Þjóðaratkvæða- greiðsla möguleg 23. júlí 2004 00:01 Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira
Forseti Íslands getur knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu þótt Alþingi hafi fellt fjölmiðlalögin úr gildi að mati Sigurðar Líndals, lagaprófessors. Hann metur það svo að stjórnarþingmenn hafi ekki brotið gegn stjórnarskránni með því að fella fjölmiðlalögin úr gildi, eins og varaformaður Frjálslynda flokksins hélt fram í gær. Alþingi samþykkti í gær að fella brott fjölmiðlalögin sem Ólafur Ragnar Grímsson synjaði staðfestingar. Magnús Þór Hafsteinsson, varaformaður Frjálslynda flokksins, sakaði stjórnarþingmenn um að hafa brotið gegn þingmannaeið þar sem þingmenn lofi að viðlögðum drengskap að halda stjórnarskrá landsins. Vísaði hann til þeirrar skoðunar stjórnarandstöðunnar að réttast hefði verið að láta þjóðaratkvæðagreiðslu fara fram. Sigurður Líndal lagaprófessor telur það ekki stangast á við stjórnarskrá að ríkisstjórnin hafi lagt fram frumvarp, þar sem fyrri lög voru felld úr gildi. Hann lítur svo á að með því sé Alþingi send þau skilaboð að annað hvort skuli málið látið niður falla fyrir fullt og allt, eða, að það skuli tekið til gagngerar endurskoðunar og leitað víðtækrar samstöðu. Það álítur Sigurður í samræmi við þau grundvallargildi um lýðræði og málamiðlun sem stjórnarskráin treysti á. Eins og hver önnur lög fer nýjasta útgáfa fjölmiðlafrumvarpsins til forseta til undirritunar. Sigurður Líndal telur forseta ekki brjóta gegn stjórnarskrá, frekar en stjórnarþingmenn, með því að samþykkja lög sem fella úr gildi lög sem hann hafði áður synjað. Hann segir útkomuna hljóta að verða þá sömu, a.m.k. mjög svipuð, en setur þó fyrirvara varðandi þá sem kynnu að hafa viljað samþykkja frumvarpið. Aðspurður hvað gerist ef forseti Íslands synjar nýju lögunum segir Sigurður að um afturköllun væri þá að ræða og lögin, sem Ólafur Ragnar synjaði í síðasta mánuði, þá aftur komin í gildi. Þannig gæti forseti knúið fram þjóðaratkvæðagreiðslu, að sögn Sigurðar, en tekur fram að hann hafi ekki lagst alveg yfir málið til að geta fullyrt þetta án nokkurs vafa. Sigurður gerir samt tæplega ráð fyrir að Ólafur Ragnar synji nýjasta frumvarpinu. Hægt er að hlusta á viðtal við Sigurð Líndal úr hádegisfréttum Bylgjunnar með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Fjölmiðlalög Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Fleiri fréttir Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Sjá meira