Stjórnskipuleg valdníðsla 14. júlí 2004 00:01 Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira
Ákvörðun ríkisstjórnarinnar er "stjórnskipuleg valdníðsla" segir Ragnar Aðalsteinsson sem mætti á fund allsherjarnefndar í gær. Dr. Herdís Þorgeirsdóttir, frá lögfræðideild Háskólans á Bifröst, segir að forseti Íslands geti hvorki synjað né staðfest nýju fjölmiðlalögin verði þau samþykkt af Alþingi. Hendur hans séu bundnar. "Löggjafarvaldið er hjá kjósendum og forsetinn bíður niðurstöðu þeirrar löggjafar," segir Herdís. Að sögn Herdísar er Alþingi ekki einkahandhafi löggjafarvaldsins. Mikilvægt sé að hafa í huga að stjórnarskráin er ekki aðeins rétthærri heimild en önnur lög heldur einnig rétthærri Alþingi og forseta Íslands sem saman fari með löggjafarvaldið. Jón Sveinsson, einn helsti ráðgjafi Halldórs Ásgrímssonar, telur að lög ríkisstjórnarinnar standist stjórnarskrá. "Í 38. grein stjórnarskrárinnar kemur fram að þingmenn geta hvenær sem er breytt lögum eða fellt þau úr gildi. Sá réttur verður ekki tekinn af þingmönnum nema með skýru ákvæði í stjórnarskránni. Það ákvæði er ekki til staðar, því vegur réttur Alþingis þyngra en málskotsrétturinn," segir Jón. Jakob R. Möller hæstaréttarlögmaður telur að ekkert komi í veg fyrir það að Alþingi geti afturkallað lög sem það hefði áður sett og beitir sömu rökum og Jón. "Jafnframt tel ég það mjög ólíklegt að lögin séu ekki stjórnarskrárlega sett. Það er ekki í sjálfu sér lögfræðilegt álitamál að setja fram í sama frumvarpinu ný lög og ákvæði um brottfall eldri laganna sem forseti synjaði. Hins vegar finnst mér það ópent," segir Jakob. Hann sagðist þó telja að fjölmiðlalögin stangist á við stjórnarskrána hvað varðar ákvæði um tjáningarfrelsi og eignarrétt. Ragnar Aðalsteinsson sagði einnig að löggjafinn geti ekki sett lög með ómálefnalegum hætti þar sem látið er að því liggja, samkvæmt texta laganna, að þau hafi ákveðið markmið en að baki liggi önnur. "Að því er fram hefur komið opinberlega er ekki önnur skýring á nýja fjölmiðlafrumvarpinu en sú að það sé samið til þess að komast hjá þjóðaratkvæðagreiðslu og myndu dómstólar komast að þeirri niðurstöðu og dæma þau því ógild," segir Ragnar.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Innlent Í fangelsi fyrir að sofa hjá ári yngri stúlku Erlent Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Innlent „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Innlent Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Innlent Vindstrengir ná mögulega stormstyrk í kvöld Veður Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Innlent „Þetta er bara forkastanlegt“ Innlent Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Innlent Fleiri fréttir 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Hafnar því alfarið að læknar séu snuðaðir á Suðurlandi Leigubílstjóri á Fljótsdalshéraði safnar jólatrjám Akureyringar eins og beljur að vori „Evrópusuðið“ hverfi ekki með þjóðaratkvæðagreiðslu HSU svarar áhyggjufullum læknum Árni Grétar Futuregrapher látinn Eina sýklalyf sinnar tegundar tvöfaldast í verði Sjá meira