Launamunur kynjanna 2. júlí 2004 00:01 SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Sjá meira
SKIPTAR SKOÐANIR Launamunur kynjannaKatrín Jakobsdóttir:Er eðlilegt að annað kynið fái sjálfkrafa hærri laun fyrir sömu vinnu og hitt kynið? Ekki nokkur réttlátur maður getur svarað þessu játandi.Það er óhugnanlegt hve hægt þokast í að jafna laun kynjanna. Nýlega bárust fregnir af því að konur innan banka og fjármálafyrirtækja hafi að meðaltali rúmlega 60% af launum karlmanna í sömu fyrirtækjum. Að sama skapi fá konur með sambærilega menntun og í sambærilegum stöðum og karlar í þessum fyrirtækjum um fjórðungi lægri laun.Þetta er ekki eðlilegt og ekki nægir að benda á konur og segja þeim að "sækja sér hærri laun". Atvinnurekendur bera þunga ábyrgð í þessum efnum sem og ýmsar "leikreglur" markaðarins. Launaleynd gegnir einkum þeim tilgangi að hægt sé að borga sumum (oftast körlum) meira en öðrum (oftast konum) án rökstuðnings eða ástæðu.Konur þurfa auðvitað að standa fyrir máli sínu en launamisrétti er ekki bara mál þeirra sem standa höllum fæti heldur allra réttlátra manna. Atvinnurekendur kunna að telja karlmenn mikilvægari starfskrafta - allavega ef miða á við launatölur - en þá ættu þeir að rökstyðja þá skoðun.Ég vildi gjarnan heyra í þeim atvinnurekanda sem teldi mig verri starfskraft en Friðbjörn Orra hér hinum megin - því með fullri virðingu fyrir Friðbirni efast ég um að sá atvinnurekandi kæmist langt í rökstuðningi. Allar líkur eru á því að hann myndi greiða mér um 60% af því sem Friðbjörn Orri fengi. Réttlátt? Ég held ekki.Friðbjörn Orri Ketilsson:Mikilvægt er að horfa á fólk sem einstaklinga. Engir tveir einstaklingar eru eins þar sem þeir hafa ekki sama persónuleika, sömu þekkingu eða sömu lífsreynslu að baki. Því gengur ekki upp að tala um tvo jafnhæfa einstaklinga. Því má heldur aldrei gleyma að réttur fyrirtækjaeigandans til að ráðstafa fé sínu líkt og hann telur best er helgur rétt eins og réttur launþegans er að ráðstafa sér til vinnu er helgur.Rangt er að þvinga nokkurn mann til að ráða ákveðinn aðila til starfa vegna kynferðis. Sem dæmi má nefna að ef kona sem rekur fyrirtæki og vill aðeins ráða konur til vinnu á hún að hafa til þess fullt frelsi enda um ráðstöfun hennar á eigin verðmætum að ræða.Besta nálgun þess að hver og einn sé metinn af verðleikum er samkeppni um vinnuaflið. Ef hæf kona er sniðgengin af fyrirtæki vegna kynferðis getur næsta fyrirtæki ráðið hana til vinnu og með því sigrað hið fyrra í samkeppni. Vegna arðsemiskröfu er það eðli einkafyrirtækja að ráða til sín hæfa starfsmenn óháð kynferði þeirra. Þessu er aftur öfugt farið hjá hinu opinbera sem sést best á því að nánast allar lögsóknir um mismunun vegna kynferðis eru á hendur opinberum fyrirtækjum sem engan hag bera af því að ráða þann hæfasta til starfsins.Sé raunin sú að konur hafi lægri laun er karlar í sambærilegum störfum er lausnin fólgin í auknu frelsi svo einstaklingarnir hafi aukna möguleika á að bæta hag sinn. Bætt frelsi í fjármagnsflutningum og betra aðgengi að lánsfé til fjármögnunar, lægri sköttum til aukningar ráðstöfunartekna, og umfram allt frelsi til þess að velja og ná árangri.
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar