Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Hólmfríður Gísladóttir skrifar 3. nóvember 2024 12:16 Stuðningsmenn Trump eru jafn misjafnir og þeir eru margir en allir sem ég hef rætt við eiga það sameiginlegt að vera fyrst og fremst að hugsa um hag fjölskyldu sinnar. Vísir „Takk fyrir að bjarga lífi mínu!“ segir vinalegur maður á sextugsaldri um leið og hann skýst inn í hótel-lyftuna á leið niður í móttökuna. Hetjudáðin sem ég afrekaði var að troða fætinum á milli hurðanna þegar þær voru í þann mund að lokast svo maðurinn kæmist með. „Þetta er mjög örlátt af þér að segja,“ svara ég. Menn verða nú einu sinni að hjálpast að, ekki síst þegar mikið er í húfi, eins og að ná fluginu heim. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður skrifar frá Bandaríkjunum. Það kemur hins vegar fljótlega í ljós að manninum virðist í raun liggja lítið á. Eftir að hafa innt mig eftir erindagjörðum mínum í Phoenix spyr hann áhugasamur að því hvort ég hafi nokkuð tíma aflögu til að svara nokkrum spurningum um viðhorf Íslendinga og Evrópubúa til forsetakosninganna. Sjálfsagt mál, segi ég, þótt garnirnar gauli eftir morgunmat. Við ræðum aðeins um utanríkismál; Atlantshafsbandalagið, Parísarsamkomulagið og loftslagsmálin. Úkraínu og Kína. Maðurinn, sem við skulum kalla Bill, er frá Flórída og er sammála því að um sé að ræða vandmeðfarin mál. Hann játar að hafa kosið Trump árið 2016. Og hvað ætlar hann að kjósa núna? Ó, Bill er búinn að kjósa Trump... aftur. Þrátt fyrir að hafa játað fyrir mér rétt í þessu að hann sé skíthræddur við ýmislegt sem hann segir. Báknið of stórt og mönnum att saman En svo grípur hann fimlega til varna fyrir forsetann fyrrverandi. Og margt af því sem hann segir meikar sens, ef svo má að orði komast. Hann telur Trump í raun aldrei hafa haft í hyggju að ganga úr Nató, um hafi verið að ræða hótanir til að fá önnur aðildarríki til að leggja meira af mörkum. Og hann talar af eigin reynslu og annarra í kringum sig, eigenda lítilla eða millistórra fyrirtækja, sem eigi í stanslausum glímum við skrifræðið. Báknið sé of stórt og flókið og sjálfu sér og samfélaginu til trafala. Bill er uggandi vegna skuldastöðu Bandaríkjanna og framþróun tækni á borð við gervigreind, sem hann óttast að mun leiða til þess að gríðarlegur fjöldi fólks missi vinnuna. „Ég er hræddur fyrir börnin mín og barnabörnin mín,“ segir hann einlæglega. Stuðningsmenn Trump eru misjafnir eins og þeir eru margir; sumir gangast við því að ætla að kjósa hann þótt þeir séu ekki sérlega hrifnir af honum, á meðan aðrir hampa bæði Trump og misgjörðum hans.Vísir En hefur hann engar áhyggjur af orðræðu Trump, áhrifum hennar á samfélagið sem barnabörnin hans munu alast upp í? „Ja, ég skal svara þessu með að fara aðeins í kringum þetta,“ segir hann og útskýrir fyrir mér hvernig málið blasir við honum. Hann virðist ekki haldinn neinum ranghugmyndum um miður kurteisa framgöngu Trump, svo vægt sé tekið til orða, en segir „hitt liðið“ hins vegar ekki síður stuðla að sundrung. Demókratar geri það hins vegar með bros á vör. Bill segir þá etja ólíkum hópum saman sem raunverulega eiga hagsmuna að gæta og nefnir til að mynda opinbera og einkarekna skóla og raunar opinbera og almenna markaðinn almennt. Þarna liggi gríðarleg tækifæri fyrir menn til að vinna saman að því að efla menntun og byggja upp fleiri svið samfélagsins en þess í stað séu menn ofuruppteknir af því að stilla öðru upp sem góðu og hinu sem vondu. Hugsjónir og hagsmunir barnanna Bill er ótrúlega sannfærandi og virkar, svo það sé endurtekið, afar einlægur. Við skiptumst á nafnspjöldum og óskum hvort öðru góðs gengis. Þessi nýi vinur minn á það sameiginlegt með viðmælanda mínum frá deginum áður, öðrum stuðningsmanni Trump, að hafa virkilega ástríðu fyrir samfélaginu sínu og vera umhugað um framtíð barnanna sinna. En þar endar samanburðurinn. Lisa Everett er formaður Repúblikana í kjördeild 29 í Maricopa-sýslu og vinnur meðal annars að því allan ársins hring að virkja kjósendur til þátttöku og skipuleggja svokallaðar „get out the vote“ aðgerðir fyrir kosningar, sem felst meðal annars í því að ganga hús úr húsi og hvetja fólk til að kjósa. Everett hefur unnið sjálfboðastörf fyrir Repúblikanaflokkinn í um 20 ár en hætti að vinna fyrr á árinu til að helga sig algjörlega kosningunum. Fyrsta atkvæði hennar féll Ronald Reagan í skaut og nú segir hún að hún vilji helga sig því að tryggja að barnabörnin hennar fimm fái sömu tækifæri og hún. Everett boðar „rauða öldu“ í Bandaríkjunum en ef aldan verður blá... ja, þá hljóta svik að hafa átt sér stað.Vísir Þetta felur meðal annars í sér, segir hún, „að geta eignast heimili, stofnað fyrirtæki, valið hvar börnin þín ganga í skóla, tekið ákvarðanir um eigið heilbrigði“ og fleira. Þá segir hún einnig mikilvægt að börn hafi aðgengi að almennilegum mat; bandarísk matvæli séu eitur. Þessu telur hún að Robert F. Kennedy Jr. muni koma til leiðar undir styrkri stjórn Donald Trump. „Ég tel líka afar mikilvægt að börnin okkar hafi frelsi til að iðka trú sína eins og þau vilja. Ég er kristin og ég held að ef við höldum áfram á þeirri vegferð sem við erum á þá eigi þetta eftir að breytast og það hræðir mig,“ segir Everett, í stuttri en hnitmiðaðri kynningu á sjálfri sér fyrir hóp af blaðamönnum. Svindl og sukk og svínarí Everett segist hafa fulla trú á því að „rauð alda“ muni fara yfir Bandaríkin. Hún verður að vinna fyrir Repúblikanaflokkinn á kjördag en eitt af þeim verkefnum sem hún hefur tekið að sér er að afla upplýsinga um kjörseðla sem kjörnefnd hefur gert athugasemd við vegna ófullnægjandi eða vafasamra undirskrifta. Lagalega eiga flokkarnir rétt á þessum upplýsingum og geta þannig farið á stúfana og tryggt að viðkomandi kjósendur staðfesti eða leiðrétti undirskriftir sínar þannig að kjörseðillinn sé örugglega talinn. Það liggur beint við að spyrja Everett, hér í Maricopa-sýslu, þar sem Repúblikanar fóru mikinn árið 2020 og sökuðu embættismenn og starfsmenn sýslunnar um alls kyns sukk og svínarí við framkvæmd kosninganna, hvort hún treysti ferlinu. Hvað gerist, hvað sér hún fyrir sér að gera ef Trump tapar í þessari mikilvægu baráttusýslu? „Ef Trump tapar í Maricopa-sýslu þá mun það koma mér verulega á óvart,“ svarar Everett um hæl en segist ekki gera ráð fyrir uppþotum. Ég einfalda spurninguna: Sér hún fyrir sér endurtekningu á 2020? „Hvað heldur þú að Repúblikanar hafi gert árið 2020?“ spyr Everett á móti. „Ja, þeir héldu því fram að kosningunum hefði verið stolið og sökuðu opinbera starfsmenn um svindl,“ svara ég og vísa til samtals sem ég átti við fulltrúa Maricopa-sýslu daginn áður, þar sem hann ræddi meðal annars um umfangsmiklar aðgerðir sem hefði verið ráðist í til að auka gegnsæi enn frekar. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að yfir 20 myndavélum hefur verið komið fyrir þar sem atkvæðin eru talin. Nú þegar er beint streymi frá staðnum allan sólahringinn til að freista þess að fullvissa fólk um að allt fari rétt fram. Hvað ef hann vinnur? Aftur spyr ég; „Munt þú sætta þig við niðurstöðurnar ef Trump tapar?“ „Svo virðist sem Maricopa-sýsla hafi ekki sýnt þér myndir af þeim þar sem pappi var límdur fyrir gluggana á meðan verið var að telja atkvæðin,“ svarar Everett. „Ég var þarna,“ bætir hún við. Það er rétt að geta þess að rannsókn sem Repúblikanar efndu til leiddi ekki í ljós neitt óeðlilegt við talninguna en endurtalning skilaði Joe Biden nokkur hundruð viðbótaratkvæðum. En hvað með núna, þegar það verða myndavélar út um allt, treystir hún þessu núna? Nei, segir hún og vísar til þess að hafa orðið vitni að því að atkvæði sem ekki fóru í gegnum talningavélarnar í kosningunum 2022 hafi verið sett ofan í skúffu og aldrei skilað sér í talningu. Þá sjái hún í dag að fólk sé að skila nokkrum utankjörfundaratkvæðum í einu ofan í kassa. Jú, þetta gætu verið atkvæði heillar fjölskyldu en þetta gæti líka verið til marks um svindl. Stoltur stuðningsmaður Trump á góðri stundu.Vísir En hvað ef Trump vinnur? Muntu þá draga niðurstöðurnar í efa? „Ef Trump vinnur þá held ég að þetta verði allt í lagi,“ segir hún en dregur það svo til baka. Nei, annars ef Harris vinnur þá munu Repúblikanar fara með það rétta leið, í gegnum dómstóla, en ef Trump vinnur, ja, þá á hún alveg eins von á því að Alríkislögreglan banki upp á hjá henni til að þagga niður í henni. Tjáningarfrelsið sé í stórhættu. Frekja hinsegin og trans fólks Það er áhugavert að hlusta á Everett tala og svara spurningum blaðamanna, þar sem maður sveiflast á milli þess að þykja ástríða hennar fyrir fjölskyldu sinni og landinu sínu aðdáunarverð og að tapa henni algjörlega þegar hún fer að tala um konur að „eyða“ börnunum sínum og annað slíkt. Þá gengst hún við því að Trump kunni, mögulega, hafa gengið fram af konum með orðfæri sínu. Hún svarar einni spurningu á mjög sannfærandi hátt; öll mál séu mál sem varða konur. Kosningarnar snúist þannig ekki aðeins um réttinn til þungunarrofs. En svo tekur hún snarpa beygju. „En það er eitt sem mér þykir sprenghlægilegt og það er það að vinstrið, sem heldur því fram að það vilji vernda konur, vill setja karlmenn í búningsherbergi með stúlkum. Þau vilja að menn séu að keppa við stúlkur í íþróttum. Þau vilja að blakliðið, með trans konu í liðinu, geti valdið líkamlegum skaða þegar það vinnur leikinn. Þetta hefur gerst,“ segir Everett. „Það er ekkert til lengur sem heitir öruggt rými fyrir konur, ekkert.“ Hún rekur sögu þar sem hún segist hafa verið í bíó og „maður í kjól“ hafi reynt að fara inn á kvennaklósettið. Everett hafi nýverið búin að sjá stúlku ganga þar inn og meinað „honum“ að fara á eftir henni. „Maðurinn“ hafi að lokum gefið eftir og notað karlaklósettið. Demókratar og stuðningsmenn þeirra hafa vissulega gerst sekir um að nota ljót orð en hvað með Trump?Vísir „Þú átt rétt á því að vera sá sem þú vilt og líða eins og þér líður en þú átt ekki rétt á því að ég spili með,“ segir Everett. „Og þú átt ekki rétt á því að koma inn í kvennarými þar sem konur eru fyrir og gera mögulega hvað sem er.“ Hún er spurð að því hvort hún sé fylgjandi „kynhlutlausum“ salernum og játar því. Hún sé sammála því sem menn sögðu í hinsegin baráttunni á sínum tíma; hvað þú gerir í svefnherberginu kemur öðrum ekki við. Vandamálið sé hins vegar að það hafi verið „gefið eftir“, segir hún, og virðist vera að vísa til þess að hinsegin fólk hafi fengið réttindi á við aðra, en þau bara viljað „meira og meira“. „Og nú á það sem gerist í svefnherberginu að eiga heima í sögustund með dragdrottningu,“ bætir hún við og dregur upp mynd af dragdrottningu að lesa fyrir börn. Þannig hafi hún áhyggjur hvað trans fólk muni vilja næst, þegar það hefur fengið sér salerni. Rof Everett segir það sama jú hafa gerst með þungunarrof; konur hafi fengið það í gegn en nú vilji þær geta „eytt barni“ fram á settan dag. „Þú veist að þetta er ekki rétt,“ gríp ég inn í, verð að játa, orðið ofboðið. Jú, þetta er staðreynd segir hún en getur hvorki svarað því hversu mörg þungunarrof séu framkvæmd rétt fyrir fæðingu né hvaða heilbrigðisstarfsmaður eða klíník sé að bjóða upp á þessa meintu þjónustu. Hún heldur því hins vegar fram að Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, hafi sjálfur sagt að þungunarrof sé í boði fyrir konur fram á áttunda mánuð. Það er áhugavert að upplifa þessi skil í rauntíma. Ég er nokkuð sannfærð um að ég sé ekki ein um það í salnum að hafa þótt Everett hlý og sjarmerandi til að byrja með og verið snortin þegar hún talaði um fjölskylduna sína, börn og barnabörn. En þarna hefur hún algjörlega tapað mér. Hún svarar fleiri spurningum og sakar Demókrata meðal annars blákalt um að uppnefna fólk og stuðla að sundrung. Hún, stuðningsmaður Trump, sem er ókrýndur konungur uppnefnanna. Mér verður hugsað til augans, flísarinnar og bjálkans og allt það. Getur verið að hún trúi þessu? Þegar fundinum lýkur fer ég til hennar og spyr hvort ég megi spyrja einnar spurningar í viðbót. Að sjálfsögðu , segir hún ekkert nema brosið og yndislegheitin. Hún hlýtur jú að sjá að hennar eiginn maður hefur gerst sekur um það sem hún sakar andstæðinga hans um? „Er himininn blár?“ spyr hún brosandi og hlær. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Þungunarrof Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
„Þetta er mjög örlátt af þér að segja,“ svara ég. Menn verða nú einu sinni að hjálpast að, ekki síst þegar mikið er í húfi, eins og að ná fluginu heim. Hólmfríður Gísladóttir fréttamaður skrifar frá Bandaríkjunum. Það kemur hins vegar fljótlega í ljós að manninum virðist í raun liggja lítið á. Eftir að hafa innt mig eftir erindagjörðum mínum í Phoenix spyr hann áhugasamur að því hvort ég hafi nokkuð tíma aflögu til að svara nokkrum spurningum um viðhorf Íslendinga og Evrópubúa til forsetakosninganna. Sjálfsagt mál, segi ég, þótt garnirnar gauli eftir morgunmat. Við ræðum aðeins um utanríkismál; Atlantshafsbandalagið, Parísarsamkomulagið og loftslagsmálin. Úkraínu og Kína. Maðurinn, sem við skulum kalla Bill, er frá Flórída og er sammála því að um sé að ræða vandmeðfarin mál. Hann játar að hafa kosið Trump árið 2016. Og hvað ætlar hann að kjósa núna? Ó, Bill er búinn að kjósa Trump... aftur. Þrátt fyrir að hafa játað fyrir mér rétt í þessu að hann sé skíthræddur við ýmislegt sem hann segir. Báknið of stórt og mönnum att saman En svo grípur hann fimlega til varna fyrir forsetann fyrrverandi. Og margt af því sem hann segir meikar sens, ef svo má að orði komast. Hann telur Trump í raun aldrei hafa haft í hyggju að ganga úr Nató, um hafi verið að ræða hótanir til að fá önnur aðildarríki til að leggja meira af mörkum. Og hann talar af eigin reynslu og annarra í kringum sig, eigenda lítilla eða millistórra fyrirtækja, sem eigi í stanslausum glímum við skrifræðið. Báknið sé of stórt og flókið og sjálfu sér og samfélaginu til trafala. Bill er uggandi vegna skuldastöðu Bandaríkjanna og framþróun tækni á borð við gervigreind, sem hann óttast að mun leiða til þess að gríðarlegur fjöldi fólks missi vinnuna. „Ég er hræddur fyrir börnin mín og barnabörnin mín,“ segir hann einlæglega. Stuðningsmenn Trump eru misjafnir eins og þeir eru margir; sumir gangast við því að ætla að kjósa hann þótt þeir séu ekki sérlega hrifnir af honum, á meðan aðrir hampa bæði Trump og misgjörðum hans.Vísir En hefur hann engar áhyggjur af orðræðu Trump, áhrifum hennar á samfélagið sem barnabörnin hans munu alast upp í? „Ja, ég skal svara þessu með að fara aðeins í kringum þetta,“ segir hann og útskýrir fyrir mér hvernig málið blasir við honum. Hann virðist ekki haldinn neinum ranghugmyndum um miður kurteisa framgöngu Trump, svo vægt sé tekið til orða, en segir „hitt liðið“ hins vegar ekki síður stuðla að sundrung. Demókratar geri það hins vegar með bros á vör. Bill segir þá etja ólíkum hópum saman sem raunverulega eiga hagsmuna að gæta og nefnir til að mynda opinbera og einkarekna skóla og raunar opinbera og almenna markaðinn almennt. Þarna liggi gríðarleg tækifæri fyrir menn til að vinna saman að því að efla menntun og byggja upp fleiri svið samfélagsins en þess í stað séu menn ofuruppteknir af því að stilla öðru upp sem góðu og hinu sem vondu. Hugsjónir og hagsmunir barnanna Bill er ótrúlega sannfærandi og virkar, svo það sé endurtekið, afar einlægur. Við skiptumst á nafnspjöldum og óskum hvort öðru góðs gengis. Þessi nýi vinur minn á það sameiginlegt með viðmælanda mínum frá deginum áður, öðrum stuðningsmanni Trump, að hafa virkilega ástríðu fyrir samfélaginu sínu og vera umhugað um framtíð barnanna sinna. En þar endar samanburðurinn. Lisa Everett er formaður Repúblikana í kjördeild 29 í Maricopa-sýslu og vinnur meðal annars að því allan ársins hring að virkja kjósendur til þátttöku og skipuleggja svokallaðar „get out the vote“ aðgerðir fyrir kosningar, sem felst meðal annars í því að ganga hús úr húsi og hvetja fólk til að kjósa. Everett hefur unnið sjálfboðastörf fyrir Repúblikanaflokkinn í um 20 ár en hætti að vinna fyrr á árinu til að helga sig algjörlega kosningunum. Fyrsta atkvæði hennar féll Ronald Reagan í skaut og nú segir hún að hún vilji helga sig því að tryggja að barnabörnin hennar fimm fái sömu tækifæri og hún. Everett boðar „rauða öldu“ í Bandaríkjunum en ef aldan verður blá... ja, þá hljóta svik að hafa átt sér stað.Vísir Þetta felur meðal annars í sér, segir hún, „að geta eignast heimili, stofnað fyrirtæki, valið hvar börnin þín ganga í skóla, tekið ákvarðanir um eigið heilbrigði“ og fleira. Þá segir hún einnig mikilvægt að börn hafi aðgengi að almennilegum mat; bandarísk matvæli séu eitur. Þessu telur hún að Robert F. Kennedy Jr. muni koma til leiðar undir styrkri stjórn Donald Trump. „Ég tel líka afar mikilvægt að börnin okkar hafi frelsi til að iðka trú sína eins og þau vilja. Ég er kristin og ég held að ef við höldum áfram á þeirri vegferð sem við erum á þá eigi þetta eftir að breytast og það hræðir mig,“ segir Everett, í stuttri en hnitmiðaðri kynningu á sjálfri sér fyrir hóp af blaðamönnum. Svindl og sukk og svínarí Everett segist hafa fulla trú á því að „rauð alda“ muni fara yfir Bandaríkin. Hún verður að vinna fyrir Repúblikanaflokkinn á kjördag en eitt af þeim verkefnum sem hún hefur tekið að sér er að afla upplýsinga um kjörseðla sem kjörnefnd hefur gert athugasemd við vegna ófullnægjandi eða vafasamra undirskrifta. Lagalega eiga flokkarnir rétt á þessum upplýsingum og geta þannig farið á stúfana og tryggt að viðkomandi kjósendur staðfesti eða leiðrétti undirskriftir sínar þannig að kjörseðillinn sé örugglega talinn. Það liggur beint við að spyrja Everett, hér í Maricopa-sýslu, þar sem Repúblikanar fóru mikinn árið 2020 og sökuðu embættismenn og starfsmenn sýslunnar um alls kyns sukk og svínarí við framkvæmd kosninganna, hvort hún treysti ferlinu. Hvað gerist, hvað sér hún fyrir sér að gera ef Trump tapar í þessari mikilvægu baráttusýslu? „Ef Trump tapar í Maricopa-sýslu þá mun það koma mér verulega á óvart,“ svarar Everett um hæl en segist ekki gera ráð fyrir uppþotum. Ég einfalda spurninguna: Sér hún fyrir sér endurtekningu á 2020? „Hvað heldur þú að Repúblikanar hafi gert árið 2020?“ spyr Everett á móti. „Ja, þeir héldu því fram að kosningunum hefði verið stolið og sökuðu opinbera starfsmenn um svindl,“ svara ég og vísa til samtals sem ég átti við fulltrúa Maricopa-sýslu daginn áður, þar sem hann ræddi meðal annars um umfangsmiklar aðgerðir sem hefði verið ráðist í til að auka gegnsæi enn frekar. Aðgerðirnar fela meðal annars í sér að yfir 20 myndavélum hefur verið komið fyrir þar sem atkvæðin eru talin. Nú þegar er beint streymi frá staðnum allan sólahringinn til að freista þess að fullvissa fólk um að allt fari rétt fram. Hvað ef hann vinnur? Aftur spyr ég; „Munt þú sætta þig við niðurstöðurnar ef Trump tapar?“ „Svo virðist sem Maricopa-sýsla hafi ekki sýnt þér myndir af þeim þar sem pappi var límdur fyrir gluggana á meðan verið var að telja atkvæðin,“ svarar Everett. „Ég var þarna,“ bætir hún við. Það er rétt að geta þess að rannsókn sem Repúblikanar efndu til leiddi ekki í ljós neitt óeðlilegt við talninguna en endurtalning skilaði Joe Biden nokkur hundruð viðbótaratkvæðum. En hvað með núna, þegar það verða myndavélar út um allt, treystir hún þessu núna? Nei, segir hún og vísar til þess að hafa orðið vitni að því að atkvæði sem ekki fóru í gegnum talningavélarnar í kosningunum 2022 hafi verið sett ofan í skúffu og aldrei skilað sér í talningu. Þá sjái hún í dag að fólk sé að skila nokkrum utankjörfundaratkvæðum í einu ofan í kassa. Jú, þetta gætu verið atkvæði heillar fjölskyldu en þetta gæti líka verið til marks um svindl. Stoltur stuðningsmaður Trump á góðri stundu.Vísir En hvað ef Trump vinnur? Muntu þá draga niðurstöðurnar í efa? „Ef Trump vinnur þá held ég að þetta verði allt í lagi,“ segir hún en dregur það svo til baka. Nei, annars ef Harris vinnur þá munu Repúblikanar fara með það rétta leið, í gegnum dómstóla, en ef Trump vinnur, ja, þá á hún alveg eins von á því að Alríkislögreglan banki upp á hjá henni til að þagga niður í henni. Tjáningarfrelsið sé í stórhættu. Frekja hinsegin og trans fólks Það er áhugavert að hlusta á Everett tala og svara spurningum blaðamanna, þar sem maður sveiflast á milli þess að þykja ástríða hennar fyrir fjölskyldu sinni og landinu sínu aðdáunarverð og að tapa henni algjörlega þegar hún fer að tala um konur að „eyða“ börnunum sínum og annað slíkt. Þá gengst hún við því að Trump kunni, mögulega, hafa gengið fram af konum með orðfæri sínu. Hún svarar einni spurningu á mjög sannfærandi hátt; öll mál séu mál sem varða konur. Kosningarnar snúist þannig ekki aðeins um réttinn til þungunarrofs. En svo tekur hún snarpa beygju. „En það er eitt sem mér þykir sprenghlægilegt og það er það að vinstrið, sem heldur því fram að það vilji vernda konur, vill setja karlmenn í búningsherbergi með stúlkum. Þau vilja að menn séu að keppa við stúlkur í íþróttum. Þau vilja að blakliðið, með trans konu í liðinu, geti valdið líkamlegum skaða þegar það vinnur leikinn. Þetta hefur gerst,“ segir Everett. „Það er ekkert til lengur sem heitir öruggt rými fyrir konur, ekkert.“ Hún rekur sögu þar sem hún segist hafa verið í bíó og „maður í kjól“ hafi reynt að fara inn á kvennaklósettið. Everett hafi nýverið búin að sjá stúlku ganga þar inn og meinað „honum“ að fara á eftir henni. „Maðurinn“ hafi að lokum gefið eftir og notað karlaklósettið. Demókratar og stuðningsmenn þeirra hafa vissulega gerst sekir um að nota ljót orð en hvað með Trump?Vísir „Þú átt rétt á því að vera sá sem þú vilt og líða eins og þér líður en þú átt ekki rétt á því að ég spili með,“ segir Everett. „Og þú átt ekki rétt á því að koma inn í kvennarými þar sem konur eru fyrir og gera mögulega hvað sem er.“ Hún er spurð að því hvort hún sé fylgjandi „kynhlutlausum“ salernum og játar því. Hún sé sammála því sem menn sögðu í hinsegin baráttunni á sínum tíma; hvað þú gerir í svefnherberginu kemur öðrum ekki við. Vandamálið sé hins vegar að það hafi verið „gefið eftir“, segir hún, og virðist vera að vísa til þess að hinsegin fólk hafi fengið réttindi á við aðra, en þau bara viljað „meira og meira“. „Og nú á það sem gerist í svefnherberginu að eiga heima í sögustund með dragdrottningu,“ bætir hún við og dregur upp mynd af dragdrottningu að lesa fyrir börn. Þannig hafi hún áhyggjur hvað trans fólk muni vilja næst, þegar það hefur fengið sér salerni. Rof Everett segir það sama jú hafa gerst með þungunarrof; konur hafi fengið það í gegn en nú vilji þær geta „eytt barni“ fram á settan dag. „Þú veist að þetta er ekki rétt,“ gríp ég inn í, verð að játa, orðið ofboðið. Jú, þetta er staðreynd segir hún en getur hvorki svarað því hversu mörg þungunarrof séu framkvæmd rétt fyrir fæðingu né hvaða heilbrigðisstarfsmaður eða klíník sé að bjóða upp á þessa meintu þjónustu. Hún heldur því hins vegar fram að Tim Walz, varaforsetaefni Kamölu Harris, hafi sjálfur sagt að þungunarrof sé í boði fyrir konur fram á áttunda mánuð. Það er áhugavert að upplifa þessi skil í rauntíma. Ég er nokkuð sannfærð um að ég sé ekki ein um það í salnum að hafa þótt Everett hlý og sjarmerandi til að byrja með og verið snortin þegar hún talaði um fjölskylduna sína, börn og barnabörn. En þarna hefur hún algjörlega tapað mér. Hún svarar fleiri spurningum og sakar Demókrata meðal annars blákalt um að uppnefna fólk og stuðla að sundrung. Hún, stuðningsmaður Trump, sem er ókrýndur konungur uppnefnanna. Mér verður hugsað til augans, flísarinnar og bjálkans og allt það. Getur verið að hún trúi þessu? Þegar fundinum lýkur fer ég til hennar og spyr hvort ég megi spyrja einnar spurningar í viðbót. Að sjálfsögðu , segir hún ekkert nema brosið og yndislegheitin. Hún hlýtur jú að sjá að hennar eiginn maður hefur gerst sekur um það sem hún sakar andstæðinga hans um? „Er himininn blár?“ spyr hún brosandi og hlær.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Málefni trans fólks Hinsegin Þungunarrof Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira