Sigurganga Guðrúnar frá Lundi 13. júní 2004 00:01 Andlegt líf - Guðbergur Bergsson Um þessar mundir er drjúg hreyfingin kringum Guðrúnu frá Lundi. Ungar skáldkonur eru svo æstar yfir hvernig var farið með hana að ef hún væri á lífi myndu þær kasta tölvunum sínum í tunnuna og fara norður í land á reiðhjóli af einskærri fórnarlund til að skúra, elda og hella upp á könnuna svo hún gæti helgað sig ritstörfum og indælu molakaffi. Sumar vilja hafa manninn með og hann gæti þá smurt ofan í hana tíukorna heilsubrauðið. Ekki eru ungir menntamenn síðri. Og jafnvel eldri, viðurkenndir og gráhærðir ólátabelgir síns tíma, játa núna að þeir hafi bara verið róttækir á pappírnum en innilega hrifnir af Guðrúnu, sem þeir telja að hafi verið píslarvott stalínstímans á Íslandi, eins og þeir líka sem urðu að liggja í Dalalífi í felum niðri í kjallara. Því ef komist hefði upp um þá hefði kommaafinn rotað þá með Kiljani. Maður gæti haldið að öld væri liðin frá dauða Guðrúnar og bókmenntasinna með sektarkenndarsár langi að græða þau og má út syndir feðranna með hátíð sem hreinsar bókmenntasöguna af svívirðu. Varla hittir maður karl eða konu af menntaðri millistétt, kjósendur Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar, án þess að Guðrúnu beri ekki á góma eftir tvær mínútur. Því er óhætt að segja að ef allir vildu Lilju kveðið hafa eftir kaþólskan sið á Íslandi, vildu nú allir hafa borið Guðrúnu á höndum sér eftir andlát Kiljans. Hrifningin er mest hjá ættmönnum úr gæðingaflokki sósíalista, sem áttu rauða afa af prestaættum og sovétsinnaða pabba kringum Kristinn E. Andrésson, versta kommúnista í sögunni. Sumir ganga með Dalalíf á sér í vasabroti, prentað hjá sameiningarútgáfu sósíalista og sjálfstæðismanna, Eddunni. Ástin á Guðrúnu fer einkennilega en eðlilega saman við áhuga þannig sambandssinna á glæpasögum og reyfurum, sem mátti ekki minnast á þegar maðurinn sem kæfði Kristmann réð öllu í bókmenntum með dólgslegum orðum, stofnaði Mál og menningu, hamaðist gegn Ellery Queen og hefði langað að brenna bók hans Double, Double. En þá bregður svo við á mótsagnakenndum vængjum samfélags okkar, að hið gagnstæða gerist. Afkomendur hins sauðsvarta almennings, sem las á sínum tíma ekkert nema bækur Guðrúnar, vita varla hver hún var eða að hún sé framúrstefnu-feministakerling fyrir háskólafólk. Sem er á vissan hátt rétt í ljósi smekks þess tíma sem við lifum á. Svipað gerist hjá afkomendum kanasinnaðra kvenna og karla sem var "gott í enskunni" og áttu svo troðfull herbergi af amerískum glæpasögum að varla var hægt að komast inn, en tækist það kafnaði maður næstum í dauni af kiljupappír. Þetta íhaldspakk, mömmudrengir, kerlingasubbur eða dægurlagafólk, lá alla daga í reyfurunum meðan aðrir lásu róttæka höfunda. Nú hefur allt snúist við. Annað hvort lesa afkomendur almennings eða kanaleppa ekkert eða bækur innan stefnu sem heitir lyklastraumurinn: DaVincilyklinn, Dantelyklinn, Stúlkuna með perlueyrnalokkana, þótt þeir hafi ekki hugmynd um hver Leonardo da Vinci var, enn síður Dante og alls ekki Vermeer. Að þeirra viti eru þetta bara bækur sem eru mikið "teknar". Allir hóparnir eiga eitt sameiginlegt: Uppstrílaðan áhuga sem einkennist af þykjastþekkingu á stjórnmálum og menningarsögu. Í lesefni þeirra er nóg af henni og þeir ræða um reyfara, fléttur, lykla og Guðrúnu yfir hvítvíni kringum ostabakka og spyrja með R-listalegum lausnasvip hvort ekki væri spennandi að púsla sama kertafleytingu og flöskuskeytum á næstu listahátíð í Reykjavík. Enginn greinarmunur er gerður á athafnasemi og listsköpun. Svo bráðum skrifar einhver Snorralykilinn með kvikmynd í huga. Á síðustu síðunum leysist fléttan í göngunum í Reykholti þar sem saman fer dularfullt völundarhús í anda Snorra Sturlusonar og þéttriðið net þeirra sem vilja hann feigan. Í lokin er honum drekkt í lauginni og hann flýtur þar uppbelgdur þegar börn koma til að baða á sér tærnar. Myndrænt séð er réttara að drekkja Snorra en láta höggva hann. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geymsla Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Andlegt líf - Guðbergur Bergsson Um þessar mundir er drjúg hreyfingin kringum Guðrúnu frá Lundi. Ungar skáldkonur eru svo æstar yfir hvernig var farið með hana að ef hún væri á lífi myndu þær kasta tölvunum sínum í tunnuna og fara norður í land á reiðhjóli af einskærri fórnarlund til að skúra, elda og hella upp á könnuna svo hún gæti helgað sig ritstörfum og indælu molakaffi. Sumar vilja hafa manninn með og hann gæti þá smurt ofan í hana tíukorna heilsubrauðið. Ekki eru ungir menntamenn síðri. Og jafnvel eldri, viðurkenndir og gráhærðir ólátabelgir síns tíma, játa núna að þeir hafi bara verið róttækir á pappírnum en innilega hrifnir af Guðrúnu, sem þeir telja að hafi verið píslarvott stalínstímans á Íslandi, eins og þeir líka sem urðu að liggja í Dalalífi í felum niðri í kjallara. Því ef komist hefði upp um þá hefði kommaafinn rotað þá með Kiljani. Maður gæti haldið að öld væri liðin frá dauða Guðrúnar og bókmenntasinna með sektarkenndarsár langi að græða þau og má út syndir feðranna með hátíð sem hreinsar bókmenntasöguna af svívirðu. Varla hittir maður karl eða konu af menntaðri millistétt, kjósendur Vinstri grænna eða Samfylkingarinnar, án þess að Guðrúnu beri ekki á góma eftir tvær mínútur. Því er óhætt að segja að ef allir vildu Lilju kveðið hafa eftir kaþólskan sið á Íslandi, vildu nú allir hafa borið Guðrúnu á höndum sér eftir andlát Kiljans. Hrifningin er mest hjá ættmönnum úr gæðingaflokki sósíalista, sem áttu rauða afa af prestaættum og sovétsinnaða pabba kringum Kristinn E. Andrésson, versta kommúnista í sögunni. Sumir ganga með Dalalíf á sér í vasabroti, prentað hjá sameiningarútgáfu sósíalista og sjálfstæðismanna, Eddunni. Ástin á Guðrúnu fer einkennilega en eðlilega saman við áhuga þannig sambandssinna á glæpasögum og reyfurum, sem mátti ekki minnast á þegar maðurinn sem kæfði Kristmann réð öllu í bókmenntum með dólgslegum orðum, stofnaði Mál og menningu, hamaðist gegn Ellery Queen og hefði langað að brenna bók hans Double, Double. En þá bregður svo við á mótsagnakenndum vængjum samfélags okkar, að hið gagnstæða gerist. Afkomendur hins sauðsvarta almennings, sem las á sínum tíma ekkert nema bækur Guðrúnar, vita varla hver hún var eða að hún sé framúrstefnu-feministakerling fyrir háskólafólk. Sem er á vissan hátt rétt í ljósi smekks þess tíma sem við lifum á. Svipað gerist hjá afkomendum kanasinnaðra kvenna og karla sem var "gott í enskunni" og áttu svo troðfull herbergi af amerískum glæpasögum að varla var hægt að komast inn, en tækist það kafnaði maður næstum í dauni af kiljupappír. Þetta íhaldspakk, mömmudrengir, kerlingasubbur eða dægurlagafólk, lá alla daga í reyfurunum meðan aðrir lásu róttæka höfunda. Nú hefur allt snúist við. Annað hvort lesa afkomendur almennings eða kanaleppa ekkert eða bækur innan stefnu sem heitir lyklastraumurinn: DaVincilyklinn, Dantelyklinn, Stúlkuna með perlueyrnalokkana, þótt þeir hafi ekki hugmynd um hver Leonardo da Vinci var, enn síður Dante og alls ekki Vermeer. Að þeirra viti eru þetta bara bækur sem eru mikið "teknar". Allir hóparnir eiga eitt sameiginlegt: Uppstrílaðan áhuga sem einkennist af þykjastþekkingu á stjórnmálum og menningarsögu. Í lesefni þeirra er nóg af henni og þeir ræða um reyfara, fléttur, lykla og Guðrúnu yfir hvítvíni kringum ostabakka og spyrja með R-listalegum lausnasvip hvort ekki væri spennandi að púsla sama kertafleytingu og flöskuskeytum á næstu listahátíð í Reykjavík. Enginn greinarmunur er gerður á athafnasemi og listsköpun. Svo bráðum skrifar einhver Snorralykilinn með kvikmynd í huga. Á síðustu síðunum leysist fléttan í göngunum í Reykholti þar sem saman fer dularfullt völundarhús í anda Snorra Sturlusonar og þéttriðið net þeirra sem vilja hann feigan. Í lokin er honum drekkt í lauginni og hann flýtur þar uppbelgdur þegar börn koma til að baða á sér tærnar. Myndrænt séð er réttara að drekkja Snorra en láta höggva hann.
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun