Innlent

Ákvörðun kynnt í ríkisstjórn

Formenn stjórnarflokkanna hafa komist að niðurstöðu í fjölmiðlamálinu. Þeir vildu þó ekki staðfesta að ákveðið hefði verið að bakka með fjölmiðlafrumvarpið. Hún verður kynnt í ríkisstjórn á morgun. Forsætisráðherra segist reikna með að Allsherjarnefnd ljúki málinu á morgun. Fyrir fundinn hittu þeir flokksmenn sína. Halldór Ásgrímsson hitti Árna Magnússon og Guðna Ágústsson í Utanríkisráðuneytinu og Davíð Oddsson hitti Bjarna Benediktsson, formann Allsherjarnefndar í Stjórnarráðinu. Halldór Ásgrímsson segist ekki hafa sett neina úrslitakosti enda sé ekki hægt að vinna þannig í stjórnmálum ef finna á lausnir. Þá segir hann að sátt sé um niðurstöðuna og aftekur með öllu að ríkisstjórnarsamstarfið standi tæpt. Davíð Oddsson sagði að loknum fundinum að þeir væru sammála um niðurstöðuna. Þá vænti hann að allherjarnefnd muni klára vinnu sína á þriðjudag. Forsætisráðherra vildi ekki segja hver niðurstaðan væri og hvort frumvarpið yrði dregið til baka, en sagði að hann og Halldór væru samstíga í málinu. Davíð Oddsson sagði ennfremur að niðurstaðan yrði ekki rædd á fundi allsherjarefndar í dag.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×