Vill sjá sátt 5. júlí 2004 00:01 "Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði." Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira
"Ég legg mikið upp úr því að menn vinni að málinu á næstunni þannig að um það ríki bærileg sátt," segir Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, um nýtt frumvarp að lögum um fjölmiðla. Halldór neitar því að upp hafi komið deila milli ríkisstjórnarflokkanna um hvernig leiða ætti til lykta lög um þjóðaratkvæði. "Við höfum í sjálfu sér ekki verið að deila," segir Halldór. "Við höfum verið að ræða málið og komist að þessari niðurstöðu sem ég tel að sé mjög farsæl." Hann hafnar því einnig að þessi niðurstaða komi til vegna þess að ekki hafi náðst samstaða um hlutfall atkvæðisbærra manna sem greiða þurfi atkvæði gegn lögum til þess að þau falli úr gildi. Halldór telur engan vafa á því að forseti Íslands geti skrifað undir þessi nýju lög. "Það liggur fyrir að kosningar verða haldnar í landinu áður en þessi lög taka gildi," segir Halldór. "Hér er um nýtt mál að ræða sem vonandi næst um góð sátt. Forsetinn hefur lagt á það áherslu að slík sátt náist og við höfum boðið stjórnarandstöðunni að koma að vinnslu málsins." Aðspurður hvort ríkisstjórnin hafi verið beygð í málinu, segir Halldór að vel megi vera að slíkt verði haft á orði. "Sá vægir sem vitið hefur meira og ef menn vilja segja að við höfum verið beygðir í þessu máli þá er það í lagi mín vegna." Halldór segir þessa lausn hafa fæðst í samtölum hans við forsætisráðherra og hún hafi aðallega verið rædd nú um helgina. Halldór neitar að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu, þrátt fyrir að reynt hafi á alla aðila að finna lausn á málinu. Halldór játar að vera kunni að ríkisstjórnin hafi gert mistök með hraðri afgreiðslu fjölmiðlafrumvarpsins gegnum þingið. "Það má vel vera að það hafi verið mistök en það er nú svo að stundum liggur á að ljúka málum. Þetta mál kom seint fram og menn vildu ljúka þinginu," segir Halldór. Halldór bætir við að það liggi á að stefna sé mörkuð í málefnum fjölmiðla. "Með þessu frumvarpi er ramminn settur og ég tel mjög mikilvægt að hann liggi fyrir. Ég hef engan hitt sem ekki telur nauðsynlegt að til séu lög um þessi mál, um það eru allir sammála og nú fá allir að koma að því borði."
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sjá meira