Stjórnin sökuð um svik og pretti 5. júlí 2004 00:01 Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira
Stjórnarandstaðan segir stefna í stórstyrjöld á vettvangi stjórnmálanna með nýju frumvarpi stjórnarinnar um fjölmiðla. Hafa eigi þjóðaratkvæðagreiðsluna af þjóðinni með svikum. Uppnám varð á Alþingi þegar Halldór Blöndal frestaði sumarþinginu til miðvikudags þrátt fyrir að stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta. Ríkisstjórnin var sökuð um svik og pretti af stjórnarandstöðunni á alþingi í þegar nýtt frumvarp til laga um fjölmiðla var lagt fram. Eftir að frumvarpinu hafði verið útbýtt hófst umræða um störf þingsins að beiðni stjórnarandstöðu. Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar sagði að hið nýja frumvarp væri sami grautur í sömu skál. Hann sagðist hafa miklar efasemdir að þessi aðferð væri í anda stjórnarskrárinnar og taldi hana óverjandi frá sjónarhóli lýðræðisins. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri Grænna sagði að framlag ríkisstjórnarinnar hefði verið svo ósvífið að það hefði tekið hann nokkra klukkutíma að átta sig á því. Þá velti hann upp þeirri spurningu hvort í frumvarpinu fælist óþingleg ætlan. Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins dró það í efa að málsmeðferð ríkisstjórnar stæðist stjórnarskrá Halldór Blöndal frestaði óvænt þingi til miðvikudagsmorguns þótt stjórnarandstaðan vildi ræða fundarstjórn forseta í framhaldi af störfum þingsins. Af þessu hlaust talsvert uppnám í þingsal. Stjórnarandstaðan telur að það sé verið að öllum líkindum verið að brjóta þingsköp með því að bera málið upp að nýju í örlítið breyttri mynd. Guðmundur Árni Stefánsson, 1. varaforseti Alþingis taldi að þar sem þingið nú væri framhald þingsins í vor, mætti samkvæmt þingsköpum ekki flytja sama mál tvisvar . Halldór Blöndal sagði þetta misskilning þar sem þingsköp kvæðu á um að ekki mætti flytja mál aftur ef það væri fellt. Frumvarpið sem nú væri til umræðu hefði orðið að lögum og að alltaf mætti breyta lögum.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Innlent Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Erlent Fleiri fréttir Særð álft syndir með Seltirningum í lauginni Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Sjá meira