Helmingur ósáttur ef herinn færi 12. júlí 2004 00:01 Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu. Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira
Tæplega 53 prósent þeirra sem tóku afstöðu í könnun Fréttablaðsins sögðust verða ósáttir ef Bandaríkjamenn færu með herinn burt úr landi. Rúmlega 47 prósent sögðu að þeir yrðu sáttir við það. Þegar þeir sem tóku ekki afstöðu eru teknir í reikninginn eru 40,8 prósent ósáttir við að varnarliðið fari úr landi, 36,7 prósent eru sátt en 22,6 prósent tóku ekki afstöðu. Könnunin var gerð föstudaginn 9. júlí. Karlmenn eru áberandi sáttari en konur við brottför hersins miðað við þá sem tóku afstöðu; 53,8 prósent karla sögðust sáttir við að herinn færi en aðeins 40,9 prósent kvenna voru sama sinnis. Þá er merkjanlegur munur milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðisins. Á landsbyggðinni sögðust 57,4 prósent vera ósátt við að herinn færi en 42,6 prósent voru sáttir við það. Á höfuðborgarsvæðinu voru 49,6 prósent ósáttir við brotthvarf hersins en 50,4 prósent sáttir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, segir þetta vera mikil tíðindi. "Það eru verulega ólík viðhorf með þjóðinni en ráðandi öfl hafa haldið fram. Flestir flokkar hafa haldið fram linnulausum áróðri um nauðsyn hersetunnar, en greinilega mistekist að fá þjóðina með sér." Steingrímur segir sífellt fleiri sjá engan tilgang með veru varnarliðsins hér. Þá telur hann utanríkisstefnu Bandaríkjanna líka skipta máli. "Stríðsrekstur Bandaríkjanna og fylgifiska þeirra hafa ekki aukið álit fólks á stefnu hernaðarhaukanna og ég efast ekki um að menn sjái samhengi þarna á milli." Einar K. Guðfinnsson, þingflokksformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það jákvætt að meirihluti þjóðarinnar hafi skilning á gildi þess að halda uppi öflugum loftvörnum, en telur að margir segjast sáttir þó að herinn fari sökum ergelsis í garð Bandaríkjamanna, fyrir að hafa sent ósýr skilaboð fram til þessa. Hann trúir að fylgismönnum varnarliðsins hér á landi eigi eftir að fjölga þegar varnarmálin hafa verið leidd til lykta. Í skoðanakönnun Fréttablaðsins var spurt: Værir þú sátt(ur) eða ósátt(ur) ef Bandaríkjamenn færu með herinn úr landi? Hringt var í 800 manns og tóku 77,4 prósent afstöðu.
Fréttir Innlent Kannanir Fréttablaðsins Mest lesið Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Innlent Norðmenn uggandi vegna mögulegra viðbragða Trump Erlent Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Innlent Venesúelskur stjórnarandstæðingur hlaut friðarverðlaun Nóbels Erlent Bein útsending: Hver hlýtur friðarverðlaun Nóbels? Erlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent Annar andstæðingur Trumps ákærður Erlent Taívanir vilja reisa varnarhjúp gegn Kína Erlent Vopnahlé tekur gildi Erlent Harðar árásir á Kænugarð í nótt Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum Sjá meira