Brella eða ekki brella 5. júlí 2004 00:01 Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. Daginn eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði Björn Bjarnason þetta á heimasíðu sinni: "...er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni,..." sagði Björn Bjarnason þann 3. júní. Þegar Guðni Ágústsson var spurður í síðustu viku um þessa hugmynd svaraði hann því svo að þó að mörgum hefði dottið í hug að spyrja hvort fara ætti út í þann kostnað sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslu teldi hann rétt að málið gengi fram og þjóðin fengi að fjalla um það þó það væri flókið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var einnig spurður um þessa leið fyrir helgi. Þá sagði hann málið verða að ganga sinn gang eins og til þess hefði verið stofnað. Fram að helginni var sú leið sem Björn Bjarnason kallaði brellu ekki í myndinni hjá ráðherrum. Í gærkvöldi var hún hins vegar orðin að ákvörðun ríkisstjórnarinnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra kallaði það brellu fyrir mánuði að afturkalla fjölmiðlalögin og sagði að sú skylda hvíldi á ríkisstjórninni að efna til þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystumenn Framsóknarflokksins aftóku einnig fyrir helgi að hætt yrði við atkvæðagreiðsluna. Daginn eftir að forseti Íslands hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar sagði Björn Bjarnason þetta á heimasíðu sinni: "...er ljóst, að sú skylda hvílir á okkur ráðherrum að framfylgja ákvæðum stjórnarskrárinnar og efna eins fljótt og kostur er til þjóðaratkvæðagreiðslu. Ég sé, að vísu, að Sigurður Líndal, fyrrverandi prófessor, sem helst hefur lagt sig fram um að lýsa yfir persónulegu valdi forseta til að skjóta málum til þjóðarinnar, lætur nú eins og alþingi geti bara breytt lögunum og þannig komist hjá því, að þjóðin segi álit sitt á þeim. Ef slíkum brellum yrði beitt, er ég hræddur um, að einvers staðar mundi heyrast hljóð úr horni,..." sagði Björn Bjarnason þann 3. júní. Þegar Guðni Ágústsson var spurður í síðustu viku um þessa hugmynd svaraði hann því svo að þó að mörgum hefði dottið í hug að spyrja hvort fara ætti út í þann kostnað sem fylgir þjóðaratkvæðagreiðslu teldi hann rétt að málið gengi fram og þjóðin fengi að fjalla um það þó það væri flókið. Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, var einnig spurður um þessa leið fyrir helgi. Þá sagði hann málið verða að ganga sinn gang eins og til þess hefði verið stofnað. Fram að helginni var sú leið sem Björn Bjarnason kallaði brellu ekki í myndinni hjá ráðherrum. Í gærkvöldi var hún hins vegar orðin að ákvörðun ríkisstjórnarinnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í bifreið og útihúsgögnum Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Fleiri fréttir Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Sjá meira