„Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Hólmfríður Gísladóttir skrifar 2. nóvember 2024 15:03 Efnt var til "ródeós" til stuðnings Ruben Gallego og Kamölu Harris í Phoenix í gærkvöldi, þar sem fólk kom saman til að fylgjast með köppum ríða gríðarstórum nautum við undirleik mariachi-bands og ilminn af mexíkóskum mat. Vísir „Ég er bara komin með nóg af þessu,“ svarar ung kona á bak við afgreiðsluborðið á veitingastað nærri hótelinu mínu, þegar ég spyr hvers vegna hún ætlar ekki að kjósa. Við erum í Scottsdale í Phoenix en hún býr annars staðar í borginni og þar ætla allir að kjósa Trump, segir hún. Við öll hús, í öllum görðum, eru íbúar búnir að koma fyrir kosningaspjöldum til stuðnings Donald Trump. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður skrifar frá Bandaríkjunum. En þótt nágrannar konunnar, sem vill síður láta nafn síns getið, virðist allir sammála um hvern þeir ætla a að kjósa í forsetakosningunum 5. nóvember, segir hún kosningabaráttuna vera að sundra heilu samfélögum. Undir þetta taka fleiri sem ég tala við fyrstu dagana mína hér vestanhafs en ég kemst fljótt að því að það er ekki nóg með að kosningarnar séu að gera nágrönnum, vinum og fjölskyldum erfitt fyrir við að finna sameiginlegan flöt á málum, heldur heyri ég það frá fyrstu hendi að fólk er hreinlega að upplifa ólíka veruleika. Opinber starfsmaður hjá yfirvaldinu sem sér um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar í Maricopa-sýslu, þriðju fjölmennustu sýslu landsins, segir framkvæmd kosninganna 2020 hafa verið fullkomlega eðlilega og hún verði enn öruggari og gegnsæjari nú. Mæðgurnar Sandy og Bridget ætla að kjósa Kamölu Harris, sem þær segja mun betri kost en Trump.Vísir Fulltrúi Repúblikanaflokksins í sýslunni segir hins vegar ýmislegt misjafnt hafa átt sér stað bæði við atkvæðagreiðsluna og talninguna og það sé viðbúið að menn muni krefjast endurtalninga og rannsókna að þessum kosningum loknum. Það er að segja ef Trump tapar. Ef ekki... ja... En meira um það seinna. Þúsundir útgáfa af fjögurra síðna kjörseðli Arizona, sem telur 7,2 milljónir íbúa, er ekki bara eitt af barátturíkjunum sjö, þar sem niðurstöður munu ráða úrslitum um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna, heldur einnig gott dæmi um það hversu flóknar kosningarnar eru í framkvæmd. Hér verður kosið um forseta, eitt öldungadeildarþingsæti, níu fulltrúadeildarþingsæti og þrjú sæti í fimm manna nefnd sem setur reglur fyrir stofnanir og fyrirtæki sem höndla með mikilvæga innviði á borð við vatn og orku. Monica Sandschafer, framkvæmdastjóri Mi Familia Vota. Sjálfboðaliðar samtakanna hafa bankað á dyr um 500 þúsund íbúa Arizona og hvatt þá til að kynna sér málefnin og kjósa.Vísir Önnur sæti og embætti eru einnig undir og þá verður kosið um fjölda tillagna, sem meðal annars varða aðgengi kvenna að þungunarrofi. Kjörseðillinn verður þannig allt að fjórar síður, nánar tiltekið tvö A4 blöð prentuð báðum megin. Ofan á þetta bætist að mörg þessara sæta og embætta eru hverfisbundin, sem gerir það að verkum að í Maricopa-sýslu, sem Phoenix og 60 prósent íbúa Arizona tilheyra, verða útgáfur kjörseðilsins um 28 þúsund talsins, allt eftir því í hvaða götu þú býrð og hvaða skólahverfi þú tilheyrir. „Brúna fólkið“ bara mikilvægt rétt fyrir kosningar Donald Trump og Kamala Harris hafa bæði sótt Arizona heim í vikunni og ekki síst lagt áherslu á að ná til íbúa af rómönskum uppruna, sem eru stór og mikilvægur kjósendahópur. „Það á að eiga sér stað samtal við kjósendur af rómönskum uppruna allt árið um kring, ekki bara tvo mánuði fyrir kosningar,“ segir Monica Sandschafer, framkvæmdastjóri Mi Familia Vota í Arizona, samtaka sem berjast fyrir valdeflingu umrædds hóps, meðal annars með því að aðstoða fólk við að sækja um ríkisborgarrétt og skrá sig á kjörskrá. Sandschafer segir eitt stærsta baráttumál samtakanna vera aukin kosningaþátttaka en yfirvöld í Arizona hafi ítrekað freistað þess á síðustu árum að takmarka möguleika fólks á þátttöku í kosningum, meðal annars með því að krefjast skilríkja. Þingmaðurinn Ruben Gallego stillir sér upp með stuðningsmanni. Hann gæti mögulega orðið fyrsti öldungadeildarþingmaður Arizona af rómönskum uppruna.Vísir Annað sé afnám regla sem heimila lögreglu að stoppa einstaklinga eftir geðþótta og handtaka ef þeir geta ekki sýnt fram á það á staðnum að þeir séu sannarlega ríkisborgarar. „Og það er brúnt fólk sem lendir í þessu,“ segir Sandschafer, „ekki fólk sem lítur út eins og ég“. Af íbúum Arizona eru um 34 prósent af rómönskum uppruna en hópurinn telur um 20 prósent skráðra kjósenda og um 25 prósent þeirra sem kjósa. Sandschafer segir að þar sem afar mjótt sé á munum nú, og ekki síður með tilliti til þess að Biden vann ríkið með aðeins um 10 þúsund atkvæða forystu árið 2020, sé ekki skrýtið að forsetaefnin vinni hörðum höndum að því að höfða til þessara kjósenda. Hins vegar sé nauðsynlegt að hafa í huga að hópurinn sé langt í frá einsleitur og afstaða fólks meðal annars mismunandi eftir búsetu í Bandaríkjunum. Fólk mun hvorki gefast upp né fara hljóðlega Sandschafer segir Mi Familia Vota ekki beinlínis hvetja fólk til að velja einn frambjóðanda umfram annan, heldur taka upplýsta ákvörðun. Hún svarar því hins vegar strax játandi þegar ég spyr hvort fólk í samfélaginu óttist hótanir Trump um að flytja milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. „Við sáum nokkuð á landsþingi Repúblikana sem við höfum aldrei séð áður, ekki á mínum líftíma, að það séu útbúin spjöld sem á stendur „Fjöldabrottflutningur núna“. Þetta gefur til kynna aukinn stuðning við ákveðna hugmyndafræði, að ákveðin öfgahyggja hafi tekið flokkinn yfir. Þannig að ég tel að það sé margt að óttast.“ Samfélagið sé hins vegar vant ofsóknum af ýmsu tagi og hafi þróað með sér ákveðna þrautseigju. „Fólk mun ekki fara hljóðlega, né gefast upp auðveldlega,“ segir Sandschafer. Santiago segir Harris mun líklegri en Trump til að gera einastaklingum í samfélaginu kleift að annast um sig og sína.Vísir Margt sem hún segir endurómar á öðrum vettvangi, þegar líður á daginn og kvöldmyrkrið slær á eyðimerkurhitann. Þá liggur leiðin á „ródeó“ til stuðnings Harris en ekki síður Ruben Gallego, sem freistar þess að verða fyrsti öldungadeildarþingmaður Arizona af rómönskum uppruna. Við inngang svæðisins standa básar þar sem fólk getur fjárfest í kúrekahöttum og beltissylgjum en á flestum borðunum er allt gefins; þar úir og grúir af alls konar kosningaspjöldum, bolum, límmiðum og einblöðungum og allir eru hvattir til að taka eins og þeir vilja. Spjöldin eru úr þykkum og gerðarlegum pappír og þeir sem vilja virkilega auglýsa afstöðu sína geta fengið skilti í garðinn til að taka heim. Þau eru úr vatnsheldum pappa, sem er ef til vill óþarft hér í Arizona en fróðir menn segja mér að þau séu framleidd til dreifingar á landsvísu. „Ég er nú bara hérna til að horfa á ródeó,“ segir fyrsti maðurinn sem ég tala við en sá heitir Jeff og er staddur í Phoenix í vinnuferð. Hann segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvern hann ætlar að kjósa og segir valkostina sífellt verða meira óspennandi. „Ég trúi á ameríska drauminn“ Mæðgurnar Bridget og Sandy eru hins vegar með þetta á hreinu; þær ætla að kjósa Kamölu, bæði af því að Trump sé hræðilegur valkostur og af því að þær telja Harris munu gera meira fyrir þær. Santiago segist einnig ætla að kjósa Harris. Það þarf átta til tíu manns til að hemja nautin og gæta öryggis áður en þeim er hleypt út með hugdjarfann knapa á bakinu.Vísir „Í okkar samfélagi tíðkast að fólk sjái um foreldra sína og afa og ömmur. Til þess verðum við að hafa störf og stuðning. Ég held að Kamala Harris muni gera þetta mögulegt,“ segir hann. Þegar gengið er inn á sýningarsvæðið bera hávær tónlist og glitrandi bláir búningar mariachi-bandsins skynfærin næstum ofurliði. Nefið nemur samt daufa en afgerandi lykt af mykju. Handan girðingar standa nokkur gríðarstór og vígaleg naut og skammt frá gera knaparnir sig klára í litskrúðugum búningum með útsaum á rassinum. Maður í kúrekaskrúða ríður fram og lætur hest sinn stappa og dansa í takt við tónlistina, viðstöddum til mikillar gleði, og síðan er tveimur nautum sleppt inn í hringinn. Smá upphitun fyrir öldungaþingmannsefnið Gallego, sem mætti snemma og hefur verið duglegur við að heilsa upp á viðstadda og setja sig í stellingar fyrir „sjálfur“. „Ég trúi á ameríska drauminn,“ segir Gallego þegar hann stígur loks á svið og ávarpar viðstadda, fyrst á spænsku og svo á ensku. Hann segist vilja gera það sem hann getur til að bæta stöðu samfélagsins síns og íbúa Arizona. Fyrir börnin. Til að svo megi verða, verði fólk hins vegar að mæta og kjósa. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira
Við erum í Scottsdale í Phoenix en hún býr annars staðar í borginni og þar ætla allir að kjósa Trump, segir hún. Við öll hús, í öllum görðum, eru íbúar búnir að koma fyrir kosningaspjöldum til stuðnings Donald Trump. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður skrifar frá Bandaríkjunum. En þótt nágrannar konunnar, sem vill síður láta nafn síns getið, virðist allir sammála um hvern þeir ætla a að kjósa í forsetakosningunum 5. nóvember, segir hún kosningabaráttuna vera að sundra heilu samfélögum. Undir þetta taka fleiri sem ég tala við fyrstu dagana mína hér vestanhafs en ég kemst fljótt að því að það er ekki nóg með að kosningarnar séu að gera nágrönnum, vinum og fjölskyldum erfitt fyrir við að finna sameiginlegan flöt á málum, heldur heyri ég það frá fyrstu hendi að fólk er hreinlega að upplifa ólíka veruleika. Opinber starfsmaður hjá yfirvaldinu sem sér um framkvæmd utankjörfundaratkvæðagreiðslunnar í Maricopa-sýslu, þriðju fjölmennustu sýslu landsins, segir framkvæmd kosninganna 2020 hafa verið fullkomlega eðlilega og hún verði enn öruggari og gegnsæjari nú. Mæðgurnar Sandy og Bridget ætla að kjósa Kamölu Harris, sem þær segja mun betri kost en Trump.Vísir Fulltrúi Repúblikanaflokksins í sýslunni segir hins vegar ýmislegt misjafnt hafa átt sér stað bæði við atkvæðagreiðsluna og talninguna og það sé viðbúið að menn muni krefjast endurtalninga og rannsókna að þessum kosningum loknum. Það er að segja ef Trump tapar. Ef ekki... ja... En meira um það seinna. Þúsundir útgáfa af fjögurra síðna kjörseðli Arizona, sem telur 7,2 milljónir íbúa, er ekki bara eitt af barátturíkjunum sjö, þar sem niðurstöður munu ráða úrslitum um það hver verður næsti forseti Bandaríkjanna, heldur einnig gott dæmi um það hversu flóknar kosningarnar eru í framkvæmd. Hér verður kosið um forseta, eitt öldungadeildarþingsæti, níu fulltrúadeildarþingsæti og þrjú sæti í fimm manna nefnd sem setur reglur fyrir stofnanir og fyrirtæki sem höndla með mikilvæga innviði á borð við vatn og orku. Monica Sandschafer, framkvæmdastjóri Mi Familia Vota. Sjálfboðaliðar samtakanna hafa bankað á dyr um 500 þúsund íbúa Arizona og hvatt þá til að kynna sér málefnin og kjósa.Vísir Önnur sæti og embætti eru einnig undir og þá verður kosið um fjölda tillagna, sem meðal annars varða aðgengi kvenna að þungunarrofi. Kjörseðillinn verður þannig allt að fjórar síður, nánar tiltekið tvö A4 blöð prentuð báðum megin. Ofan á þetta bætist að mörg þessara sæta og embætta eru hverfisbundin, sem gerir það að verkum að í Maricopa-sýslu, sem Phoenix og 60 prósent íbúa Arizona tilheyra, verða útgáfur kjörseðilsins um 28 þúsund talsins, allt eftir því í hvaða götu þú býrð og hvaða skólahverfi þú tilheyrir. „Brúna fólkið“ bara mikilvægt rétt fyrir kosningar Donald Trump og Kamala Harris hafa bæði sótt Arizona heim í vikunni og ekki síst lagt áherslu á að ná til íbúa af rómönskum uppruna, sem eru stór og mikilvægur kjósendahópur. „Það á að eiga sér stað samtal við kjósendur af rómönskum uppruna allt árið um kring, ekki bara tvo mánuði fyrir kosningar,“ segir Monica Sandschafer, framkvæmdastjóri Mi Familia Vota í Arizona, samtaka sem berjast fyrir valdeflingu umrædds hóps, meðal annars með því að aðstoða fólk við að sækja um ríkisborgarrétt og skrá sig á kjörskrá. Sandschafer segir eitt stærsta baráttumál samtakanna vera aukin kosningaþátttaka en yfirvöld í Arizona hafi ítrekað freistað þess á síðustu árum að takmarka möguleika fólks á þátttöku í kosningum, meðal annars með því að krefjast skilríkja. Þingmaðurinn Ruben Gallego stillir sér upp með stuðningsmanni. Hann gæti mögulega orðið fyrsti öldungadeildarþingmaður Arizona af rómönskum uppruna.Vísir Annað sé afnám regla sem heimila lögreglu að stoppa einstaklinga eftir geðþótta og handtaka ef þeir geta ekki sýnt fram á það á staðnum að þeir séu sannarlega ríkisborgarar. „Og það er brúnt fólk sem lendir í þessu,“ segir Sandschafer, „ekki fólk sem lítur út eins og ég“. Af íbúum Arizona eru um 34 prósent af rómönskum uppruna en hópurinn telur um 20 prósent skráðra kjósenda og um 25 prósent þeirra sem kjósa. Sandschafer segir að þar sem afar mjótt sé á munum nú, og ekki síður með tilliti til þess að Biden vann ríkið með aðeins um 10 þúsund atkvæða forystu árið 2020, sé ekki skrýtið að forsetaefnin vinni hörðum höndum að því að höfða til þessara kjósenda. Hins vegar sé nauðsynlegt að hafa í huga að hópurinn sé langt í frá einsleitur og afstaða fólks meðal annars mismunandi eftir búsetu í Bandaríkjunum. Fólk mun hvorki gefast upp né fara hljóðlega Sandschafer segir Mi Familia Vota ekki beinlínis hvetja fólk til að velja einn frambjóðanda umfram annan, heldur taka upplýsta ákvörðun. Hún svarar því hins vegar strax játandi þegar ég spyr hvort fólk í samfélaginu óttist hótanir Trump um að flytja milljónir ólöglegra innflytjenda úr landi. „Við sáum nokkuð á landsþingi Repúblikana sem við höfum aldrei séð áður, ekki á mínum líftíma, að það séu útbúin spjöld sem á stendur „Fjöldabrottflutningur núna“. Þetta gefur til kynna aukinn stuðning við ákveðna hugmyndafræði, að ákveðin öfgahyggja hafi tekið flokkinn yfir. Þannig að ég tel að það sé margt að óttast.“ Samfélagið sé hins vegar vant ofsóknum af ýmsu tagi og hafi þróað með sér ákveðna þrautseigju. „Fólk mun ekki fara hljóðlega, né gefast upp auðveldlega,“ segir Sandschafer. Santiago segir Harris mun líklegri en Trump til að gera einastaklingum í samfélaginu kleift að annast um sig og sína.Vísir Margt sem hún segir endurómar á öðrum vettvangi, þegar líður á daginn og kvöldmyrkrið slær á eyðimerkurhitann. Þá liggur leiðin á „ródeó“ til stuðnings Harris en ekki síður Ruben Gallego, sem freistar þess að verða fyrsti öldungadeildarþingmaður Arizona af rómönskum uppruna. Við inngang svæðisins standa básar þar sem fólk getur fjárfest í kúrekahöttum og beltissylgjum en á flestum borðunum er allt gefins; þar úir og grúir af alls konar kosningaspjöldum, bolum, límmiðum og einblöðungum og allir eru hvattir til að taka eins og þeir vilja. Spjöldin eru úr þykkum og gerðarlegum pappír og þeir sem vilja virkilega auglýsa afstöðu sína geta fengið skilti í garðinn til að taka heim. Þau eru úr vatnsheldum pappa, sem er ef til vill óþarft hér í Arizona en fróðir menn segja mér að þau séu framleidd til dreifingar á landsvísu. „Ég er nú bara hérna til að horfa á ródeó,“ segir fyrsti maðurinn sem ég tala við en sá heitir Jeff og er staddur í Phoenix í vinnuferð. Hann segist ekki vera búinn að gera það upp við sig hvern hann ætlar að kjósa og segir valkostina sífellt verða meira óspennandi. „Ég trúi á ameríska drauminn“ Mæðgurnar Bridget og Sandy eru hins vegar með þetta á hreinu; þær ætla að kjósa Kamölu, bæði af því að Trump sé hræðilegur valkostur og af því að þær telja Harris munu gera meira fyrir þær. Santiago segist einnig ætla að kjósa Harris. Það þarf átta til tíu manns til að hemja nautin og gæta öryggis áður en þeim er hleypt út með hugdjarfann knapa á bakinu.Vísir „Í okkar samfélagi tíðkast að fólk sjái um foreldra sína og afa og ömmur. Til þess verðum við að hafa störf og stuðning. Ég held að Kamala Harris muni gera þetta mögulegt,“ segir hann. Þegar gengið er inn á sýningarsvæðið bera hávær tónlist og glitrandi bláir búningar mariachi-bandsins skynfærin næstum ofurliði. Nefið nemur samt daufa en afgerandi lykt af mykju. Handan girðingar standa nokkur gríðarstór og vígaleg naut og skammt frá gera knaparnir sig klára í litskrúðugum búningum með útsaum á rassinum. Maður í kúrekaskrúða ríður fram og lætur hest sinn stappa og dansa í takt við tónlistina, viðstöddum til mikillar gleði, og síðan er tveimur nautum sleppt inn í hringinn. Smá upphitun fyrir öldungaþingmannsefnið Gallego, sem mætti snemma og hefur verið duglegur við að heilsa upp á viðstadda og setja sig í stellingar fyrir „sjálfur“. „Ég trúi á ameríska drauminn,“ segir Gallego þegar hann stígur loks á svið og ávarpar viðstadda, fyrst á spænsku og svo á ensku. Hann segist vilja gera það sem hann getur til að bæta stöðu samfélagsins síns og íbúa Arizona. Fyrir börnin. Til að svo megi verða, verði fólk hins vegar að mæta og kjósa.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Innflytjendamál Baráttan um Bandaríkin Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir Sjá meira