Óeðlileg hækkun bensíngjalda 30. júlí 2004 00:01 Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira
Hafnarnefnd Reykjavíkurhafnar hefur hækkað vörugjöld á bensíni úr 172 krónum í 210. Þessi breyting var gerð 1. júlí síðastliðinn og er hækkunin 23%. Frá sama tíma hækkaði hafnarnefndin vörugjöld á öllum algengasta neysluvarningi um 184% eins og greint var frá í Fréttablaðinu í gær. Þessar hækkanir voru framkvæmdar með þeim hætti að vörutegundirnar voru færðar milli gjaldflokka, það er úr ódýrari flokkum í dýrari. Þessar hækkanir komu Sturlu Böðvarssyni samgönguráðherra gjörsamlega í opna skjöldu, enda taldi hann að sú hækkun á hafnargjöldum Reykjavíkurhafnar hefði átt að mæta útgjöldum hafnarinnar. "Við erum að reyna að horfa á verðmæti vöru, þegar við erum að raða þessu í gjaldflokka," sagði Bergur Þorleifsson hafnarstjóri Reykjavíkurhafnar. "Við fórum hér út í 10 - 11 og kynntum okkur kílóverðið á alls konar vöru. Við þá athugun kom í ljós, að af bensíni er borgað langtum lægra hlutfall á útsöluverði af tonni heldur en nokkru öðru. Þess vegna var sú hækkun gerð. Hvað varðar hækkun á neysluvarningi eftir tilfærslu úr 3. gjaldflokki í 4. gjaldflokk, sem gekk í gildi 1. júlí síðastliðinn, þá eiga dýrustu vörurnar að vera í 4. flokki, að undanskildum landbúnaðarvörum. Svo má deila um þennan 4. gjaldflokk hvort hann sé raunhæfur." Fulltrúi eins af olíufyrirtækjunum, sem Fréttablaðið ræddi við, sagði að þetta væri "mikil hækkun" sem færi "beint út í verðlagið, með einum eða öðrum hætti." "Okkur finnst vörugjald á eldsneytistegundum vera hækkað óeðlilega mikið, miðað við aðra vöruflokka," sagði hann. "Við erum þeirrar skoðunar að eldsneytið sé látið bera óeðlilega stóran hluta af þessum tekjustofni Reykjavíkurhafnar, miðað við þá aðstöðu sem við höfum þar." Hafnirnar í landinu hafa algjört sjálfdæmi í ákvörðunum um gjaldtökur eftir lagabreytingu sem gerð var 1. júlí 2003. Stjórnvöld hafa ekki lengur lögsögu yfir slíkum gjaldbreytingum, að sögn Sturlu Böðvarssonar samgönguráðherra.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Viðskipti innlent Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Viðskipti innlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Kaffi Kjós til sölu Viðskipti innlent Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Viðskipti innlent Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Viðskipti innlent „Oft velt því fyrir mér: Hvenær munu þessar sögusagnir hætta?“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Hópuppsögn hjá Sidekick Health Endurgreiða raforkuframleiðendum þrjá milljarða Sjá meira