Viðskipti Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. Atvinnulíf 21.10.2021 07:00 Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Viðskipti innlent 20.10.2021 21:46 Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 20.10.2021 20:00 Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. Viðskipti innlent 20.10.2021 19:09 Einn af hverjum fjórum á Íslandi notar Twitter Íslendingum sem nota Twitter fjölgar um 7% milli ára og segjast nú 24% landsmanna nota miðilinn samkvæmt nýrri samfélagsmiðlamælingu Gallup. Viðskipti innlent 20.10.2021 17:05 Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. Viðskipti innlent 20.10.2021 17:04 Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Verð á sendingum Íslandspósts á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-10 kg að þyngd tekur breytingum um mánaðamótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Neytendur 20.10.2021 16:22 Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 20.10.2021 16:01 Sif tekur við sem nýr rekstrarstjóri Aton.JL Sif Jóhannsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri samskiptafélagsins Aton.JL. Sif hefur undanfarin tvö ár starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu en tekur nú sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 20.10.2021 15:15 Hlé gert á áætlunarflugi til Íslands vegna kröfu um Covid-próf Bólusettir Norðmenn geta nú ferðast til langflestra landa Evrópu án þess að þurfa framvísa neikvæðu Covid-19 prófi. Ísland er þar undanskilið og hafa stjórnendur SAS tekið ákvörðun um að gera hlé á frekara áætlunarflugi frá Noregi til Íslands vegna þessa. Viðskipti innlent 20.10.2021 15:06 Vilja fyrst gjörbreyta byggingargeiranum og svo tölvuleikjum Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar hefur lokið 232 milljóna króna fjármögnun. Viðskipti innlent 20.10.2021 13:50 Arion banki hækkar vextina Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti. Viðskipti innlent 20.10.2021 10:11 Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Viðskipti innlent 20.10.2021 09:32 Verðmiðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og lífeyrissjóðir geta keypt fimmtungshlut Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 20.10.2021 08:01 Bein útsending: Landsbankinn kynnir þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankinn mun kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá til næstu þriggja ára á morgunfundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 í Silfurbergi í Hörpu og verður hægt að fylgjast með honum í beinu vefstreymi í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 20.10.2021 08:01 Fullyrða að Facebook muni breyta um nafn í næstu viku Til stendur að breyta nafni félagsins Facebook í næstu viku. Er ástæðan sögð vera að stofnandinn Mark Zuckerberg vilji að félagið verði þekkt fyrir svo miklu meira en bara samfélagsmiðlana. Viðskipti erlent 20.10.2021 07:31 „Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. Atvinnulíf 20.10.2021 07:01 Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. Viðskipti erlent 19.10.2021 21:53 Takmarkanir á landamærum: „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun“ Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að sér og líklega allri ferðaþjónustunni fallist hendur yfir því að ekkert sé að frétta af afléttingum á landamærum. Ferðamenn leiti annað en til Íslands vegna skilyrða hér og öll þjóðin tapi á því. Opna eigi landið fyrir öllum fullbólusettum einstaklingum. Viðskipti innlent 19.10.2021 16:31 Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 19.10.2021 13:57 Innkalla núðlur vegna glerbrota Matvælastofnun hefur varað við einni framleiðslulotu af núðlunum Mama tom yum pork sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn vegna glerbrots. Neytendur 19.10.2021 13:49 Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Viðskipti innlent 19.10.2021 11:28 Sigurjón Kjartansson hættir hjá RVK Studios Sigurjón Kjartansson yfirmaður þróunarsviðs hefur sagt upp störfum hjá kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks og hyggst starfa sjálfstætt. Viðskipti innlent 19.10.2021 10:31 Ráðin til VÍS eftir sautján ár hjá Icelandair Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. Viðskipti innlent 19.10.2021 09:25 Kaupir meirihluta í Borealis Data Center Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis. Viðskipti innlent 19.10.2021 09:13 Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins. Viðskipti innlent 19.10.2021 08:50 Eru Íslendingar lélegir neytendur? Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um samkeppnis- og neytendamál í dag klukkan 8:30 til 10 á Grand Hótel. Neytendur 19.10.2021 07:45 Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. Viðskipti innlent 18.10.2021 21:31 Ný Airpods og uppfærð MacBook Pro á kynningu Apple Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar með mikilli viðhöfn í dag. Mest fór fyrir nýjum Airpods 3 heyrnartólum og nýrri kynslóð MacBook Pro fartölvunnar. Viðskipti erlent 18.10.2021 20:52 Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Viðskipti innlent 18.10.2021 20:31 « ‹ 231 232 233 234 235 236 237 238 239 … 334 ›
Þurfum að þjálfa og styrkja tilfinningavöðvann okkar Tilfinningaviðbrögðin okkar eru ekki hönnuð fyrir nútímann og þess vegna erum við oftar í dag að upplifa líðan eins og kvíða, depurð, áhyggjur, þunglyndi, svefnleysi og fleira. En við getum þjálfað okkur í andlegri heilsu, rétt eins og þeirri líkamlegu. Atvinnulíf 21.10.2021 07:00
Segir verðhækkanir Póstsins á höfuðborgarsvæðinu koma á óvart Hrólfur Andri Tómasson, framkvæmdastjóri Dropp ehf., segir það koma á óvart að Pósturinn hafi hækkað verð á á höfuðborgarsvæðinu. Hækkunin komi þó fyrirtækjum í samkeppni við Póstinn vel. Viðskipti innlent 20.10.2021 21:46
Marel hagnaðist um 3,5 milljarða Marel hagnaðist um 23,2 milljónir evra á þriðja ársfjórðungi. Það samsvarar tæplega þremur og hálfum milljarði króna. Á sama fjórðungi í fyrra var hagnaður félagsins 29,4 milljónir evra. Tekjur Marel voru 331,9 milljónir evra, samanborið við 287,2 á sama tíma í fyrra. Viðskipti innlent 20.10.2021 20:00
Fyrsta sinn í tvö ár sem Icelandair skilar hagnaði Icelandair hagnaðist um 2,5 milljarða króna á þriðja ársfjórðungi þess árs. Þetta er í fyrsta sinn í tvö ár sem regluleg starfsemi félagsins skilar hagnaði. Bogi Nils Bogason, forstjóri, segir í tilkynningu frá Icelandair að heimsfaraldur Covid-19 hafi enn áhrif á starfsemi félagsins en þrátt fyrir það sé það á réttri leið. Viðskipti innlent 20.10.2021 19:09
Einn af hverjum fjórum á Íslandi notar Twitter Íslendingum sem nota Twitter fjölgar um 7% milli ára og segjast nú 24% landsmanna nota miðilinn samkvæmt nýrri samfélagsmiðlamælingu Gallup. Viðskipti innlent 20.10.2021 17:05
Vildu aftur ganga lengra en seðlabankastjóri Tveir af fimm nefndarmönnum í peningastefnunefnd Seðlabankans vildu hækka stýrivexti meira en gert var við síðustu vaxtákvörðun. Þann 6. október tilkynnti nefndin að vextir yrðu hækkaðir úr 1,25 prósentum í 1,50 prósent. Viðskipti innlent 20.10.2021 17:04
Verðið hjá Póstinum hækkar á landsbyggðinni Verð á sendingum Íslandspósts á fjölpósti og sendingum á pökkum 0-10 kg að þyngd tekur breytingum um mánaðamótin. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Neytendur 20.10.2021 16:22
Stóru viðskiptabankarnir allir búnir að kynna vaxtahækkanir Íslandsbanki hækkar breytilega vexti óverðtryggðra húsnæðislána um 0,15 prósentustig í kjölfar stýrivaxtahækkunar Seðlabankans. Fastir vextir óverðtryggðra húsnæðislána haldast óbreyttir. Viðskipti innlent 20.10.2021 16:01
Sif tekur við sem nýr rekstrarstjóri Aton.JL Sif Jóhannsdóttir hefur verið ráðin rekstrarstjóri samskiptafélagsins Aton.JL. Sif hefur undanfarin tvö ár starfað sem ráðgjafi hjá fyrirtækinu en tekur nú sæti í framkvæmdastjórn félagsins. Viðskipti innlent 20.10.2021 15:15
Hlé gert á áætlunarflugi til Íslands vegna kröfu um Covid-próf Bólusettir Norðmenn geta nú ferðast til langflestra landa Evrópu án þess að þurfa framvísa neikvæðu Covid-19 prófi. Ísland er þar undanskilið og hafa stjórnendur SAS tekið ákvörðun um að gera hlé á frekara áætlunarflugi frá Noregi til Íslands vegna þessa. Viðskipti innlent 20.10.2021 15:06
Vilja fyrst gjörbreyta byggingargeiranum og svo tölvuleikjum Íslenska sprotafyrirtækið Treble Technologies sem sérhæfir sig í hugbúnaði á sviði hljóðhermunar hefur lokið 232 milljóna króna fjármögnun. Viðskipti innlent 20.10.2021 13:50
Arion banki hækkar vextina Inn- og útlánsvextir hjá Arion banka munu hækka frá og með morgundeginum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá bankanum og vísað til nýlegrar stýrivaxtahækkunar Seðlabanka Íslands. Landsbankinn hefur þegar hækkað vexti. Viðskipti innlent 20.10.2021 10:11
Telja að stýrivextir nái 4,25 prósentum árið 2023 Efnahagsbatinn er hafinn af fullum krafti og horfur eru á kröftugum hagvexti á þessu og næsta ári. Reiknað er með samfelldum hagvexti næstu þrjú árin, 5,5% á næsta ári, 1,7% árið 2023 og 2% árið 2024. Áætlað er að verg landsframleiðsla nái sama stigi og fyrir faraldurinn undir lok næsta árs. Viðskipti innlent 20.10.2021 09:32
Verðmiðinn á Mílu yfir 70 milljarðar og lífeyrissjóðir geta keypt fimmtungshlut Franska sjóðastýringarfyrirtækið Ardian, sem hefur skrifað undir samkomulag um einkaviðræður og helstu skilmála vegna áformaðra kaupa á Mílu, dótturfélagi Símans, mun bjóða íslenskum lífeyrissjóðum aðkomu að viðskiptunum með því að eignast 20 prósenta hlut á sömu kjörum og Ardian sem færi þá á móti með 80 prósenta eignarhlut í fyrirtækinu. Viðskipti innlent 20.10.2021 08:01
Bein útsending: Landsbankinn kynnir þjóðhags- og verðbólguspá Landsbankinn mun kynna nýja þjóðhags- og verðbólguspá til næstu þriggja ára á morgunfundi í dag. Fundurinn hefst klukkan 8.30 í Silfurbergi í Hörpu og verður hægt að fylgjast með honum í beinu vefstreymi í spilaranum hér fyrir neðan. Viðskipti innlent 20.10.2021 08:01
Fullyrða að Facebook muni breyta um nafn í næstu viku Til stendur að breyta nafni félagsins Facebook í næstu viku. Er ástæðan sögð vera að stofnandinn Mark Zuckerberg vilji að félagið verði þekkt fyrir svo miklu meira en bara samfélagsmiðlana. Viðskipti erlent 20.10.2021 07:31
„Það er í lagi að segja ekki alltaf allt gott“ Í stað þess að segjast alltaf segja allt gott og þykjast vera hress, þurfum við mögulega að læra að segja satt og viðurkenna að okkur líður ekkert alltaf vel. Líka í vinnunni. Atvinnulíf 20.10.2021 07:01
Ekki Tesla heldur SpaceX sem muni gera Musk að billjónamæringi Það verður ekki bílafyrirtækið Tesla sem mun mögulega gera Elon Musk, auðugasta mann heims, að fyrsta billjónamæringnum (í dölum talið) heldur geimfyrirtækið SpaceX. Greinendur bandaríska fjárfestingabankans Morgan Stanley telja að SpaceX muni hafa gífurleg áhrif á heiminn og geimferðir. Viðskipti erlent 19.10.2021 21:53
Takmarkanir á landamærum: „Þetta er óskýrt og þetta bara stenst enga skoðun“ Birgir Jónsson, forstjóri Play, segir að sér og líklega allri ferðaþjónustunni fallist hendur yfir því að ekkert sé að frétta af afléttingum á landamærum. Ferðamenn leiti annað en til Íslands vegna skilyrða hér og öll þjóðin tapi á því. Opna eigi landið fyrir öllum fullbólusettum einstaklingum. Viðskipti innlent 19.10.2021 16:31
Magnús Ólafur orðinn gjaldþrota Magnús Ólafur Garðarsson, fyrrverandi forstjóri United Silicon, hefur verið úrskurðaður gjaldþrota í Danmörku. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 12. október en birtur í Lögbirtingablaðinu í dag. Viðskipti innlent 19.10.2021 13:57
Innkalla núðlur vegna glerbrota Matvælastofnun hefur varað við einni framleiðslulotu af núðlunum Mama tom yum pork sem fyrirtækið Lagsmaður flytur inn vegna glerbrots. Neytendur 19.10.2021 13:49
Leiðandi hagvísir ekki verið hærri frá 2018 Leiðandi hagvísir Analytica hækkaði í september og hefur ekki verið hærri síðan sumarið 2018. Hann hefur nú hækkað í eitt ár samfleytt. Viðskipti innlent 19.10.2021 11:28
Sigurjón Kjartansson hættir hjá RVK Studios Sigurjón Kjartansson yfirmaður þróunarsviðs hefur sagt upp störfum hjá kvikmyndafyrirtæki Baltasars Kormáks og hyggst starfa sjálfstætt. Viðskipti innlent 19.10.2021 10:31
Ráðin til VÍS eftir sautján ár hjá Icelandair Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir hefur verið ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. Viðskipti innlent 19.10.2021 09:25
Kaupir meirihluta í Borealis Data Center Franski fjárfestingarsjóðurinn Vauban Infrastructure Partners hefur keypt meirihlutaeign í íslenska félaginu Borealis Data Center sem áður hét Etix Everywhere Borealis. Viðskipti innlent 19.10.2021 09:13
Orkureiturinn seldur fyrir tæpa fjóra milljarða og uppbygging framundan Reitir hafa náð samkomulagi við Íslenskar fasteignir ehf. um sölu Orkureitsins svokallaða fyrir 3.830 milljónir króna. Mikil uppbygging er framundan á reitnum ef marka má teikningar af framtíðarútliti reitsins. Viðskipti innlent 19.10.2021 08:50
Eru Íslendingar lélegir neytendur? Verðlagseftirlit ASÍ og Neytendasamtökin standa fyrir morgunverðarfundi um samkeppnis- og neytendamál í dag klukkan 8:30 til 10 á Grand Hótel. Neytendur 19.10.2021 07:45
Heimsókn í óþekkjanlegt Kolaport Kolaportið hefur tekið stakkaskiptum síðustu vikurnar. Illa þefjandi fiskmarkaður innan um óteljandi sölubása með misgeðslegum klæðum hefur vikið fyrir nútímalegum bar, götumatsölustöðum og breytist síðan í veislusal á kvöldin þegar svo ber undir. Viðskipti innlent 18.10.2021 21:31
Ný Airpods og uppfærð MacBook Pro á kynningu Apple Tæknirisinn Apple kynnti nýjustu vörur sínar með mikilli viðhöfn í dag. Mest fór fyrir nýjum Airpods 3 heyrnartólum og nýrri kynslóð MacBook Pro fartölvunnar. Viðskipti erlent 18.10.2021 20:52
Búin að vera að hamstra vörur síðan í sumar Kaupmaður í miðbænum segir vöruskort síðustu mánaða hafa verið gríðarlega áskorun. Hún hafi byrjað að hamstra vörur fyrr á árinu til að mæta eftirspurn í jólavertíðinni - og ráðleggur fólki að bíða ekki of lengi með jólainnkaupin. Viðskipti innlent 18.10.2021 20:31