Ekki rætt að afturkalla frumvarpið 12. júlí 2004 00:01 "Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
"Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira