Viðskipti

Ó­sáttir við full­yrðingar um iP­hone geislun

App­le hefur heitið því að upp­færa hug­búnað í iP­hone 12 snjallsímum sínum í Frakk­landi eftir að frönsk stjórn­völd felldu vöruna á sér­stöku geislunar­prófi. Fyrir­tækið segist hins­vegar ekki sættast á niður­stöður franskra yfir­valda.

Viðskipti erlent

Rautt í Kauphöllinni

Dagurinn var að mestu rauður í Kauphöllinni í dag, þar sem virði flestra hlutafélaga lækkaði. Icelandair tók mesta dýfu en OMXI10 úrvalsvísitalan lækkaði um 0,85 prósent.

Viðskipti innlent

Nýir fram­kvæmda­stjórar hjá Ekrunni og Emm­ess­ís

Tvær breytingar hafa orðið á framkvæmdastjórn 1912 samstæðu þar sem Hildur Erla Björgvinsdóttir hefur fært sig um set innan samstæðunnar og verið ráðin framkvæmdastjóri Ekrunnar, dótturfélags 1912. Í hennar stað hefur Kristján Geir Gunnarsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Emmessíss.

Viðskipti innlent

Gunnar Már hættir hjá Icelandair Car­go

Gunnar Már Sigurfinnsson hefur ákveðið að segja starfi sínu lausu sem framkvæmdastjóri Icelandair Cargo og mun þar með stíga til hliðar úr framkvæmdastjórn Icelandair Group. Greint var frá því í gær að fraktstarfsemi félagsins hafi reynst erfið.

Viðskipti innlent

Færa niður afkomuspá

Uppfærð afkomuspá Icelandair gerir ráð fyrir minni hagnaði á árinu en áður var búið að gera. Farþega- og leiguflugsstarfsemi félagsins skilar betri rekstarniðurstöðu en í fyrra en fraktstarfsemin hefur verið erfið.

Viðskipti innlent

Nýir símar, úr og heyrnartól

Forsvarsmenn Apple kynntu í dag nýja kynslóð snjallsíma, heyrnartóla og snjallúra á kynningu í Cupertino í Bandaríkjunum. Nýr iPhone, sem er nú búinn USB-C hleðslutengi, leit dagsins ljós, í fjórum mismunandi útgáfum.

Viðskipti erlent

Arnar Geirsson frá Connecticut til New York

Arnar Geirsson, hjartaskurðlæknir, hefur verið ráðinn forstöðumaður hjarta- og æðasjúkdómastofu og yfirskurðlæknir hjartalokuprógramms NewYork Presbyterian-sjúkrahússins og Irving læknamiðstöðvarinnar hjá Columbia-háskólanum í New York-borg. Hann er einnig skipaður prófessor í skurðlækningum við brjósthols- og æðaskurðlæknadeild Columbia-háskólans.

Viðskipti innlent