Viðskipti erlent

Magasin opnar netverslun

Stjórnendur Magasin undirbúa opnun netverslunar þessa dagana. Strax í næstu viku verður hægt að kaupa meira en sjö þúsund vörur á netinu. Gert er ráð fyrir að innan skamms verði netverslunin orðin jafn umsvifamikil og aðrar verslanir Magasin keðjunnar.

Viðskipti erlent

Fyrsta tap Nokia frá aldamótum

Finnska farsímafyrirtækið Nokia skilaði sínu fyrsta tapi frá aldamótum á þriðja ársfjórðungi þessa árs. Tapið nam tæplega 560 milljónum evra eða yfir 100 milljörðum kr. Í fréttum erlendra fjölmiðla segir að tapið hafi komið á óvart.

Viðskipti erlent

Landsbankinn var fordæmi í Bretlandi

Breska fjármálaeftirlitið (FSA) hefur bannað banka frá Lettlandi að opna útibú í Bretlandi. Þetta segir dagblaðið Telegraph, sem bendir á að bannið sé í samræmi við kröfur breskra fjármálayfirvalda um endurskoðun á reglum um starfsemi erlendra banka.

Viðskipti erlent

Dow Jones fór yfir 10 þúsund stig

Dow Jones vísitalan náði 10 þúsund stigum í dag. Meira en ár er liðið síðan hún náði yfir 10 þúsund stigin síðast. Það var þann 7. október í fyrra að Dow Jones var síðast yfir 10 þúsund stigum. Síðan þá hefur ein versta efnahagskrísa í manna minnum skekið heiminn og Dow Jones vísitalan hefur mælst eftir því. En nú blasir annað við og Dow Jones mældist 10.018 fyrir lokun í dag.

Viðskipti erlent

Evrusvæðið stígur stórt skref út úr kreppunni

Hagfræðideild Danske Bank segir að evrusvæðið hafi stigið stór skref út úr keppunni. Iðnaðarframleiðslan á svæðinu jókst um 0,9% í ágúst samkvæmt nýjustu tölum. Á sama tíma voru endurskoðaðar tölur birtar fyrir júlí sem breyttu samdrætti upp á 0,2% í aukningu upp á 0,3%.

Viðskipti erlent

Lyfjarisinn GlaxoSmithKline í verulegum vandræðum

Breski lyfjarisinn GlaxoSmithkKline (GSK) er í verulegum vandræðum eftir að dómstóll í Pennsylvaníu dæmdi móður skaðabætur frá GSK upp á 2,5 milljónir dollara. Móðirin hafði fætt barn með hjartagalla eftir að hafa notað þunglyndislyfið Paxil meðan á meðgöngunni stóð.

Viðskipti erlent

Ford innkallar 4,5 milljónir bíla

Bílaframleiðandinn Ford hefur innkallað 4,5 milljónir bíla og vill fá þá á verkstæði til að gera við gallaðan hnapp í mælaborði þeirra. Vegna hnappsins er hætta á að eldur kvikni í bílunum, jafnvel þegar þeir eru ekki í gangi.

Viðskipti erlent

Risabónusar bíða eftir strákunum á Wall Street

Stærstu bankar og fjármálafyrirtæki Bandaríkjanna eru á leiðinni að borga starfsfólki sínu launabónusa upp á samtals um 140 milljarða dollara eða rúmlega 17.000 milljarða kr. Þetta er metupphæð og sýnir að öll umræðan um að lækka þessar bónusgreiðslur í kjölfar kreppunnar hefur ekkert haft að segja.

Viðskipti erlent

Norsk stjórnvöld ganga á olíusjóðinn

Norsk stjórnvöld ætla að ganga á olíusjóðinn í meira mæli en áður hefur þekkst. Þetta kemur fram í fjárlögum norsku ríkisstjórnarinnar fyrir næsta ár. Ætlunin er að dæla olíupeningunum út í ýmis samfélagsverkefni því að atvinnuleysið er enn að aukast frá þeim 3% sem það stendur nú í.

Viðskipti erlent

Vilja meira en fimmtungshlut

Finnska fjármálafyrirtækið Sampo er nú stærsti hluthafi Nordea, umsvifamesta banka Norðurlanda. Þetta kemur fram á nýjum hluthafalista Nordea sem birtur var á föstudag.

Viðskipti erlent