KB banki tvöfaldast 14. júní 2004 00:01 Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira
Eftir kaup KB banka á danska fjárfestingarbankanum FIH verða heildareignir KB banka tæplega 50 prósent meiri en samanlagðar eignir Íslandsbanka og Landsbankans. Heildareignir KB banka verða 1.470 milljarðar króna, en samanlagaðar eignir hinna bankanna tveggja eru tæpir þúsund milljarðar króna. Eignir KB banka fyrir sameiningu námu 601 milljarði króna. Verðmæti KB banka hækkaði um 12,5 prósent á markaði í gær og er verðmæti bankans 173 milljarðar króna. Bankinn er langverðmætasta fyrirtæki á markaði, en næst kemur Actavis, sem metið er á markaði á tæpa 123 milljarða króna. Þriðja verðmætasta fyrirtækið á markaði er Íslandsbanki og er bankinn metinn á 82,5 milljarða króna. KB banki er fyrir sameiningu við FIH tvöfalt verðmætari en Íslandsbanki. Verðmæti KB banka er nærri tíu sinnum meira en verðmæti stórfyrirtækjanna Samherja og Flugleiða. Eftir hlutafjáraukningu mun markaðsvirði KB banka aukast enn og verða á þriðja hundrað milljarða króna. Að sögn Sigurðar Einarssonar, stjórnarformanns KB banka, liggja mörg tækifæri í kaupum á danska bankanum. FIH er gamall fjárfestingarbanki danska iðnaðarins með sterk tengsl við dönsk iðnfyrirtæki. Um fimm þúsund dönsk fyrirtæki eru í viðskiptum við bankann og sjá forsvarsmenn KB banka mikla möguleika í að nýta tengslin og bæta við þjónustu við fyrirtækin með ýmiss konar fyrirtækjaráðgjafarverkefnum. FIH hefur fyrst og fremst verið í lánastarfsemi og er kostnaðarhlutfall bankans lágt og afskriftir verið litlar. "Það er sama hvar okkur ber niður. Bankinn er mjög vel rekinn og við munum reiða okkur á núverandi stjórnendur bankans." Lars Johansen, framkvæmdastjóri FIH, fagnaði nýjum eigendum og segir mikilvægt að kaupendurnir stefni í sömu átt og stjórnendur bankans. Matsfyrirtækið Moody's hefur boðað endurskoðun á lánshæfismati KB banka til hækkunar sem mun hafa mjög jákvæð áhrif á fjármögnun bankans. Stærsti banki Norðurlanda, Nordea, var meðal þeirra sem kepptu við KB banka um kaupin. Starfsmenn FIH fögnuðu niðurstöðunni þegar ljóst var að KB banki yrði ofan á í viðskiptunum.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Situr uppi með „fýlusvipinn“ þrátt fyrir að hafa borgað fyrir aðgerð Neytendur Vonar að Icelandair sjái sóma sinn í að bæta fólki tjónið Neytendur Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Atvinnulíf Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Viðskipti innlent „Óumflýjanlegt“ kílómetragjald kynnt í vikunni Neytendur Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Harma ónákvæma tilkynningu Kauphallar Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Skrifuðu undir viljayfirlýsingu um Coda-stöð í Ölfusi Loðnuvertíð eftir allt saman Heimar kaupa umdeild hús á rúma sex milljarða Play í sögulegri lægð eftir merkingu Kauphallar Bein útsending: Stærðin skiptir máli Rannsaka gögnin sem skera úr um hvort það verði loðnuvertíð Kaupin á TM: „Þetta mun einfaldlega ganga í gegn“ Árstekjur starfsmanna lækkuðu um fimmtung vegna loðnubrests „Tugir kúabúa gætu þurft að hætta“ „Það kæmi mér verulega á óvart ef þessi samruni yrði að veruleika“ Hulda ráðin framkvæmdastjóri Nox á Íslandi Bætast í eigendahóp Markarinnar Þriðjungur flugvéla Play leigðar út í næstum þrjú ár Fjallað um strandveiðar á Alþingi í sérstakri umræðu Samruninn skili ekki aukinni samkeppni Níu milljarða tap en staðan styrkist Fetar ekki í fótspor forvera sinna hvað ÁTVR varðar „Það er verið að vernda stórkaupmenn“ Nýir eigendur ætla að „troðfylla búðina af nauðsynjavöru” Sjá meira