Viðskipti innlent

Hvað er greiðslu­stöðvun?

Gríðarlega athygli vakti í gær þegar Árni Oddur Þórðarson, sem lengi hefur verið einn farsælasti viðskiptamaður landsins, tilkynnti að hann hafði fengið heimild til greiðslustöðvunar. Greiðslustöðvun er alls ekki algengt fyrirbæri og því vaknar spurningin: Hvað er greiðslustöðvun?

Viðskipti innlent

Rafnar kaupir Rafnar-Hellas

Haftæknifyrirtækið Rafnar ehf. hefur keypt meirihluta í gríska skipasmíðafélaginu Rafnar-Hellas. Rafnar á Íslandi hefur unnið með Rafnar-Hellas frá árinu 2019, en það er það fyrirtæki sem hefur smíðað flesta báta í heiminum samkvæmt hönnun Rafnar. Lykilstarfsmenn og stofnendur Rafnar-Hellas munu koma inn í framkvæmdastjórn móðurfélagsins ásamt því að verða áfram eigendur að hluta í félaginu.

Viðskipti innlent

Árni Oddur fær sam­þykkta greiðslu­stöðvun

Hlutabréf í Marel hafa fallið um ríflega sextíu prósent á tveimur árum. Arion banki gerði því veðkall í hlutabréf forstjórans sem hætti í kjölfarið. Hann segir bankann ekki hafa farið að lögum því hann hafi lagt fram nægar tryggingar. Fráfarandi forstjóri hefur nú fengið samþykkta greiðslustöðvun.

Viðskipti innlent

Sýn skiptir miðlum upp í tvær rekstrar­einingar

Ný rekstrareining sem ber heitið „Vefmiðlar og útvarp“ hefur verið mynduð hjá Sýn í kjölfar kaupanna á Já.is. Þar undir fellur rekstur Vísis, tengdra vefsíðna, rekstur Bylgjunnar og annarra útvarpsstöðva. Stöð 2 verður sjálfstæð rekstrareining við breytingarnar.

Viðskipti innlent

Fernando Costa nýr for­stjóri Alcoa Fjarðaáls

Fernando Costa hefur verið ráðinn forstjóri Alcoa Fjarðaáls og tekur við af Smára Kristinssyni sem hefur gegnt forstjórastarfinu tímabundið eftir að Einar Þorsteinsson lét af störfum fyrr á þessu ári. Smári fer á sama tíma aftur í starf framkvæmdastjóra framleiðslu.

Viðskipti innlent

Nýr pítsustaður í Vestur­bæinn

Pítsustaður bætist í flóru veitingastaða í vesturbæ Reykjavíkur í dag þegar Pizza 107 opnar dyrnar í Úlfarsfelli. Valgeir Gunnlaugsson er maðurinn á bak við staðinn og með honum í liði er söngvarinn Páll Óskar.

Viðskipti innlent

Aur gefur út debet­kort með endur­greiðslu

Aur, sem er í eigu Kviku, hefur opnað nýja bankaþjónustu og fullyrðir bankinn að boðið sé upp á bestu kjörin á debetkortum. Debetkortin eru án allra gjalda og þau fyrstu með endurgreiðslu, að því er segir í tilkynningu frá Kviku. Neytendur njóta ávinningsins af lítilli yfirbyggingu og snjöllum tæknilausnum, segir forstjóri Kviku.

Viðskipti innlent

Vilja seðla­banka­stjóra burt og neyðar­lög um lækkun vaxta

Þingmaður Flokks fólksins og formaður VR krefjast þess að seðlabankastjóra verði vikið úr embætti fyrir meint mistök í vaxtamálum sem hafi aukið byrðar heimilanna í landinu. Þá verði stjórnvöld nú þegar að setja neyðarlög sem keyri vextina niður svo heimilin verði ekki ein látin bera ábyrgð á því að koma verðbólgunni niður.

Viðskipti innlent

„Þetta er bara al­veg von­laust!“

Næsta sumar verða allar plastflöskur með áföstum tappa, samkvæmt áformum umhverfisráðuneytisins. Við ræddum við neytendur, sem segja áföstu tappana ýmist hræðilega - eða sjálfsagða viðleitni til að bjarga jörðinni.

Viðskipti innlent

Furðar sig á á­kvörðun Seðla­bankans

Orri Hauksson forstjóri Símans furðar sig á ákvörðun fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands sem sektaði félagið um 76,5 milljónir króna í vikunni. Hann segir félagið hafa birt allar upplýsingar sem beri að birta samkvæmt lögum. Síminn ætlar að skjóta ákvörðuninni til dómstóla.

Viðskipti innlent

Sýn og Ár­vakur hljóta mest

Sýn og Árvakur hljóta hvort um sig rúmlega 107 milljónir króna í rekstarstuðning úr styrktarsjóði til einkarekinna fjölmiðla. Það eru hæstu styrkirnir sem veittir voru í ár.

Viðskipti innlent

Síminn sektaður um 76 milljónir

Fjármálaeftirlitsnefnd Seðlabanka Íslands hefur sektað símann um 76,5 milljónir. Síminn þótti ekki hafa birt ætlaðar innherjaupplýsingar eða ákvörðun um frestun þeirra í tengslum við söluna á Mílu. Síminn mun skjóta málinu til dómstóla

Viðskipti innlent