Innlent

Líklega ekki afgreitt í vikunni

Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, býst ekki við að fjölmiðlafrumvarpið hið nýja verði afgreitt sem lög frá Alþingi í vikunni þótt allsherjarnefnd ljúki umfjöllun sinni. Þingflokkur Framsóknarflokksins ræddi stöðu málsins í dag með tveimur ráðgefandi lögfræðingum. Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins, vill að fjölmiðlalögin verði felld úr gildi og að vinna við nýtt fjölmiðlafrumvarp hefjist í haust. Hann segir jafnframt að hinn almenni flokksmaður framsóknarmanna sé mjög uggandi yfir stöðu flokksins og stefnu í fjölmiðlafrumvarpsmálinu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×