Ekki rætt að afturkalla frumvarpið 12. júlí 2004 00:01 "Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira
"Það er alltaf óþægilegt þegar lögfræðingar eru ekki sammála," sagði Halldór Ásgrímsson, formaður Framsóknarflokksins, að loknum þingflokksfundi í gær. Halldór sagðist ekki sammála niðurstöðu lagaprófessoranna Eiríks Tómassonar og Sigurðar Líndal, sem telja það brot á stjórnarskrá að leggja fram í sama frumvarpi ný lög um fjölmiðla og ákvæði um brottfall eldra lagafrumvarps. "Ég er ekki sammála þeim. Þeir segja jafnframt að það sé hægt að setja önnur lög síðar. Ég sé ekki muninn á því hvort að það gerist núna eða einhvern tímann seinna. Jón Sveinsson lögmaður kom á fundinn til okkar og hann staðfesti þann skilning sem ég hef haft á málinu enda hef ég leitað ráða hjá honum í þessu máli og er sammála því sjónarmiði. Ég hef alltaf litið svo á að löggjafarvaldið væri hjá Alþingi og Alþingi gæti bæði numið lög úr gildi og sett ný lög," sagði Halldór. Hann sagði það ekki sérstaklega rætt á þingflokksfundinum að draga ætti frumvarpið til baka, líkt og Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi formaður flokksins og forsætisráðherra, og Alfreð Þorsteinsson, framsóknarmaður og borgarfulltrúi R-listans, hafa lagt til í fjölmiðlum. Hann vildi þó ekki segja að þingflokkurinn væri einhuga um að halda áfram óbreyttri stefnu í málinu en beðið væri eftir því að allsherjarnefnd ljúki störfum. Aðspurður sagði hann engan sérstakan þrýsting innan flokksins á að draga frumvarpið til baka. "Það eru hins vegar skiptar skoðanir um þetta mál í Framsóknarflokknum og þannig hefur það verið. Ég man ekki eftir neinu stóru umdeildu máli sem við höfum gengið í gegnum án þess að það séu skiptar skoðanir," sagði Halldór. "Ég sé ekki að það breyti miklu að taka þetta frumvarp til baka og leggja nákvæmlega eins frumvarp fram á haustþingi. Ég á eftir að láta sannfærast af þeim rökum lögfræðinga að það geti skipt einhverju máli," sagði hann. Í niðurstöðum skoðanakönnunar Fréttablaðsins sem birt var á sunnudag mældist Framsóknarflokkurinn með minnsta fylgi allra flokka, 7,5 prósent. Aðspurður um útkomuna segir Halldór að það séu margir óákveðnir samkvæmt könnuninni. "Við höfum fyrr séð lélegar tölur í skoðanakönnun Fréttablaðsins. Auðvitað tökum við mark á skoðanakönnunum en það má ekki fjalla um þær eins og um kosningar séu að ræða. Það er orðið of mikið um það. Það er afskaplega mikilvægt að stjórnmálaflokkar taki sjálfstæðar ákvarðanir og láti ekki stjórnast af skoðanakönnunum," sagði Halldór. "Við höfum oft þurft að ganga í gegnum erfiðar ákvarðanir í Framsóknarflokknum. Það var verið að taka skóflustungu af álveri fyrir nokkrum dögum, það var svolítið önnur umræða um það mál fyrir nokkrum árum. Ef við hefðum látið stjórnast af skoðanakönnunum þá hefði líklega ekkert orðið neitt úr því máli," sagði hann.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Innlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Innlent Fleiri fréttir Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Sjá meira