Innlent

Niðurstaða frumvarpsins að fæðast

Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra segir niðurstöðu um frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslu vera að fæðast á ríkisstjórnarfundi sem hófst klukkan 14. Hægt er að hlusta á stutt viðtal, sem fréttamaður Stöðvar 2 og Bylgjunnar átti við ráðherrann þegar hann var að ganga inn fundinn, með því að smella á hlekkinn hér til hliðar. Ríkisstjórnarfundi var óvænt frestað í morgun vegna þess að frumvarpið var ekki tilbúið. Stjórnarflokkarnir hafa enn ekki náð saman í málinu en ríkisstjórnarfundur var boðaður að nýju klukkan 14. Boðað hafði verið til ríkisstjórnarfundar klukkan hálf ellefu í morgun þar sem helsta umræðuefnið var frumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur sem verið hefur í smíðum í forsætisráðuneytinu. Skýringin var sögð vera að frumvarpið væri ekki tilbúið.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×