Erlent

Barroso reiðubúinn að taka við

Forsætisráðherra Portúgals, José Manuel Durao Barroso, tilkynnti nú áðan að hann væri reiðubúinn að taka við embætti forseta framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins af Ítalanum Romano Prodi í nóvember. Tillagan verður formlega borin undir framkvæmdastjórnina í dag en Evrópuþingið þarf einnig að staðfesta niðurstöðuna 22. júlí nk. Barroso sagði við þetta tilefni að hann hyggðist auka vægi ESB innan alþjóðasamfélagsins. Barroso er mið-hægrimaður og er talinn hafa orðið fyrir valinu af diplómatískum ástæðum þar sem skipan hans stríði ekki gegn neinum öflum innan Evrópusambandsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×