Úrvalsvísitalan yfir 3000 stig

Úrvalsvísitalan rauf 3.000 stiga múrinn rétt fyrir lokun markaða í dag. Vísitalan endaði í 3000,99 stigum og nam hækkun dagsins 0,4%. Að öðru leyti var dagurinn tíðindalítill á hlutabréfamarkaði samkvæmt greiningardeild Landsbankans. Viðskipti dagsins námu 423 milljónum króna.