Inter gagnrýnir Símann 12. júní 2004 00:01 Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Inter, samtök netþjónustufyrirtækja, gagnrýna skort á gagnsæi í ársreikningum Símans. Samtökin telja þar eigi að koma fram rekstrarlegur aðskilnaður sviða Símans sem eiga í samkeppnisrekstri. "Kveðið er á um í samkeppnislögum að fyrirtæki í markaðsráðandi greini þannig á milli. Í staðinn er afkoma deilda tekin saman í eina tölu," segir Björn Davíðsson, stjórnarmaður í Inter. "Við höfum gert því skóna að Síminn hafi t.d. látið deildina sem við keppum við [Síminn Internet] sleppa við tiltekinn kostnað, svo sem við hönnun og gerð auglýsinga," segir Björn. Í svari fjármálaráðherra um sama mál á Alþingi segir að ráðuneytinu sé ekki kunnugt um að Póst - og fjarskiptastofnun hafi farið fram á við Símann "að hann viðhafi fjárhagslegan aðskilnað í umræddri starfsemi". Björn furðar sig á þessu svari. "Það er mjög alvarlegt mál ef ráðherrar eru farnir að víkja sér undan því að svara spurningum í stað þess að afla upplýsinganna sem þeir þó hafa aðgang að sem handhafi hlutabréfsins," sagði hann. Að sögn Björns er Inter með nokkur mál í gangi hjá Samkeppnisstofnun vegna Símans, bæði umkvartanir og ábendingar og svo einnig kærur, t.d. vegna samtvinnunar þjónustu frá óskyldum deildum. Hrafnkell V. Gíslason, forstjóri Póst- og fjarskiptastofnunar, segir að af hálfu stofnunarinnar sé farið fram á bókhaldslegan aðskilnað, en það sé dálítið annað en fjárhagslegur aðskilnaður líkt og farið sé fram á af hálfu Samkeppnisstofnunar. "En hún mælti fyrir um slíkan aðskilnað með ákvörðun númer 17 frá árinu 1999," sagði Hrafnkell. "Varðandi bókhaldslegan aðskilnað milli deilda fylgjum við ákvörðunum Samkeppnisstofnunar og laga og reglugerðarfyrirmælum þar að lútandi. Enda höfum við hvorki fengið athugasemdir við framkvæmdina á því frá Samkeppnisstofnun, né Póst- og fjarskiptastofnun," sagði Páll Ásgrímsson, framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Símans, og bætti við að Síminn kysi annars að tjá sig ekki um mál á meðan þau væru til meðferðar hjá Samkeppnisstofnun. "Við höfum frest til júníloka að veita umsögn um erindi stofnunarinnar og í bili er ekki meira um það að segja," sagði Páll.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira