WHO greindi frá því í gær að hefja ætti bólusetningar á ný í dag. Byrjað var að bólusetja börn á Gasa fyrir lömunarveiki þann 1. september eftir að fyrsta tilfellið á svæðinu í 25 ár greindist í tíu mánaða gömlu barni. Nærri 560 þúsund börn, tíu ára og yngri, voru bólusett í fyrri hluta átaksins.
Sjá einnig: „Gríðarlega krefjandi“ verkefni við hræðilegar aðstæður
Næstu þrjá daga verður gert hlé á loftárásum á Gasaborg meðan heilbrigðisstarfsfólk athafnar sig. Stefnt var á að gefa 119 þúsund börnum sinn seinni skammt af bóluefninu en WHO segir ljóst að það markmið náist ekki vegna takmarkaðs aðgengis á svæðinu.
Um fimmtán þúsund börn, sem staðsett eru í bæjunum Jabalia, Beit Lahia og Beir Hanoun, fá ekki bóluefni að þessu sinni vegna þess að aðstæður eru taldar of hættulegar fyrir heilbrigðisstarfsfólk á þeim svæðum.
Í frétt BBC segir að níutíu prósent barna á Gasa þurfi að hafa fengið minnst tvo skammta af bóluefninu til að koma í veg fyrir hópsýkingu á lömunarveiki. Seinkunn á seinni skammti geti dregið úr virkni bóluefnisins.