Viðskipti

Búið að bjóða í Skagann 3X

Formlegt tilboð barst í þrotibú Skagans 3X í gærkvöldi. Þetta staðfestir Helgi Jóhannesson skiptastjóri í þrotabúsins í samtali við fréttastofu, en Skessuhorn greindi fyrst frá.

Viðskipti innlent

Dýr smjörvi á Egils­stöðum vekur mikla at­hygli

Í gær var vakin athygli á því á Facebook-síðunni „vertu á verði - eftirlit með verðlagi,“ að 400 grömm af klassískum smjörva kostaði 1.245 krónur á N1 á Egilsstöðum. Spurt var hvort þetta væri ekki fullmikið verð, og undirtektir voru miklar.

Neytendur

Brutu senni­lega sam­keppnis­lög með ó­tíma­bærri markaðs­setningu

Samkeppniseftirlitið (SKE) hefur gert Símanum hf. og Noona labs að stöðva markaðssetningu sem felur í sér framkvæmd á samruna fyrirtækjanna. Í þessu máli var afstaða tekin til erindis Dineout ehf., um að SKE taki ákvörðun til bráðabirgða vegna sennilegs brots þeirra gegn banni samkeppnislaga við því að framkvæma samruna áður en SKE hefur fjallað um hann. Markaðssetning hafi verið viðhöfð, sem brjóti gegn þessu banni.

Viðskipti innlent

Harpa vill létta lund veðurbugaðra höfuðborgarbúa

Harpa ætlar að bjóða höfuðborgarbúum sem komast ekki austur á firði upp á tónleikamiða á helmingsverði og ókeypis mímósur vegna leiðindaveðursins sem herjar á borgina um helgina. Hildur Ottesen Hauksdóttir kynningarstjóri Hörpunnar segist finna fyrir bugun höfuðborgarbúa og hvetur önnur fyrirtæki til að létta lund þeirra.

Viðskipti innlent

Ný og nú­tíma­leg sveit í borg

Ný byggð rís nú á Álftanesi við Lambamýri 1 – 6. Sérstök áhersla er lögð á samspil við umhverfið og náttúruna við hönnun húsanna enda fer sveit og borg saman á Álftanesinu á einstakan máta. Íbúðirnar eru sérstaklega bjartar og útsýni til allra átta.

Samstarf

Atlanta með 600 manna flugútgerð í Sádí-Arabíu

Pílagrímaflug Air Atlanta stendur nú sem hæst en flugfélagið er með sexhundruð manns að störfum í Sádí-Arabíu um þessar mundir við að flytja múslima sem þrá að sjá hina helgu borg Mekka. Verkefnin fyrir Saudia-flugfélagið eru þó mun víðtækari en þau eru kjölfestan í rekstri Atlanta.

Viðskipti innlent

Staðan ekki jafn­svört og sumir vilji meina

Greinandi segir horfur hjá Icelandair ekki endilega jafnslæmar og umræðan virðist benda til. Félagið hafi flutt fleiri farþega á þessu ári en á sama tíma í fyrra. Framtíðarhorfur ráðist einfaldlega af fjölda ferðamanna hingað til lands. 

Viðskipti innlent

„Við erum bara að reyna að lifa af“

Eigandi fyrirtækis, sem sérhæfir sig í brúðkaupsskipulagningu fyrir ferðamenn, segir bókanir hafa dregist saman um tuttugu prósent á þessu ári. Vont veður og fréttir af eldgosi hjálpa ekki til í rekstrinum sem er strembinn fyrir. 

Viðskipti innlent

„Komin upp í þak“ í verð­lagningu

Markaðssetja þarf Ísland með öflugari hætti en síðustu ár, að sögn leiðtoga ferðaþjónustufyrirtækja, sem segir Ísland hafa náð ákveðnum toppi í verðlagningu. Dregið hefur úr fjölda ferðamanna hingað til lands miðað við síðasta ár.

Viðskipti innlent

Nýir eig­endur taka við Melabúðinni

Melabúðin við Hagamel í vesturbæ Reykjavíkur hefur fengið nýja eigendur. Melabúðin hefur stærstan hluta sögu sinnar verið í eigu sömu fjölskyldunnar, en verslunin var opnuð árið 1956. Bræðurnir Pétur og Snorri Guðmundssynir hverfa nú úr eigendahópnum og afhenda keflið hópi fólks sem ætlar sér að viðhalda starfsemi verslunarinnar óbreyttri.

Viðskipti innlent

Festi festi kaup á Lyfju

Í dag fór fram uppgjör á greiðslu kaupverðs á öllu hlutafé Lyfju hf. til seljanda og er félagið þar með orðinn hluti af samstæðu Festi. Ásta S. Fjeldsted forstjóri Festi, segir þetta mikilvæg tímamót í vegferð Festis. Kaupverð nam 7.116 milljónum króna.

Viðskipti innlent

HS Orka tryggir sér fjöru­tíu milljarða króna

HS Orka hefur lokið við að endurfjármagna skuldir félagsins og tryggja lánalínur fyrir áframhaldandi uppbyggingu hér á landi. Lánsfjárhæðin nemur að jafnvirði um 290 milljónum dollara eða um fjörutíu milljörðum íslenskra króna og er veitt af íslenskum og alþjóðlegum bönkum og sjóðum.

Viðskipti innlent

Búið að af­vopna neyt­endur

Formaður atvinnuveganefndar segir það ekki tortryggilegt að hann eigi hlut í félagi sem keypt var af Kaupfélagi Skagfirðinga á grundvelli nýsamþykktra búvörulaga sem tekin voru fyrir í nefndinni. Þingmaður Viðreisnar segir nefndina hafa tekið gríðarmikilvægt vopn úr höndum neytenda. 

Neytendur

Mikil fjölgun tengifarþega en mun færri ferðast til Ís­lands

Icelandair flutti 514 þúsund farþega í júní, 1 prósent færri en í júní í fyrra. Þar af voru 31 prósent á leið til Íslands, 15 prósent frá Íslandi, 49 prósent voru tengifarþegar og 4 prósent ferðuðust innanlands. Eftirtektarverð breyting hefur orðið í skiptingu á milli markaða en tengifarþegum fjölgaði um 15 prósent í júní á meðan farþegum til landsins hefur fækkað á milli ára.

Viðskipti innlent

Fleiri far­þegar en minni sæta­nýting

Íslenska flugfélagið Play flutti 173.109 farþega í júní 2024, sem er 7,5 prósent meira en í júní í fyrra þegar félagið flutti 160.979 farþega. Sætanýting dróst þó örlítið saman, hún var 86 prósent í júní 2024, en 87,2 prósent á sama tíma í fyrra. Forstjórinn kveðst ánægður að sjá vöxt í farþegatölunum, en hefði viljað sjá hærri sætanýtingu.

Viðskipti innlent

Mikill á­hugi á þrota­búi Skagans 3X

Helgi Jóhannesson, skiptastjóri þrotabúsins Skagans 3X, segir að mikill áhugi sé á fyrirtækinu. Margir hafi sett sig í samband við hann og viðrað verðhugmyndir og önnur tilboð. Tilboð hafa borist í hluta eignanna, en ekki hefur borist heildartilboð í allar eignirnar og reksturinn.

Viðskipti innlent

For­maður atvinnuveganefndar á hlut í fé­laginu sem KS keypti

Þórarinn Ingi Pétursson, formaður atvinnuveganefndar, á um það bil 0,8 prósenta hlut í Búsæld ehf., sem á rúmlega 43 prósent hlutafjár í Kjarnafæði Norðlenska hf.. Hluthafar Kjarnafæði Norðlenska hafa samþykkt kaup Kaupfélags Skagfirðinga á allt að hundrað prósent hlutafjár í félaginu. Nýsamþykkt lög, sem fóru í gegnum atvinnuveganefnd, gera kaupin möguleg.

Viðskipti innlent