Rétt ákvörðun Ólafs Ragnars 28. júlí 2004 00:01 Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Mest lesið Halldór 11.10.2025 Halldór Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá lögreglunni yfir á geðdeildina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lukkudagar lífsins er Lóa Björk Ólafsdóttir skrifar Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Heimsveldið má vera evrópskt Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Laxness, Njáll og Egill við góða heilsu í FÁ! Helgi Sæmundur Helgason skrifar Skoðun Hvað á Selfoss sameiginlegt með Róm, Berlín, Prag og París? Axel Sigurðsson skrifar Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Eflum geðheilsu alla daga Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Getur fólk með gigt látið drauma sína rætast? Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Sjónarmið - Guðmundur Magnússon Ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, forseta Íslands, sem tilkynnt var í gær, að staðfesta afnám fjölmiðlalaganna var réttmæt og skynsamleg. Með henni leggur forsetinn lóð sitt á vogarskál sáttar í samfélaginu eftir hörð átök undanfarinna mánuða. Nú skapast svigrúm og tími til að hefja málefnalega vinnu við að skoða leikreglur og lagaumhverfi á fjölmiðlamarkaði og ræða af yfirvegun og þekkingu um stjórnarskrána og stjórnskipanina. Hvort tveggja eru þýðingarmikil verkefni, þótt með afar ólíkum hætti sé. Því er ekki að neita að lögfræðilegur efi ríkir um réttmæti þess að fella úr gildi lög sem forseti Íslands hefur synjað staðfestingar og þannig kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslu. En hér hlaut skynsemi að ráða niðurstöðunni, jafnt hjá Alþingi sem forseta, frekar en einstrengisleg bókstafstúlkun. Vont er hins vegar að að slík staða komi upp. Hún sýnir ásamt öðru nauðsyn þess að stjórnarskráin fái vandaða endurskoðun fyrir lok kjörtímabils núverandi ríkisstjórnar. Kveða þarf upp úr -- og ná víðtækri sátt -- um hvert eigi að vera hlutverk og vald forseta Íslands. Marka þarf stefnu um rétt alþingismanna og kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um stór ágreiningsefni. Ætti í því efni að horfa til fyrirmynda í stjórnarskrám nágrannaríkjanna. Ekkert sem gerst hefur á fjölmiðlamarkaði að undanförnu knýr beinlínis á um lagasetningu. Enginn vá er eða hefur verið fyrir dyrum. Þótt breitt eignarhald á fjölmiðlum sé æskilegt verður ekki með nokkurri sanngirni horft fram hjá því af fjölbreytni í fjölmiðlum hefur stóraukist hér á landi á undanförnum mánuðum. Stærstan þátt í því eiga þeir aðilar sem standa að fjölmiðlafyrirtækinu Norðurljósum, sem meðal annars er eigandi Fréttablaðsins. Án atbeina þeirra er ekki ósennilegt að hér væri aðeins eitt dagblað og ein sjónvarps- og útvarpsstöð sem burði hefði til að reka fréttastofu og innlenda dagskrárgerð. Stærsta brotlömin á fjölmiðlamarkaðinum er rekstur Ríkisútvarpsins sem með lögbundnum sérréttindum sínum skekkir og skaðar samkeppnisstöðu einkarekinna ljósvakamiðla. Um framtíð þess rekstrar þarf að nást víðtækt samkomulag. Almenn lagasetning um fjölmiðla kann einnig að vera skynsamleg í því skyni að skapa frið og sátt í þjóðfélaginu um þessa mikilvægu starfsemi. En slík lagasetning verður að taka mið af veruleika hins íslenska markaðar, fámennis þjóðarinnar og takmarkaðrar arðsvonar af fjölmiðlarekstri. Hún má ekki hindra nýsköpun í greininni, tæknilegar framfarir og rétt manna til að njóta stjórnarskrárvarins tjáningarfrelsis. Mikilvægt er að málsmeðferðin á næstu mánuðum og misserum verði í anda þeirrar lýðræðishefðar, sem stundum er kölluð umræðustjórnmál, en ekki foringjatilskipana, sem þjóðin er búin að fá sig fullsadda af.
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Skoðun Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun „Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
„Reykjavíkurleiðin“ – skref að sanngjarnara og stöðugra leikskólastarfi Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun
Framtíðin samkvæmt Geoffrey Hinton: Gervigreindin er að læra að sjá heiminn eins og við Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun