Viðskipti

Met slegið í fjölda seldra íbúða

Í mars var slegið met í fjölda seldra íbúða í einum mánuði þegar 1.300 kaupsamningar voru útgefnir. Hefur meðalsölutími íbúða aldrei verið styttri á höfuðborgarsvæðinu og seldist tæplega þriðjungur eigna þar yfir ásettu verði.

Viðskipti innlent

16,9 milljarðar í styrki vegna far­aldursins

Um 14,5 milljarðar króna hafa verið greiddir í tekjufalls- og viðspyrnustyrki sem ætlað er að aðstoða rekstraraðila, þar með talið einyrkja, sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna heimsfaraldurs kórónuveiru. Um 2,4 milljarðar króna hafa verið greiddir í lokunarstyrki.

Viðskipti innlent

„Ekki nóg að stilla stólinn rétt og hafa skrifborðið í réttri hæð“

Vinnan getur verið uppspretta andlegrar orku, ekkert ólíkt þeirri upplifun að ganga á fjöll eða sinna öðrum áhugamálum. Vinnustaðir þurfa að hanna sveigjanlegri kerfi sem hver og einn starfmaður getur aðlagað að sér og sínum verkefnum. Og íslensk fyrirtæki eru nú þegar að sjá vísbendingar um að fólk hugi að flutningum á milli landshluta eða jafnvel til annarra landa, nú þegar fjarvinna er orðin að veruleika til framtíðar.  Þetta er meðal þess sem fram kemur í svörum mannauðstjóra sem teknir voru tali í dag, í tilefni alþjóðlega mannauðsdagsins sem er í dag.

Atvinnulíf

Hóta málsókn og saka ASÍ um „annar­legan á­róður“

Nýja flug­fé­lagið Play hefur lýst yfir sárum von­brigðum með að Al­þýðu­sam­band Ís­lands (ASÍ) hafi í dag hvatt lands­menn til að snið­ganga flug­fé­lagið vegna lágra launa sem flug­fé­lagið mun bjóða starfs­fólki sínu. Fé­lagið krefst þess að ASÍ dragi full­yrðingar sínar til baka annars verði það að leita réttar síns í málinu.

Viðskipti innlent

Dönsk skip flytja koltvísýring til förgunar á Íslandi

Samið hefur verið um að danska skipafélagið Dan-Unity CO2 sjái um flutning á koltvísýringi til förgunar í fyrirhugaðri miðstöð Carbfix í Straumsvík. Siglingarnar eiga að hefjast árið 2025 en stefnt er að því að farga allt að þremur milljónum tonna af koltvísýringi árlega árið 2030.

Viðskipti innlent

Valeria til Advania

Advania hefur ráðið Valeriu Rivina sem nýjan forstöðumann veflausna. Hún hefur tíu ára stjórnunarreynslu í upplýsingatæknigeiranum og hefur leitt umfangsmikil stafræn umbóta- og þróunarverkefni.

Viðskipti innlent

CCP vann til Webby verðlauna

CCP Games vann í gær til hinna virtu Webby netverðlauna fyrir smáleik innan leiksins EVE Online. Nánar tiltekið snúast verðlaunin sem CCP vann um samfélagsþjónustu innan tölvuleikja og heitir verkefnið sem vann Project Discovery.

Viðskipti innlent

Stjörnu­torg Kringlunnar mun færa sig um set

Til stendur að ráðast í miklar framkvæmdir á þriðju hæð Kringlunnar sem munu meðal annars skila sér í nýrri mathöll, breyttu Ævintýralandi og svokölluðum búbblublómaskála. Kostnaður er áætlaður um milljarður króna og framkvæmdatíminn um eitt og hált til tvö ár.

Viðskipti innlent

„Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi“

„Það er enginn vafi á að starf mannauðsstjóra er að taka stakkaskiptum. Þessir tímar breytinga eru bæði yfirþyrmandi og spennandi en það að setja fólk í forgang mun skipta sköpum. Það er því bráðnauðsynlegt að mannauðsstjórar stígi fram, hætti að bregðast við breytingum og fari að leiða þær. Þannig mótum við nýja framtíð,“ segir Ásdís Eir Símonardóttir, formaður Mannauðs. Alþjóðlegi mannauðsdagurinn er á morgun og er yfirskrift dagsins í þetta sinn „HR shaping the new future,“ eða Mannauðsmál móta nýja framtíð.

Atvinnulíf

Árni Huldar til KPMG Law

Árni Huldar Sveinbjörnsson hefur hafið störf hjá KPMG Law. Hann starfaði áður sem yfirlögfræðingur Lykils fjármögnunar hf. og nú síðast sem sviðsstjóri viðskiptasviðs Lykils.

Viðskipti innlent