Á að lækka skatta? 24. júní 2004 00:01 Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Hagaðilar, samheldni og sjálfbærni Hrund Gunnsteinsdóttir Skoðun Orka flækt í þungu regluverki Sigurður Steinar Ásgeirsson Skoðun Kardemommubærinn Karólína Helga Símonardóttir,Sigurjón Ingvason Skoðun Kæra vinkona Margrét Pála María Ösp Ómarsdóttir,Tinna Björg Kristinsdóttir Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson Bakþankar Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Veiðum hval - virðum lög Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Fíkn er sjúkdómur sem rýfur tengsl Sigurður Páll Jónsson Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen Skoðun Skoðun Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, varaformaður Vistri Grænna og Friðbjörn Orri Ketilsson, framkvæmdastjóri Frjálshyggjufélagsins skiptast á skoðunum um hvort lækka eigi skatta. Katrín Jakobsdóttir: Svarið við þessari spurningu er já og nei. Skattar eiga að tryggja að hér sé rekin öflug grunnþjónusta sem standi öllum til boða, óháð efnahag. Æskilegt er að skattar séu þrepaskiptir; að skattar á lágtekjufólki séu lækkaðir, t.d. með lægri skattprósentu eða hærri skattleysismörkum, að millitekjufólk greiði svipaða skatta og nú og svo að á raunverulegt hátekjufólk sé lagður hátekjuskattur. Hér á landi er reyndar þrepaskipt kerfi; einstaklingar greiða tæplega 40% skatt af atvinnutekjum en hlutafélög 18% og svo er aðeins greiddur 10% skattur af fjármagnstekjum. Þetta kerfi býður upp á að þeir sem mest hafa á milli handanna (atvinnurekendur og fjármagnseigendur) greiða hlutfallslega minna en þeir sem minna hafa. Þessu þarf að breyta. Skattarnir eiga að standa undir samneyslunni og á móti eiga ekki að vera nein komugjöld í heilbrigðiskerfinu og engin skólagjöld í skólakerfinu. Skattar eru einfaldasta leiðin til að jafna aðstöðu manna og tryggja öllum góða menntun, góða heilbrigðisþjónustu, öflugt almannatryggingakerfi o.s.frv. Ég tel mannvænt að við stöndum öll undir slíku kerfi fyrir alla og tryggjum þar með jafnréttissamfélag þar sem hver einstaklingur fær frelsi til að njóta sín en er ekki hamlað af bágum efnahag eða bágri heilsu.Friðbjörn Orri Ketilsson: Í huga þeirra sem velja frelsi umfram þvinganir, og hvers konar nauðung, er rangt að þvinga aðra til að gera eitthvað sem þeir ekki sjálfir kjósa. Óverjandi er að þvinga frjálsa einstaklinga til að vinna marga mánuði á ári fyrir aðra en þá sjálfa. Miðað við skatthlutfall einstaklinga hér á landi þarf hver og einn að vinna frá áramótum fram til 7. júní fyrir ríkið en það sem eftir er ársins fyrir sjálfan sig. Rúmir 5 mánuðir fyrir ríkið og 7 fyrir einstaklinginn. Er þetta rétt? Er það verjandi að hóta fólki, sem aðeins vill njóta betra lífs í dag en í gær, refsingum á borð við eignaupptöku eða fangelsisvist ef það vinnur ekki allan þennan tíma fyrir ríkisvaldið? Hverjir eru vinstrimenn að stíga inn í líf annarra og krefja þá um eignir og peninga sjálfum sér og öðrum til handargagns? Réttara væri að hver og einn mundi sjálfur njóta ávaxta eigin erfiðis. Með þeim hætti hafa allir hvata til að gera sitt besta og hámarka með því hag sinn og allra annarra á sama tíma. Bakarinn sem vaknar um nætur til að baka brauð græðir á því en um leið njóta íbúarnir nýbakaðs brauðs að morgni. Skattur sem skerðir ávinning bakarans af bakstrinum veldur því að hann hefur minni hvata til þess að baka. Það getur jafnvel endað svo að skattur verði til þess að hann baki ekkert yfir höfuð þar sem það borgar sig ekki. Á þennan hátt letja skattar hagkerfið í heild og draga mjög úr framleiðni þess og þar með allri velferð íbúanna. Lækka ber skatta sem allra fyrst.
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Vellíðan nemenda er lykill að árangri: Fjölbreytni og þróun í skólastarfi skiptir máli Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun