Skiptar skoðanir: Á að leyfa vændi? 13. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gera þarf skurk í búsetumálum eldri borgara Ólafur Ísleifsson skrifar Skoðun „Ég hefði nú ekkert á móti því að taka aðeins í tæjuna“ Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Vilt þú breytingu á stjórn landsins? Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Hugsjónir ójafnaðarmanns - svar við bréfi Kára Snorri Másson skrifar Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar Skoðun Búsetufrelsi og lögheimilisskráning Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og aðrar villur í umræðunni um Evrópusambandið Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar Skoðun Þess vegna er ég á lista VG í Suðurkjördæmi Þorsteinn Ólafsson skrifar Skoðun Svínsleg mismunun gagnvart eldra fólki Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Hverjir myrða konur? Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Það sé ykkur til fæðu“ - hugleiðing um jólamat Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Ferðafrelsið er dýrmætt Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn er Samfylkingin Júlíus Viggó Ólafsson skrifar Skoðun Mannúðleg innflytjendastefna Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er vandamálið á húsnæðismarkaðinum og hvernig leysum við það Ómar Ingþórsson skrifar Skoðun Er heilbrigði besta lausnin? Lukka Pálsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Sjálfskaparvíti Samfylkingar og Viðreisnar Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Evrópudagur sjúkraliða Sandra B. Franks skrifar Skoðun Baráttan um Ísland og sjálfstæði þjóðar Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Alvöru aðgerðir í húsnæðismálum – x við V Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Er skynsemi Sigmundar Davíðs o.fl. skynsamleg? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Af hverju kýs ég Samfylkinguna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Uppeldi, færni til framtíðar - fór í skúffu stjórnvalda! Una María Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um vændi. Katrín Jakobsdóttir: Þegar því er haldið fram að vændi sé góð og gild atvinnugrein og enginástæða sé til að banna það, gleymist oft að horfa á heildarmyndina. Íþessu máli þarf að kafa dýpra og ekki nægir að spyrja einfaldlega hvortfólk eigi að hafa leyfi til að selja líkama sinn eins og aðrar eignirsínar.Það má til dæmis ekki gleyma því að vændi er sjaldnast val. Fá ungmennihugsa: "Jæja, hvort á ég nú að verða pípari, íslenskufræðingur eða hóra?"og ákveða svo að það sé víst mesti peningurinn í vændinu.Þeir sem stunda vændi hafa yfirleitt leiðst út í það úr sárri neyð og líður sjaldnast vel í starfi. Það er ekki vel borgað og flestum þeim sem selja sig, hvort sem það eru karlmenn eða konur, líður afar illa. Erfitt er því að tala um að vændi sé réttur einstaklingsins til að "fá að selja sig" þar sem þetta er yfirleitt örþrifaráð sem enginn grípur til að gamni sínu. Sem stendur er ólöglegt að selja sig en kaupin á þjónustunni eru hinsvegar ekki ólögleg. Nú liggur fyrir frumvarp um að kaup á vændi verði gerð ólögleg sem væri framþróun frá núverandi lagaumhverfi þar sem kaupandinnber enga ábyrgð.Friðbjörn Orri Ketilsson:Rangt er að þvinga frjálsa einstaklinga til að gera eitthvað sem þeir ekki samþykkja. Rangt er að banna öðrum að velja ef val þeirra skaðar ekki aðra. Frelsið er hornsteinn þess að allir fái notið hæfileika sinna og geti gert það sem þeir sjálfir kjósa til að tryggja velferð sína í framtíðinni. Það er ekki hlutverk ríkisvaldsins að setja siðferðisreglur og ákveða fyrir fólk hvað sé gáfulegt og hvað ekki. Hlutverk ríkisvaldsins er að vernda rétt einstaklinganna til lífs, frelsis og eigna gegn ágangi annarra.Augljóslega er rangt er að neyða fólk til kynlífs gegn greiðslu á sama hátt og rangt er að neyða fólk til búðarstarfa gegn greiðslu. Það er ekki verknaðurinn sjálfur sem er slæmur heldur þvingunin. Það er hún sem berjast þarf gegn. Kynlíf gegn greiðslu þar sem allir aðilar máls eru samþykkir skaðar engan og á því ekki að vera bönnuð. Þar er um frjálst val einstaklinga að ræða, frjálst val sem okkur ber að virða óháð ríkjandi gildismati meirihlutans á hverjum tíma eða tísku.Besta leiðin til að sporna við nauðung á tilteknu sviði er að viðurkenna starfsemina og hleypa henni upp á yfirborðið svo að ofbeldi sé ekki lausn samningsbrota heldur eðlileg málsmeðferð fyrir dómsstólum. Ef kynlíf gegn greiðslu væri löglegt drægi einnig mjög úr svonefndu mannsali þar sem fyrirtæki í löglegum rekstri gætu ekki beitt starfsmenn sína ofbeldi og þvingunum þar sem slíkt er ólöglegt. Samkeppni um vinnuaflið mun svo bæta hag þeirra sem í greininni starfa rétt eins og á öðrum sviðum atvinnulífsins. Frelsið er lausnin.
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Rödd mannréttinda, jöfnuðar og jafnréttis þarf að hljóma á Alþingi Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Af hverju er nauðsyn að fá Sósíalista inn á þing og í næstu ríkisstjórn? Ólafur H. Ólafsson skrifar
Skoðun Geðveikir frasar – en það þarf að vera plan! Ragna Sigurðardóttir,Sigurþóra Bergsdóttir skrifar
Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson skrifar
Skoðun Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Nándarhryðjuverk er mannréttindabrot sem fær lítil viðbrögð frá samfélaginu Birna Sól Daníelsdóttir, Helga Benediktsdóttir,Telma Lísa Elmarsdóttir skrifar
Skoðun Willum Þór – fyrir konur Heiðdís Geirsdóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Hjördís Guðný Guðmundsdóttir skrifar
Samfylkingin hafnar einkavæðingu í skólakerfinu Arnór Heiðar Benónýsson,Anna María Jónsdóttir Skoðun