila TDT vegna allra krafna sem hafðar voru uppi af þeirra hálfu í þessum tilteknu málum og á hvorugur aðila kröfu á hinn vegna þessara mála, - fjárvörsluaðilar TDT falla frá tilkalli til þessara eigna. Munu þeir enn fremur afturkalla lýstar kröfur sínar sem þær varða. „Þetta er mjög ásættanleg niðurstaða fyrir Kaupþing og telur skilanefnd að hagsmunum Kaupþings og þar með kröfuhafa bankans sé best borgið með samkomulaginu," segir Jóhannes Rúnar Jóhannsson, í skilanefnd Kaupþings.
Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira