Stjórnarandstaðan ber kvíðboga 21. júlí 2004 00:01 Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, segir að stjórnarandstaðan beri kvíðboga fyrir þeirri sáttagjörð sem stjórnarflokkarnir hafa lagt fram með stofnun fjölmiðlanefndar. Hann segir að stjórnarandstaðan muni áfram sýna samstöðu í fjölmiðlamálinu og leggja fram mótaðar tillögur innan fjölmiðlanefndarinnar. Þingfundur hefur verið boðaður klukkan 13:30 í dag og verður nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um afnám fjölmiðlalaganna rætt. Líklegt er að þingmenn kveði sér hljóðs við upphaf þingfundar en meirihluti og minnihluti allsherjarnefndar gera væntanlega grein fyrir nefndarálitum sínum. Minnihlutinn skilaði ekki nefndaráliti um frumvarp stjórnarflokkanna en hann skilaði áliti um frumvarp stjórnarandstöðunnar um framkvæmd þjóðaratkvæðagreiðslu vegna fjölmiðlalaganna. Í álitinu segir meðal annars að minnihlutinn telji Alþingi skylt að samþykkja lög sem tryggja að þjóðaratkvæðagreiðsla geti farið fram um fjölmiðlalögin sem forseti Íslands synjaði staðfestingar. Ljóst megi vera að Alþingi og framkvæmdavaldinu beri að sjá til þess að atkvæðagreiðslan um málið fari fram sem fyrst og því nauðsynlegt að þingið afgreiði málið. Í ljósi atburða gærdagsins segir Össur Skarphéðinsson, formaður Samfylkingarinnar, að stjórnarandstöðunni líði eins og gríska fótboltalandsliðinu eftir úrslitaleikinn á Evrópumótinu og þeim árangri hafi hún náð með því að sýna góða samstöðu. Hann segir að þeirri samstöðu verði haldið áfram. Össur segist hafa lesið það, sér til nokkurs til ama, í áliti allsherjarnefndar sem útbýtt var í gær að fjölmiðlanefndinni sé gert að skila af sér og leggja fram fullbúið frumvarp strax á haustþingi. Hann lítur hins vegar svo á að nefndin eigi að fá allan þann tíma sem hún þarf. Össuri finnst skrítið að ríkisstjórnarflokkarnir skuli ekki læra af reynslunni heldur byrji strax að fyrirskipa hvernig eigi að haga þessari vinnu. Hann segir jafnframt að taka þurfi mið af samræðunni sem fram fari um málið úti í samfélaginu. Össur segir að nú muni stjórnarandstaðan halda áfram sínu starfi innan fjölmiðlanefndarinnar og leggja fram mótaðar tillögur. Hann gagnrýnir hins vegar þau áform stjórnaflokkanna að ætla að leggja fram þingsályktunartillögu sem miði að því að afnema málskotsrétt foretans og telur það afar óheppilegt. Hægt er að hlusta á viðtal við Össur úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn sem fylgir fréttinni.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Innlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Innlent Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Erlent Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Fleiri fréttir Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjá meira