Lagt til hliðar vegna rannsóknar 12. júní 2004 00:01 Baugur Group afskrifaði ríflega 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores í Bandaríkjunum á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Þá hefur verið gert ráð fyrir áætlaðri skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga, sem gætu fylgt í kjölfar frumskýrslu skattrannsóknarstjóra, en hún var afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Methagnaður varð á rekstri félagsins á síðasta ári eða 9,5 milljarðar króna. "Ég vil ekki gefa það upp," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, spurður um þá upphæð sem lögð hefði verið til hliðar vegna skattrannsóknarinnar. Spurður hvernig sú upphæð væri fundin sagði Jón Ásgeir að krafan frá skattrannsóknarstjóra hefði verið reiknuð út eins og hún liti út í fyrsta umgangi. "Við höfum andmælarétt til 25. júní næstkomandi og teljum okkur geta svarað þessu öllu, en gagnvart okkar lánardrottnum teljum við rétt að gera þetta með þessum hætti," sagði hann. Á aðalfundinum kom fram að Baugur Group hf. er nú kjölfestufjárfestir í alls 9 félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 milljörðum króna á ári. Hjá þessum félögum starfa samtals um 9.500 manns. Miklar vonir eru bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækjum eigi eftir að aukast enda hafa þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi má benda á að EBITDA-hagnaður Oasis á síðastliðnu ári jafngildir um 4,5 milljörðum króna, en Baugur Group hf. á 57% í félaginu. Félagið hyggst auka umsvif sín og fjárfestingar erlendis en draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármálastofnunum Bretlands og mun í samstarfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartækifæri þar í landi, einkum á sviði verslunar og fasteignareksturs. Fram kom á fundinum að búist er við að endanleg skýrsla skattrannsóknarstjóra verði send til ríkisskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurannsókn embættis ríkislögreglustjóra, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sullenberger í garð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra og Tryggva Jónssonar, þáverandi aðstoðarforstjóra. Báðir hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá félaginu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því, að mati endurskoðenda. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira
Baugur Group afskrifaði ríflega 2,2 milljarða króna vegna gjaldþrots Bonus Stores í Bandaríkjunum á síðasta ári, að því er fram kom á aðalfundi félagsins í gær. Þá hefur verið gert ráð fyrir áætlaðri skattakvöð vegna hugsanlegra skattbreytinga, sem gætu fylgt í kjölfar frumskýrslu skattrannsóknarstjóra, en hún var afhent félaginu 4. júní síðastliðinn. Methagnaður varð á rekstri félagsins á síðasta ári eða 9,5 milljarðar króna. "Ég vil ekki gefa það upp," sagði Jón Ásgeir Jóhannesson forstjóri, spurður um þá upphæð sem lögð hefði verið til hliðar vegna skattrannsóknarinnar. Spurður hvernig sú upphæð væri fundin sagði Jón Ásgeir að krafan frá skattrannsóknarstjóra hefði verið reiknuð út eins og hún liti út í fyrsta umgangi. "Við höfum andmælarétt til 25. júní næstkomandi og teljum okkur geta svarað þessu öllu, en gagnvart okkar lánardrottnum teljum við rétt að gera þetta með þessum hætti," sagði hann. Á aðalfundinum kom fram að Baugur Group hf. er nú kjölfestufjárfestir í alls 9 félögum hér á landi og erlendis og jafngildir velta þessara félaga um 130 milljörðum króna á ári. Hjá þessum félögum starfa samtals um 9.500 manns. Miklar vonir eru bundnar við að verðmæti hluta félagsins í þessum fyrirtækjum eigi eftir að aukast enda hafa þau öll verið að eflast. Gildir það jafnt um skráðu félögin og hin óskráðu. Í því sambandi má benda á að EBITDA-hagnaður Oasis á síðastliðnu ári jafngildir um 4,5 milljörðum króna, en Baugur Group hf. á 57% í félaginu. Félagið hyggst auka umsvif sín og fjárfestingar erlendis en draga úr vægi starfsemi sinnar á Íslandi. Baugur Group hf. hefur myndað sterk viðskiptatengsl við margar af virtustu fjármálastofnunum Bretlands og mun í samstarfi við þær og aðra fjárfesta freista þess að nýta margvísleg fjárfestingartækifæri þar í landi, einkum á sviði verslunar og fasteignareksturs. Fram kom á fundinum að búist er við að endanleg skýrsla skattrannsóknarstjóra verði send til ríkisskattstjóra til afgreiðslu síðar í sumar eða í haust. Skattrannsóknin er sprottin upp úr lögreglurannsókn embættis ríkislögreglustjóra, en sú rannsókn hófst 28. ágúst 2002 í kjölfar ásakana Jóns Geralds Sullenberger í garð þeirra Jóns Ásgeirs Jóhannessonar forstjóra og Tryggva Jónssonar, þáverandi aðstoðarforstjóra. Báðir hafa staðfastlega haldið fram sakleysi sínu og ekkert hefur komið fram hjá félaginu sem bendir til þess að stjórnendur hafi brotið á því, að mati endurskoðenda.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Viðskipti innlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Viðskipti innlent Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Viðskipti innlent Fólk muni eiga meira eftir í buddunni um mánaðamótin Neytendur Um fimmtíu verið sektuð fyrir að greiða ekki rétt fargjald Neytendur „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Viðskipti innlent „Að fyrirtæki líti inn á við áður en kolefnisjöfnun er keypt“ Atvinnulíf „Helst eldri stjórnendur sem vilja fá fólkið til baka“ Atvinnulíf Fleiri fréttir 40 prósent dýrara að leigja á almennum húsnæðismarkaði Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Landsbankinn sé „svo sannarlega“ enn banki allra landsmanna Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Sjá meira