Opinber lögreglurannsókn á íslensku bönkunum í Bretlandi 13. desember 2009 03:32 Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga". Greint er frá þessu bæði í blöðunum Guardian og Telegraph í dag. Í Guardian segir að rannsóknin muni beinast að öllum bönkunum þremur, Landsbanka, Glitni og Kaupþingi en í frétt Telegraph er aðeins getið um Kaupþing. Þá hefur Telegraph heimildir fyrir því að stjórnarmenn Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafi þegar ráðið sér þekktan breskan lögfræðing vegna þessarar komandi rannsóknar. Lögfræðingurinn heitir Ian Burton og hefur sérhæft sig í fjársvikamálum. Hann er einn eigenda lögmannsstofunnar Burton Copeland. Fram kemur í Telegraph að undanfari rannsóknarinnar sé upplýsingasöfnun á vegum Serious Fraud Office undanfarna fjóra mánuði. Þar hafi lögreglan notið liðsinnis sérstaks saksóknara á Íslandi sem og Evu Joly sem aðstoðar íslensk yfirvöld. Guardian hefur eftir Richard Alderman forstjóra Serious Fraud Office að „madame Joly hefur verið í London og okkar menn hafa verið í Reykjavík. Við vinnum mjög náið með íslenskum yfirvöldum." Meðal þeirra „þekktu einstaklinga" sem tengjast komandi rannsókn nefna bæði blöðin Robert Tchenguiz og Kevin Stanford. Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Efnahagsbrotadeild bresku lögreglunnar (Serious Fraud Office) mun á næstu dögum tilkynna um að opinber lögreglurannsókn sé hafin á starfsemi íslensku bankanna í Bretlandi. Mun rannsóknin m.a. beinast að lánveitingum þeirra til „þekktra einstaklinga". Greint er frá þessu bæði í blöðunum Guardian og Telegraph í dag. Í Guardian segir að rannsóknin muni beinast að öllum bönkunum þremur, Landsbanka, Glitni og Kaupþingi en í frétt Telegraph er aðeins getið um Kaupþing. Þá hefur Telegraph heimildir fyrir því að stjórnarmenn Singer & Friedlander, banka Kaupþings í Bretlandi, hafi þegar ráðið sér þekktan breskan lögfræðing vegna þessarar komandi rannsóknar. Lögfræðingurinn heitir Ian Burton og hefur sérhæft sig í fjársvikamálum. Hann er einn eigenda lögmannsstofunnar Burton Copeland. Fram kemur í Telegraph að undanfari rannsóknarinnar sé upplýsingasöfnun á vegum Serious Fraud Office undanfarna fjóra mánuði. Þar hafi lögreglan notið liðsinnis sérstaks saksóknara á Íslandi sem og Evu Joly sem aðstoðar íslensk yfirvöld. Guardian hefur eftir Richard Alderman forstjóra Serious Fraud Office að „madame Joly hefur verið í London og okkar menn hafa verið í Reykjavík. Við vinnum mjög náið með íslenskum yfirvöldum." Meðal þeirra „þekktu einstaklinga" sem tengjast komandi rannsókn nefna bæði blöðin Robert Tchenguiz og Kevin Stanford.
Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira