Innlent

Nýja frumvarpið þinglegt

Halldór Blöndal, forseti Alþingis, úrskurðaði í upphafi þingfundar í morgun að nýtt stjórnarfrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum væri þinglegt. Var úrskurðurinn kveðinn upp samkvæmt beiðni formanna þingflokka stjórnarandstöðunnar. Þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna lýstu yfir andstöðu gegn úrskurðinum og hafa m.a. sagt að ríkisstjórnin hafi tekið stjórnarskrárbundinn rétt þjóðarinnar úr höndum hennar með ákvörðun sinni sl. sunnudag.  Lúðvík Bergvinsson, þingmaður Samfylkingar, sagði að málið sé nú komið í þennan farveg vegna þess að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ekki fengið því framgengt að svindla á þjóðinni í þjóðaratkvæðagreiðslunni með því að fara fram á að a.m.k. 44% atkvæðisbærra manna þyrfti að greiða atkvæði gegn fjölmiðlalögunum til að fella þau úr gildi. Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokks, sagði að þessi leið væri ekkert „ný“ og vísaði þá m.a. í grein Sigurðar Líndal í Fréttablaðinu þann 1. júní sl.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×