Inter gagnrýnir Símann 12. júní 2004 00:01 Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira
Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Viðskipti innlent Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Verð á innlendri dagvöru hækkar hraðar en verð á erlendri Neytendur Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Viðskipti innlent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Viðskipti innlent Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Viðskipti innlent Síðasti dropinn á sögulegri stöð Viðskipti innlent Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Viðskipti innlent Apple skoðar að stýra snjalltækjum með hugsunum Viðskipti erlent Ætlar ekki að deyja í smán og gefur frá sér auðæfin Viðskipti erlent Fleiri fréttir Verslun Nettó í Glæsibæ opnar líklega á morgun Dregur úr tapi og notendum fjölgar um 66 prósent Vonar að almenningur nýti forganginn í bankasölunni Ráðinn forstöðumaður Öryggislausna OK Útboðið á ríkishlutum í Íslandsbanka hafið Síðasti dropinn á sögulegri stöð Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sjá meira