Innlent

Furðuleg ósvífni

Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að ákvörðun ríkisstjórnarinnar um að afturkalla fjölmiðlalögin sé sigur fyrir andstæðinga laganna og staðfesti undanhald ríkisstjórnarinnar í málinu en telur breytingarnar sem lagðar eru til ekki vera veigamiklar. "Ég dreg sömuleiðis þá ályktun að forystumenn ríkisstjórnarinnar séu dauðhræddir menn sem þora ekki að leggja mál, sem þeir hafa þröngvað í gegnum þingið með þjösnalegum vinnubrögðum, í dóm þjóðarinnar. Þeir leggja ekki í þjóðaratkvæðagreiðsluna vegna þess að þeir telja að þeir muni skíttapa henni," segir Össur. Um það hvort Samfylkingin muni taka sæti í nefnd um fjölmiðla eins og boðað hefur verið til af hálfu forsætisráðherra segir Össur að hann geti ekki sagt til um og það verði rætt innan Samfylkingarinnar og innan stjórnarandstöðunnar sem að sögn Össurar hefur staðið saman "sem einn maður í þessu máli".



Fleiri fréttir

Sjá meira


×