Saga fjölmiðlamálsins 20. júlí 2004 00:01 Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira
Það var fyrir réttum þremur mánuðum, 20. apríl í vor, sem frumvarp um eignarhald á fjölmiðlum var kynnt í ríkisstjórn. Daginn eftir las Páll Magnússon inngang að frétt á Stöð 2 um að forsætisráðherra hafi kynnt í ríkisstjórn lagafrumvarp um eignarhald á fjölmiðlum, þótt skýrsla um sama efni hafi ekki enn verið gerð opinber. Strax þá fór málið í harðan hnút. Gagnrýnt var að skýrsla fjölmiðlanefndar hefði ekki fyrst verið gerð opinber og rædd í þinginu, og að nefndin hefði ekki verið beðin um að gera drög að lagafrumvarpi, fyrir hönd menntamálaráðherra. Þá var og gagnrýnt hve frumvarpið gekk langt í því að takmarka eignarhald á fjölmiðlum. Sem dæmi var fyrirtækjum sem teljast markaðsráðandi, óheimilt með öllu að eiga nokkurn hlut í ljósvakamiðlum. Stjórnarandstaðan brást hin versta við og upp spruttu einnig deilur um að gengið væri gróflega gegn tjáningarfrelsinu, sem er meðal annars varið í stjórnarskrá. Þegar frumvarpið kom fyrir þingnefnd reyndist yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem gáfu álit sitt vera á móti frumvarpinu. Þá var því breytt lítillega, en síðan hófst langt orðaskak á Alþingi, þannig að þingstörf töfðust um tvær vikur. Strax á þessum tíma urðu raddir háværar um að forseti Íslands gæti synjað lögunum staðfestingar. Stjórnarliðar töldu það afar ólíklegt, þar sem þeir töldu málskotsrétt forseta í raun ekki til staðar, enda honum aldrei beitt til þessa. Forseti gaf tóninn þegar hann kom óvænt heim frá Mexíkó og sleppti því að vera viðstaddur konunglegt brúðkaup í Danmörku. Forsætisráðherra sagðist ekkert botna í forsetanum, enda hefði ekki staðið til að afgreiða frumvarpið á þeim tíma. Eftir mikið málþóf á Alþingi og andstöðu hagsmunasamtaka var frumvarpið svo samþykkt sem lög frá Alþingi 24. maí. 32 þingmenn greiddu atkvæði með, 30 á móti, einn stjórnarliði sat hjá. Þá tók við önnur lota andspyrnuhreyfinga, því Fjölmiðlasambandið hvatti almenning til að fara fram á við forseta Íslands, að hann synjaði lögunum staðfestingar. Yfir 30 þúsund manns skráðu sig á slíka undirskrifalista. Annan júní boðaði Ólafur Ragnar Grímsson svo til blaðamannafundar á Bessastöðum og var ljóst að stóra bomban var við það að springa. Forseti hélt ávarp þar sem hann varði ákvörðun sína, lögin skyldu lögð undir dóm þjóðarinnar. Ekki var málið svo einfalt, því engin lög eru til um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslna. Sett var á laggirnar nefnd vísra lögmanna, sem skyldi leggja til hvernig atkvæðagreiðslan færi fram. Nefndin skilaði af sér, en stjórnarflokkarnir deildu hart um hvort og þá hvert ætti að vera lágmark atkvæðisbærra manna til að fella lögin í atkvæðagreiðslu. Flokkarnir gátu ekki með nokkru móti komið sér saman um þetta ákvæði og málið var enn og aftur komið í hnút. Það var svo að kvöldi 4. júlí, að Davíð Oddsson gaf fyrst til kynna, að engin yrði þjóðaratkvæðagreiðslan. Þá hafði ríkisstjórnin samið nýtt frumvarp, sem felldi fyrri lögin úr gildi. Varla þarf að rifja upp hin mörgu lögfræðiálit, sem hafa verið gefin síðustu daga og vikur, um það hvort heimilt sé að koma í veg fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sú spurning stendur raunar enn, jafnvel þótt nú hafi lögin verið felld úr gildi og frumvarpið dregið til baka.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Innlent Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Innlent Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Innlent Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Innlent Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Innlent Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Innlent Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Innlent Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Innlent Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Innlent Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Innlent Fleiri fréttir Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Inflúensan á uppleið og seinni bylgjan handan við hornið Flensan á flugi og Sundlaugarmenningunni fagnað í Vesturbæjarlauginni Játaði en áfrýjaði samt og krafðist sýknu Páll Winkel meðal umsækjenda um embætti ráðuneytisstjóra Vilja takmarka fjölda barna sem getin eru með sama sæði Fjöldi svæða á landinu sambandslaus með öllu Fjölskyldur fórnarlamba krefjast ábyrgðar Sádi-Arabíu Staðsetning Íslands „hernaðarlega mjög mikilvæg“ Fjögur ár fyrir smygl á rúmum fjórum kílóum af kókaíni 325 milljónir í næsta áfanga LED-ljósavæðingar í Reykjavík Krafa um fjöldabrottvísanir fólks nemur land á Íslandi Líkamsárásir, heimilisofbeldi og vopnaður ökumaður Gjaldtaka af bílum sé hærri en fjárframlög til vegagerðar Allt að helmingur barna heima vegna veikinda Vestfirðingar sjá fram á þrenn ný jarðgöng Landhelgisgæslan eignast sjálfstýrðan kafbát „Mér persónulega fannst þetta gríðarlega gaman“ Hugrakkir drengir opnuðu sig í fréttum, breyttu kerfinu og skáluðu með Ingu Strætó ekið á hjólreiðamann í Laugardal Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Sjá meira