Þung undiralda 14. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar: Að gefast upp er ekki valkostur Jóna Guðbjörg Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Er félagsfælnifaraldur í uppsiglingu? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðing við starfslok kennara í Reykjavík Elín Guðfinna Thorarensen skrifar Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Aðild að Evrópusambandinu kallar á breytt vinnubrögð Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Stækkun Þjóðleikhússins er löngu tímabær Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Evrópusambandið eykur varnir gegn netógnum með öflugu regluverki Þórdís Rafnsdóttir skrifar Skoðun Von í Vonarskarði Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði Finnbjörn A. Hermannsson,Guðrún Margrét Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað er eiginlega málið með þessa þéttingu?? Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Eitt próf á ári – er það snemmtæk íhlutun? Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar öllu er á botninn hvolft Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Viltu finna milljarð? - Frá gráu svæði í gagnsæi Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum – tækifæri eða hliðarskref? Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson skrifar Skoðun Eru börn innviðir? Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík skrifar Skoðun Körfubolti á tímum þjóðarmorðs Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ókyrrðin og ójafnvægið í íslenskum stjórnmálum um þessar mundir á sér ekki hliðstæðu á þeim þrettán árum sem Davíð Oddsson hefur verið í forystu fyrir ríkisstjórnum á Íslandi. Raunar er enga samsvörun að finna á öllum lýðveldistímanum ef horft er á alvarleika þeirrar stöðu sem upp er komin og virðist á góðri leið með að breytast í stjórnskipunarkreppu. Frá 1991 hefur Davíð Oddsson sem formaður Sjálfstæðisflokksins stýrt þjóðarskútunni, fyrst með Alþýðuflokknum í fjögur ár og síðan með Framsóknarflokknum í níu ár. Þetta hefur verið mikið og gjöfult framfaraskeið. Þótt oft hafi gefið á bátinn og skipst á skin og skúrir er höfuðeinkenni þessa tímabils, þegar á megindrættina er litið, örugg sigling og stöðugleiki. Á það jafnt við um efnahags- og atvinnulífið sem stjórnmálakerfið. Segja má að veigamesta framlag Davíðs Oddssonar til íslenskra stjórnmála frá því í upphafi tíunda áratugarins felist í forystu hans um að koma þessum stöðugleika á og viðhalda honum. Davíð Oddsson hóf stjórnmálaferil sinn við allt aðrar aðstæður á áttunda áratugnum. Efnahags- og atvinnulífið einkenndist þá af miklu ójafnvægi. Glundroði ríkti í landsstjórninni. Frá 1971 til 1983 sátu fimm mismunandi ríkisstjórnir við völd. Þar var hver höndin uppi á móti annarri. Ekki sjaldnar en á þriggja mánaða fresti sátu ráðherrar á neyðarfundum með ráðgjöfum sínum og sérfræðingum til að að koma í veg fyrir kollsteypu í þjóðarbúskapnum eins og frægt hefur orðið. Verkföll og vinnudeilur voru daglegt brauð. Ástandið skánaði á seinni hluta níunda áratugarins en það var ekki fyrr en á hinum tíunda sem þáttaskil urðu og óstöðugleikinn var að baki. Þau tímamót eru í sjálfu sér ekki Davíð Oddssyni og störfum hans að þakka. Þjóðarsáttin á vinnumarkaði 1990, aðildin að Evrópska efnahagssvæðinu og breytingar á innviðum og umgjörð efnahagskerfisins réðu úrslitum. Framlag forsætisráðherra fólst í leiða stjórnfestu og skynsemi til öndvegis samtímis hinum miklu þjóðfélagsbreytingum. Í þessu sögulega ljósi eru atburðirnir að undanförnu eins og stílrof í miklu og góðu bókmenntaverki. Eðlilegt er að menn velti því fyrir sér hvers vegna þetta hefur gerst. Ekki er víst að svarið fáist með því að einblína á þau mál sem verið hafa í brennidepli þótt hluti skýringarinnar liggi þar. Meiri ástæða er til að ætla að stjórnsemin, sem nauðsynleg var í upphafi, hafi smám saman breyst í svo þrákelknislegt og jafnvel þrúgandi ráðríki foringjastjórnmála að þjóðinni hafi verið farið að líða illa. Enginn vill afturhvarf til ráðleysis og óvissu stjórnmála og efnahagsmála áttunda og níunda áratugarins. En stjórnlyndið, sem við erum nú vitni að, og fylgifiskur þess, hugmyndalegt einlyndi, er satt að segja engu betra. Það er þjóðarnauðsyn að af þessari óheillabraut verði snúið hið fyrsta. Forystumenn ríkisstjórnarinnar þurfa að gæta sín á því að vanmeta ekki aðstæðurnar; óróinn að undanförnu er áreiðanlega ekki gárur á yfirborðinu heldur vitnisburður um þunga undiröldu óánægju í þjóðfélaginu
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun
Skoðun Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Kynbundin áhrif barneigna á atvinnuþátttöku og tekjur Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Það er að byrja alvarlegur faraldur sem við þurfum að stoppa strax í dag Steindór Þórarinsson Skoðun
Bílahús í Reykjavíkurborg – aðgengi, lög og ójöfnuður Alma Ýr Ingólfsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson,Bergur Þorri Benjamínsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson Skoðun